Einkennin geta verið lúmsk Starri Freyr Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 09:30 Það er nefnilega líka hægt að fá heilahristing eftir högg á líkama eða hálshnykk, segir Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen, sérnámslæknir á heilsugæslunni í Hamraborg. FBL/Eyþór Í síðustu viku stóðu ÍSÍ og KSÍ fyrir súpufundi um höfuðhögg og heilahristing í íþróttum. Þar hélt Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen, sérnámslæknir á heilsugæslunni í Hamraborg, fyrirlestur um einkenni og endurkomu íþróttafólks. Hún segir afar mikilvægt að bregðast rétt við höfuðhöggum í íþróttaleikjum. Ef minnsti grunur vaknar um að leikmaður hafi hlotið heilahristing eigi að taka hann strax út af í stað þess að leyfa honum að klára leikinn. „Það er nefnilega mjög mikilvægt að koma í veg fyrir annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar. Að fá annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar getur valdið því að viðkomandi einstaklingur verði mun lengur að jafna sig.“ Um leið sé mikilvægt að hvíla sig fyrstu dagana eftir heilahristing og auka álag smám saman, fyrst tengt vinnu eða skóla og svo líkamlegt álag. „Við upptröppun á álagi er mikilvægt að fara eftir einkennum því ef fólk harkar af sér og er með mikil einkenni getur það líka lengt bataferlið. Langflestir sem fá heilahristing jafna sig á nokkrum dögum eða vikum en hjá um 10-20% vara einkenni lengur.“Algengur misskilningur Hún segir algengan misskilning að fólk fái bara heilahristing eftir högg á höfuðið. „Það er nefnilega líka hægt að fá heilahristing eftir högg á líkama eða hálshnykk. Heilahristingur getur því orðið við iðkun ýmissa íþrótta en einnig slys á borð við umferðarslys.“ Einkenni heilahristings geta komið fram strax eftir áverka en þau geta líka komið fram næstu klukkutíma og dagana á eftir að sögn Láru. „Það missa ekki allir meðvitund og einkennin geta verið lúmsk svo fólk gerir sér ekki stundum grein fyrir því strax að um heilahristing sé að ræða. Einkenni geta verið mismunandi en algengt er að fólk finni fyrir höfuðverk, svima, þreytu, ljós- og hljóðfælni eða truflun á minni eða einbeitingu.“Aukin umfjöllun Út frá bandarískum tölum má ætla að árlega verði á bilinu 1.600-3.800 tilfelli heilahristings við íþrótta- og tómstundaiðkun hér á landi segir Lára. „Líklega eru þessar tölur þó enn hærri því það leita alls ekki allir til læknis sem fá heilahristing. Hingað til hafa íþróttagreinar á borð við hnefaleika, blandaðar bardagalistir og amerískan fótbolta verið áberandi í umfjöllun um heilahristing en hann verður líka við aðra íþróttaiðkun. Á Grensásdeild Landspítala höfum við t.d. sinnt íþróttafólki sem stundar handbolta, fótbolta, körfubolta og fimleika svo dæmi séu tekin.“ Hún segir erfitt að segja til um hvort umfang þessara áverka hafi aukist undanfarin ár en í kjölfar aukinnar umfjöllunar um heilahristing hefur fleira íþróttafólk stigið fram og sagt frá reynslu sinni. „Því miður hafa viðbrögð ekki alltaf verið rétt og fjölmörg dæmi um að leikmenn hafi haldið áfram að spila eftir heilahristing, jafnvel fengið annað högg og verið lengi að jafna sig eða þurft að hætta íþróttaiðkun. Mikil umræða hefur verið undanfarið um rétt viðbrögð, m.a. vegna þess að íþróttafólk hefur stigið fram í fjölmiðlum og sagt frá reynslu sinni. Sú umræða verður vonandi til þess að þjálfarar, íþróttafólk og heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir íþróttafólki kynni sér rétt viðbrögð við heilahristingi.“Meiri meðvitund Fyrirlesturinn í síðustu viku var vel sóttur og hefur vonandi þau áhrif að auka enn frekar meðvitund þjálfara og forsvarsmanna íþróttafélaga á alvarlegum áhrifum heilahristings. „Fyrirlesturinn var haldinn í samvinnu við KSÍ með Reyni Björnsson heimilislækni í fararbroddi en hann hefur unnið brautryðjandastarf við að vekja athygli á heilahristingi í íþróttum, m.a. með ýmsum fræðslumyndböndum. Auk þess hefur hann sett saman ítarlegan fræðslubækling sem er aðgengilegur á heimasíðu KSÍ og allir í íþróttahreyfingunni ættu að kynna sér.“ Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sjá meira
Í síðustu viku stóðu ÍSÍ og KSÍ fyrir súpufundi um höfuðhögg og heilahristing í íþróttum. Þar hélt Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen, sérnámslæknir á heilsugæslunni í Hamraborg, fyrirlestur um einkenni og endurkomu íþróttafólks. Hún segir afar mikilvægt að bregðast rétt við höfuðhöggum í íþróttaleikjum. Ef minnsti grunur vaknar um að leikmaður hafi hlotið heilahristing eigi að taka hann strax út af í stað þess að leyfa honum að klára leikinn. „Það er nefnilega mjög mikilvægt að koma í veg fyrir annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar. Að fá annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar getur valdið því að viðkomandi einstaklingur verði mun lengur að jafna sig.“ Um leið sé mikilvægt að hvíla sig fyrstu dagana eftir heilahristing og auka álag smám saman, fyrst tengt vinnu eða skóla og svo líkamlegt álag. „Við upptröppun á álagi er mikilvægt að fara eftir einkennum því ef fólk harkar af sér og er með mikil einkenni getur það líka lengt bataferlið. Langflestir sem fá heilahristing jafna sig á nokkrum dögum eða vikum en hjá um 10-20% vara einkenni lengur.“Algengur misskilningur Hún segir algengan misskilning að fólk fái bara heilahristing eftir högg á höfuðið. „Það er nefnilega líka hægt að fá heilahristing eftir högg á líkama eða hálshnykk. Heilahristingur getur því orðið við iðkun ýmissa íþrótta en einnig slys á borð við umferðarslys.“ Einkenni heilahristings geta komið fram strax eftir áverka en þau geta líka komið fram næstu klukkutíma og dagana á eftir að sögn Láru. „Það missa ekki allir meðvitund og einkennin geta verið lúmsk svo fólk gerir sér ekki stundum grein fyrir því strax að um heilahristing sé að ræða. Einkenni geta verið mismunandi en algengt er að fólk finni fyrir höfuðverk, svima, þreytu, ljós- og hljóðfælni eða truflun á minni eða einbeitingu.“Aukin umfjöllun Út frá bandarískum tölum má ætla að árlega verði á bilinu 1.600-3.800 tilfelli heilahristings við íþrótta- og tómstundaiðkun hér á landi segir Lára. „Líklega eru þessar tölur þó enn hærri því það leita alls ekki allir til læknis sem fá heilahristing. Hingað til hafa íþróttagreinar á borð við hnefaleika, blandaðar bardagalistir og amerískan fótbolta verið áberandi í umfjöllun um heilahristing en hann verður líka við aðra íþróttaiðkun. Á Grensásdeild Landspítala höfum við t.d. sinnt íþróttafólki sem stundar handbolta, fótbolta, körfubolta og fimleika svo dæmi séu tekin.“ Hún segir erfitt að segja til um hvort umfang þessara áverka hafi aukist undanfarin ár en í kjölfar aukinnar umfjöllunar um heilahristing hefur fleira íþróttafólk stigið fram og sagt frá reynslu sinni. „Því miður hafa viðbrögð ekki alltaf verið rétt og fjölmörg dæmi um að leikmenn hafi haldið áfram að spila eftir heilahristing, jafnvel fengið annað högg og verið lengi að jafna sig eða þurft að hætta íþróttaiðkun. Mikil umræða hefur verið undanfarið um rétt viðbrögð, m.a. vegna þess að íþróttafólk hefur stigið fram í fjölmiðlum og sagt frá reynslu sinni. Sú umræða verður vonandi til þess að þjálfarar, íþróttafólk og heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir íþróttafólki kynni sér rétt viðbrögð við heilahristingi.“Meiri meðvitund Fyrirlesturinn í síðustu viku var vel sóttur og hefur vonandi þau áhrif að auka enn frekar meðvitund þjálfara og forsvarsmanna íþróttafélaga á alvarlegum áhrifum heilahristings. „Fyrirlesturinn var haldinn í samvinnu við KSÍ með Reyni Björnsson heimilislækni í fararbroddi en hann hefur unnið brautryðjandastarf við að vekja athygli á heilahristingi í íþróttum, m.a. með ýmsum fræðslumyndböndum. Auk þess hefur hann sett saman ítarlegan fræðslubækling sem er aðgengilegur á heimasíðu KSÍ og allir í íþróttahreyfingunni ættu að kynna sér.“
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sjá meira