44 stiga þrenna Russell Westbrook en samt tap á móti Pelíkönunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 07:30 Russell Westbrook. AP/Tyler Kaufman Russell Westbrook bætti nýtt NBA-met sitt með því að ná þrennu í ellefta leiknum í röð í nótt en það dugði þó ekki liði hans til sigurs í New Orleans. Heimamenn unnu leikinn þrátt fyrir að missa stórstjörnu sína meidda af velli. Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en nú er deildin komin í smá frí þar sem fram undan er Stjörnuleikshelgin í Charlotte. Stjörnuleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur.@J30_RANDLE does it all in the @PelicansNBA home victory, tallying 33 PTS, 11 REB, 6 AST! #DoItBigpic.twitter.com/fdyaB2NsvI — NBA (@NBA) February 15, 2019 Julius Randle átti frábæran leik í 131-122 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder en hann var með 33 stig og 11 fráköst auk þess að skora þrjár mikilvægar körfur á lokakaflanum. Jrue Holiday var með 32 stig og 7 stoðsendingar. Anthony Davis fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik en hann meiddist á öxl og kom ekkert meira við sögu. Davis var með 14 stig á 16 mínútum. Það er mikil óvissa um að Davis geti spilað í Stjörnuleiknum.#RussellWestbrook (44 PTS, 14 REB, 11 AST) scores a season-high en route to recording his ELEVENTH STRAIGHT triple-double for the @okcthunder! #ThunderUppic.twitter.com/l6ZLxexaOz — NBA (@NBA) February 15, 2019Russell Westbrook var aftur á móti með 44 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. Hann bætti met Wilt Chamberlain frá 1968 í leiknum á undan með því að verða fyrsti maðurinn í sögu NBA með þrennu í tíu leikjum í röð. Nú náði hann því þrennu í ellefta leiknum í röð. „Ég get enn bætt mig svo mikið því ég veit hversu góður ég get orðið og hvað ég get fært mínu liði til að hjálpa því að ná árangri,“ sagði Russell Westbrook og hvar þá helst? „Alls staðar, því ég geri allt,“ sagði Westbrook. Paul George var með 28 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og Nerlens Noel kom með 22 stig og 13 fráköst inn af bekknum.@Dennis1SmithJr records 19 PTS, 7 AST to steer the @nyknicks by ATL on the road! #NewYorkForeverpic.twitter.com/flQEmKds7J — NBA (@NBA) February 15, 2019Dennis Smith Jr. skoraði 19 stig þegar New York Knicks liðið endaði átján leikja taphrinu með 106-91 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var lengsta taphrina í sögu Knicks en liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. janúar. Kadeem Allen og John Jenkins voru báðir með fjórtán stig.@TFlight31 (21 PTS) & @NikolaVucevic (17 PTS, 11 REB) lead the way in the @OrlandoMagic's 5th consecutive W! #PureMagicpic.twitter.com/mTwiiPxYjq — NBA (@NBA) February 15, 2019Terrence Ross kom með 21 stig af bekknum þegar Orlando Magic vann 127-89 sigur á Charlotte Hornets. Orlando liðið vann þarna sinn fimmta leik í röð en það hefur ekkert gerst í meira en þrjú ár. Nikola Vucevic var með 17 stig og 11 fráköst og Aaron Gordon bætti við 16 stigum og 10 fráköstum. Orlando Magic var 71-36 yfir í hálfleik..@Jrue_Holiday11's 32 PTS, 7 AST, 5 REB, 3 BLK help the @PelicansNBA protect home court in the win over OKC! #DoItBigpic.twitter.com/KwbIYWpnNT — NBA (@NBA) February 15, 2019Úrslitin í NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 131-122 Atlanta Hawks - New York Knicks 91-106 Orlando Magic - Charlotte Hornets 127-89 NBA Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Russell Westbrook bætti nýtt NBA-met sitt með því að ná þrennu í ellefta leiknum í röð í nótt en það dugði þó ekki liði hans til sigurs í New Orleans. Heimamenn unnu leikinn þrátt fyrir að missa stórstjörnu sína meidda af velli. Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en nú er deildin komin í smá frí þar sem fram undan er Stjörnuleikshelgin í Charlotte. Stjörnuleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn kemur.@J30_RANDLE does it all in the @PelicansNBA home victory, tallying 33 PTS, 11 REB, 6 AST! #DoItBigpic.twitter.com/fdyaB2NsvI — NBA (@NBA) February 15, 2019 Julius Randle átti frábæran leik í 131-122 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder en hann var með 33 stig og 11 fráköst auk þess að skora þrjár mikilvægar körfur á lokakaflanum. Jrue Holiday var með 32 stig og 7 stoðsendingar. Anthony Davis fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik en hann meiddist á öxl og kom ekkert meira við sögu. Davis var með 14 stig á 16 mínútum. Það er mikil óvissa um að Davis geti spilað í Stjörnuleiknum.#RussellWestbrook (44 PTS, 14 REB, 11 AST) scores a season-high en route to recording his ELEVENTH STRAIGHT triple-double for the @okcthunder! #ThunderUppic.twitter.com/l6ZLxexaOz — NBA (@NBA) February 15, 2019Russell Westbrook var aftur á móti með 44 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. Hann bætti met Wilt Chamberlain frá 1968 í leiknum á undan með því að verða fyrsti maðurinn í sögu NBA með þrennu í tíu leikjum í röð. Nú náði hann því þrennu í ellefta leiknum í röð. „Ég get enn bætt mig svo mikið því ég veit hversu góður ég get orðið og hvað ég get fært mínu liði til að hjálpa því að ná árangri,“ sagði Russell Westbrook og hvar þá helst? „Alls staðar, því ég geri allt,“ sagði Westbrook. Paul George var með 28 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og Nerlens Noel kom með 22 stig og 13 fráköst inn af bekknum.@Dennis1SmithJr records 19 PTS, 7 AST to steer the @nyknicks by ATL on the road! #NewYorkForeverpic.twitter.com/flQEmKds7J — NBA (@NBA) February 15, 2019Dennis Smith Jr. skoraði 19 stig þegar New York Knicks liðið endaði átján leikja taphrinu með 106-91 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var lengsta taphrina í sögu Knicks en liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. janúar. Kadeem Allen og John Jenkins voru báðir með fjórtán stig.@TFlight31 (21 PTS) & @NikolaVucevic (17 PTS, 11 REB) lead the way in the @OrlandoMagic's 5th consecutive W! #PureMagicpic.twitter.com/mTwiiPxYjq — NBA (@NBA) February 15, 2019Terrence Ross kom með 21 stig af bekknum þegar Orlando Magic vann 127-89 sigur á Charlotte Hornets. Orlando liðið vann þarna sinn fimmta leik í röð en það hefur ekkert gerst í meira en þrjú ár. Nikola Vucevic var með 17 stig og 11 fráköst og Aaron Gordon bætti við 16 stigum og 10 fráköstum. Orlando Magic var 71-36 yfir í hálfleik..@Jrue_Holiday11's 32 PTS, 7 AST, 5 REB, 3 BLK help the @PelicansNBA protect home court in the win over OKC! #DoItBigpic.twitter.com/KwbIYWpnNT — NBA (@NBA) February 15, 2019Úrslitin í NBA í nótt: New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 131-122 Atlanta Hawks - New York Knicks 91-106 Orlando Magic - Charlotte Hornets 127-89
NBA Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum