Kúltúrinn í klessu Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Fréttir af hækkun mánaðarlauna bankastjóra Landsbankans um 1,2 milljónir hinn 1. júlí 2017 og aftur um 550 þúsund í apríl 2018 koma á versta tíma inn í viðkvæmar kjaraviðræður. Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt hana harkalega, líkt og var fyrirséð. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur einnig gagnrýnt ákvörðunina og kallað hana taktlausa. Undir sjónarmið beggja er vel hægt að taka í þetta sinn. Stjórnmálamenn hafa einnig nýtt sér tækifærið undanfarna daga og gagnrýnt mjög launahækkun bankastjórans. Þar á meðal eru þingmenn og ráðherrar. Þótt launahækkun bankastjórans sé fullkomlega taktlaus og beinlínis hættulegt innlegg inn í þungan kjaravetur virðast stjórnmálamennirnir sem það gagnrýna einfaldlega of auðvelt skotmark, sérstaklega fyrir popúlista. Forsætisráðherra, sem kallaði launahækkun bankastjórans „óverjandi“, hefur ívið meira í mánaðarlaun en forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, þar sem um 66 milljónir manna búa. Það er vitaskuld umhugsunarefni, en það dæmir hana ekki sjálfkrafa úr leik þegar rætt er um kjaramál. Vandi vinnumarkaðarins er miklu djúpstæðari en samningar um launahækkanir nú. Kúltúrinn er allur í klessu. Þeir sem hafa sig mest í frammi úr ranni verkalýðsforystunnar leggja sig fram um að þagga niður í öllum þeim sem dirfast að koma fram á völlinn með skynsamar og hófstilltar skoðanir, og lemja þá niður með gífuryrðum og dónaskap. Ef marka má fullyrðingar sumra verkalýðsforingja má ekki einu sinni hlusta á seðlabankastjóra fjalla almennt um íslenskan efnahag. Einn verkalýðsforingjanna lýsti borðleggjandi málflutningi Más Guðmundssonar um að verkföll og launahækkanir umfram svigrúm yrðu hagkerfinu áfall sem ,,sjokkerandi“. Dæmdi seðlabankastjóra svo úr leik því hann er með svo há laun. Á hinum endanum situr bankaráð Landsbankans og virðist telja það forsvaranlega hugmynd og heppilegan tíma til þess að hækka laun bankastjóra ríkisbanka um 82 prósent, þvert á öll fyrirmæli úr fjármálaráðuneytinu sem fór fram á að fyrirtæki í ríkiseigu gættu varkárni við launaákvarðanir. Forsætisráðherra, sem ætlar að vanda um við bankaráðið, er svo aftur ótrúverðug í augum þeirra sem hafa hæst í kjarabaráttunni. Umræðan um kjaramál, og raunar umræðan um svo margt annað, er komin í miklar ógöngur. Eins og hundur sem eltir skottið á sér. Menn skipa sér í fylkingar, öskra og æpa út í tómið og svo kemur nýr fréttadagur og sagan endurtekur sig. Þetta getur ekki verið vænlegt til árangurs. Skynsamt fólk hlýtur að sakna margumtalaðs stöðugleika, lágmarksstillingar og almennrar skynsemi þegar rætt og fjallað er um stærsta hagsmunamál þjóðarinnar, stöðuna á vinnumarkaði. Annars er hætt við að fari illa. Venjulegt fólk á allt undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Fréttir af hækkun mánaðarlauna bankastjóra Landsbankans um 1,2 milljónir hinn 1. júlí 2017 og aftur um 550 þúsund í apríl 2018 koma á versta tíma inn í viðkvæmar kjaraviðræður. Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt hana harkalega, líkt og var fyrirséð. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur einnig gagnrýnt ákvörðunina og kallað hana taktlausa. Undir sjónarmið beggja er vel hægt að taka í þetta sinn. Stjórnmálamenn hafa einnig nýtt sér tækifærið undanfarna daga og gagnrýnt mjög launahækkun bankastjórans. Þar á meðal eru þingmenn og ráðherrar. Þótt launahækkun bankastjórans sé fullkomlega taktlaus og beinlínis hættulegt innlegg inn í þungan kjaravetur virðast stjórnmálamennirnir sem það gagnrýna einfaldlega of auðvelt skotmark, sérstaklega fyrir popúlista. Forsætisráðherra, sem kallaði launahækkun bankastjórans „óverjandi“, hefur ívið meira í mánaðarlaun en forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, þar sem um 66 milljónir manna búa. Það er vitaskuld umhugsunarefni, en það dæmir hana ekki sjálfkrafa úr leik þegar rætt er um kjaramál. Vandi vinnumarkaðarins er miklu djúpstæðari en samningar um launahækkanir nú. Kúltúrinn er allur í klessu. Þeir sem hafa sig mest í frammi úr ranni verkalýðsforystunnar leggja sig fram um að þagga niður í öllum þeim sem dirfast að koma fram á völlinn með skynsamar og hófstilltar skoðanir, og lemja þá niður með gífuryrðum og dónaskap. Ef marka má fullyrðingar sumra verkalýðsforingja má ekki einu sinni hlusta á seðlabankastjóra fjalla almennt um íslenskan efnahag. Einn verkalýðsforingjanna lýsti borðleggjandi málflutningi Más Guðmundssonar um að verkföll og launahækkanir umfram svigrúm yrðu hagkerfinu áfall sem ,,sjokkerandi“. Dæmdi seðlabankastjóra svo úr leik því hann er með svo há laun. Á hinum endanum situr bankaráð Landsbankans og virðist telja það forsvaranlega hugmynd og heppilegan tíma til þess að hækka laun bankastjóra ríkisbanka um 82 prósent, þvert á öll fyrirmæli úr fjármálaráðuneytinu sem fór fram á að fyrirtæki í ríkiseigu gættu varkárni við launaákvarðanir. Forsætisráðherra, sem ætlar að vanda um við bankaráðið, er svo aftur ótrúverðug í augum þeirra sem hafa hæst í kjarabaráttunni. Umræðan um kjaramál, og raunar umræðan um svo margt annað, er komin í miklar ógöngur. Eins og hundur sem eltir skottið á sér. Menn skipa sér í fylkingar, öskra og æpa út í tómið og svo kemur nýr fréttadagur og sagan endurtekur sig. Þetta getur ekki verið vænlegt til árangurs. Skynsamt fólk hlýtur að sakna margumtalaðs stöðugleika, lágmarksstillingar og almennrar skynsemi þegar rætt og fjallað er um stærsta hagsmunamál þjóðarinnar, stöðuna á vinnumarkaði. Annars er hætt við að fari illa. Venjulegt fólk á allt undir.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun