Verða að upplýsa hverjir tilkynntu meint annarlegt ástand læknis í útkalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2019 14:30 Læknirinn var á bakvakt er hann var kallaður í útkall. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnun Suðurlands ber að veita lækni aðgang að tveimur tilkynningum um meint annarlegt ástands hans í útkalli vorið 2015. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Forsaga málsins er sú að þann 30. maí 2015 var læknirinn á bakvakt og var kallaður út. Á vettvangi voru nokkrir aðilar, þar með talið sjúkraflutningamenn og lögregla. Nokkrum dögum síðar barst HSU tilkynning um að læknirinn hefði verið í annarlegu ástandi. Forsvarsmenn HSU könnuðu málið nánar og fengu upplýsingar frá öðrum aðila sem var viðstaddur útkallið, honum virtist læknirinn ekki hafa verið allsgáður.Var málið sett í formlega meðferð hjá Landlæknis og var læknirinn sendur í launað leyfi um óákveðinn tíma meðan Landlæknir tæki málið fyrir. Þann 18. júní sama ár var lækninum tilkynnt að ekki yrði aðhafst frekar í málinu og sneri hann aftur til starfa.Í kjölfarið óskaði læknirinn eftir því við HSU að hann fengi upplýsingar um hver hefði tilkynnt hið meinta annarlega ástand læknisins. Þeirri kröfu var hafnað og vísaði læknirinn því kröfu um aðgang að tilkynningum til úrskurðarnefndarinnar.Útilokað að lögregla hafi leyft honum að keyra hafi hann verið í annarlegu ástandi í útkallinu Í kæru hans til úrskurðarnefndarinnar segir læknirinn að hann telji sig eiga verulega hagsmuni af því að fá að vita hverjir það voru sem tilkynntu um meint ástand hans. Mögulega hafi falist í tilkynningunum atlaga að mannorði hans og geti þær hugsanlega veitt honum rétt til að kæra þá sem tilkynntu hann fyrir rangar sakargiftir.Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.Vísir/EgillEnginn fótur hafi verið fyrir tilkynningum þeirra sem sendu þær inn, lögregla hafi verið á staðnum og ekið á eftir lækninum frá heimili sjúklings að HSU. Að hans mati væri útilokað að lögreglan hefði gefið honum leyfi til að setjast undir stýri hefði ástand hans virst óeðlilegt. Að mati HSU mæltu bæði almanna- og einkahagsmunir mæltu gegn því að lækninum yrðu afhent umbeðin gögn. Meðal annars væri nauðsynlegt að aðilar sem hefðu grunsemdir um möguleg brot heilbrigðisstarfsfólks í starfi gætu upplýst rétta aðila um þær án þess að eiga á hættu að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður yrði upplýstur um nöfn þeirra. Þá væri það langsótt að þeir sem tilkynntu um ástand læknisins hefðu brotið á honum með þeim hætti að hann geti átt rétt á greiðslu skaða- eða miskabóta úr þeirra hendi. Þá hafi forsvarsmenn stofnunnarinnar heitið þeim sem sendu tilkynningarnar fullum trúnaði.Stjórnvöld geti ekki án lagaheimildar heitið trúnaði Í úrskurði nefndarinnar segir að sú meginregla gildii að upplýsingar og gögn stjórnvalda skulu vera aðgengileg nema takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við. Stjórnvöld geta ekki án lagaheimildar heitið trúnaði eða samið sig undan skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt lögunum.Sjúkraflutningamenn voru viðstaddir útkallið.Vísir/VilhelmÞá taldi nefndin að ekki stæðu rök til að synja lækninum um aðgang að umbeðnum tilkynningum, þar sem upplýsingalög innihéldu ekki heimild til að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli þeirra almanna- eða einkahagsmuna sem HSU nefndi í umsögn sinni. Var því lagt fyrir stofnunina að veita lækninum aðgang að tilkynningunum.Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Heilbrigðismál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands ber að veita lækni aðgang að tveimur tilkynningum um meint annarlegt ástands hans í útkalli vorið 2015. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Forsaga málsins er sú að þann 30. maí 2015 var læknirinn á bakvakt og var kallaður út. Á vettvangi voru nokkrir aðilar, þar með talið sjúkraflutningamenn og lögregla. Nokkrum dögum síðar barst HSU tilkynning um að læknirinn hefði verið í annarlegu ástandi. Forsvarsmenn HSU könnuðu málið nánar og fengu upplýsingar frá öðrum aðila sem var viðstaddur útkallið, honum virtist læknirinn ekki hafa verið allsgáður.Var málið sett í formlega meðferð hjá Landlæknis og var læknirinn sendur í launað leyfi um óákveðinn tíma meðan Landlæknir tæki málið fyrir. Þann 18. júní sama ár var lækninum tilkynnt að ekki yrði aðhafst frekar í málinu og sneri hann aftur til starfa.Í kjölfarið óskaði læknirinn eftir því við HSU að hann fengi upplýsingar um hver hefði tilkynnt hið meinta annarlega ástand læknisins. Þeirri kröfu var hafnað og vísaði læknirinn því kröfu um aðgang að tilkynningum til úrskurðarnefndarinnar.Útilokað að lögregla hafi leyft honum að keyra hafi hann verið í annarlegu ástandi í útkallinu Í kæru hans til úrskurðarnefndarinnar segir læknirinn að hann telji sig eiga verulega hagsmuni af því að fá að vita hverjir það voru sem tilkynntu um meint ástand hans. Mögulega hafi falist í tilkynningunum atlaga að mannorði hans og geti þær hugsanlega veitt honum rétt til að kæra þá sem tilkynntu hann fyrir rangar sakargiftir.Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.Vísir/EgillEnginn fótur hafi verið fyrir tilkynningum þeirra sem sendu þær inn, lögregla hafi verið á staðnum og ekið á eftir lækninum frá heimili sjúklings að HSU. Að hans mati væri útilokað að lögreglan hefði gefið honum leyfi til að setjast undir stýri hefði ástand hans virst óeðlilegt. Að mati HSU mæltu bæði almanna- og einkahagsmunir mæltu gegn því að lækninum yrðu afhent umbeðin gögn. Meðal annars væri nauðsynlegt að aðilar sem hefðu grunsemdir um möguleg brot heilbrigðisstarfsfólks í starfi gætu upplýst rétta aðila um þær án þess að eiga á hættu að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður yrði upplýstur um nöfn þeirra. Þá væri það langsótt að þeir sem tilkynntu um ástand læknisins hefðu brotið á honum með þeim hætti að hann geti átt rétt á greiðslu skaða- eða miskabóta úr þeirra hendi. Þá hafi forsvarsmenn stofnunnarinnar heitið þeim sem sendu tilkynningarnar fullum trúnaði.Stjórnvöld geti ekki án lagaheimildar heitið trúnaði Í úrskurði nefndarinnar segir að sú meginregla gildii að upplýsingar og gögn stjórnvalda skulu vera aðgengileg nema takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við. Stjórnvöld geta ekki án lagaheimildar heitið trúnaði eða samið sig undan skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt lögunum.Sjúkraflutningamenn voru viðstaddir útkallið.Vísir/VilhelmÞá taldi nefndin að ekki stæðu rök til að synja lækninum um aðgang að umbeðnum tilkynningum, þar sem upplýsingalög innihéldu ekki heimild til að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli þeirra almanna- eða einkahagsmuna sem HSU nefndi í umsögn sinni. Var því lagt fyrir stofnunina að veita lækninum aðgang að tilkynningunum.Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Heilbrigðismál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira