Körfuboltakvöld: Valur gæti verið í Evrópukeppni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 23:00 Hallveig Jónsdóttir og stöllur hennar eru heitasta lið landsins um þessar mundir vísir/bára Það var stórleikur í toppbaráttu Domino's deildar kvenna í Keflavík í 19. umferð þegar Valur sótti toppliðið heim. „Ég er búinn að hrósa þessu Valsliði meira en góðu hófi gegnir eftir að Helena kom, þetta lið lítur út fyrir að geta farið í Evrópukeppni, þær eru það góðar,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu umferðina upp á föstudagskvöld. Valur vann leikinn að lokum örugglega 75-94 og minnkaði forskotið í Keflavík á toppnum niður í tvö stig. „Keflavík að sama skapi, mig langar að hrósa þeim. Það sem fólk kannski skilur ekki og sér ekki er að Keflavík missti besta leikmanninn sinn frá því í fyrra. Bryndís er reyndar komin til baka, en þær eru bara með einn erlendan leikmann á móti því að öll önnur lið eru með fleiri, og þær eru í efsta sæti áfram KR í deildinni,“ hélt Jón Halldór áfram. „Þessi þriðji leikhluti í þessum leik var eitt það flottasta sem ég hef séð í deildinni í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson. „Keflavík hefði unnið flest lið í deildinni með þeim leik.“ Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik í liði Vals, eins og svo oft áður með 32 stig og 12 stoðsendingar.Helena Sverrisdóttir átti stórgóðan leiks2 sport„Maður getur ekkert talað í kringum þennan hlut, hún er ekki best heldur langbest í deildinni. Með virðingu fyrir öllum öðrum, þá ræður enginn við hana,“ sagði Jón Halldór. „Hún er á næsta leveli fyrir ofan,“ bætti Hermann Hauksson við. Hin unga og efnilega Birna Valgerður Benónýsdóttir var frábær í liði Keflavíkur með 23 stig. „Hún getur þetta allt saman. Ef að hausinn er rétt skrúfaður á þá gerast góðir hlutir,“ sagði Jón Halldór. „Undanfarin ár þegar við höfum verið að ræða Domino's deild kvenna, stór hluti þeirra leikmanna sem eru að bera upp liðin og eru að skora helling, þetta eru bara börn.“ „Það er ótrúlega gaman að sjá þessa krakka blómstra svona,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna um 19. umferð kvennadeildarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Valsliðið nógu gott til að vera í Evrópukeppni Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Það var stórleikur í toppbaráttu Domino's deildar kvenna í Keflavík í 19. umferð þegar Valur sótti toppliðið heim. „Ég er búinn að hrósa þessu Valsliði meira en góðu hófi gegnir eftir að Helena kom, þetta lið lítur út fyrir að geta farið í Evrópukeppni, þær eru það góðar,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu umferðina upp á föstudagskvöld. Valur vann leikinn að lokum örugglega 75-94 og minnkaði forskotið í Keflavík á toppnum niður í tvö stig. „Keflavík að sama skapi, mig langar að hrósa þeim. Það sem fólk kannski skilur ekki og sér ekki er að Keflavík missti besta leikmanninn sinn frá því í fyrra. Bryndís er reyndar komin til baka, en þær eru bara með einn erlendan leikmann á móti því að öll önnur lið eru með fleiri, og þær eru í efsta sæti áfram KR í deildinni,“ hélt Jón Halldór áfram. „Þessi þriðji leikhluti í þessum leik var eitt það flottasta sem ég hef séð í deildinni í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson. „Keflavík hefði unnið flest lið í deildinni með þeim leik.“ Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik í liði Vals, eins og svo oft áður með 32 stig og 12 stoðsendingar.Helena Sverrisdóttir átti stórgóðan leiks2 sport„Maður getur ekkert talað í kringum þennan hlut, hún er ekki best heldur langbest í deildinni. Með virðingu fyrir öllum öðrum, þá ræður enginn við hana,“ sagði Jón Halldór. „Hún er á næsta leveli fyrir ofan,“ bætti Hermann Hauksson við. Hin unga og efnilega Birna Valgerður Benónýsdóttir var frábær í liði Keflavíkur með 23 stig. „Hún getur þetta allt saman. Ef að hausinn er rétt skrúfaður á þá gerast góðir hlutir,“ sagði Jón Halldór. „Undanfarin ár þegar við höfum verið að ræða Domino's deild kvenna, stór hluti þeirra leikmanna sem eru að bera upp liðin og eru að skora helling, þetta eru bara börn.“ „Það er ótrúlega gaman að sjá þessa krakka blómstra svona,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna um 19. umferð kvennadeildarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Valsliðið nógu gott til að vera í Evrópukeppni
Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum