Körfuboltakvöld: Valur gæti verið í Evrópukeppni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 23:00 Hallveig Jónsdóttir og stöllur hennar eru heitasta lið landsins um þessar mundir vísir/bára Það var stórleikur í toppbaráttu Domino's deildar kvenna í Keflavík í 19. umferð þegar Valur sótti toppliðið heim. „Ég er búinn að hrósa þessu Valsliði meira en góðu hófi gegnir eftir að Helena kom, þetta lið lítur út fyrir að geta farið í Evrópukeppni, þær eru það góðar,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu umferðina upp á föstudagskvöld. Valur vann leikinn að lokum örugglega 75-94 og minnkaði forskotið í Keflavík á toppnum niður í tvö stig. „Keflavík að sama skapi, mig langar að hrósa þeim. Það sem fólk kannski skilur ekki og sér ekki er að Keflavík missti besta leikmanninn sinn frá því í fyrra. Bryndís er reyndar komin til baka, en þær eru bara með einn erlendan leikmann á móti því að öll önnur lið eru með fleiri, og þær eru í efsta sæti áfram KR í deildinni,“ hélt Jón Halldór áfram. „Þessi þriðji leikhluti í þessum leik var eitt það flottasta sem ég hef séð í deildinni í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson. „Keflavík hefði unnið flest lið í deildinni með þeim leik.“ Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik í liði Vals, eins og svo oft áður með 32 stig og 12 stoðsendingar.Helena Sverrisdóttir átti stórgóðan leiks2 sport„Maður getur ekkert talað í kringum þennan hlut, hún er ekki best heldur langbest í deildinni. Með virðingu fyrir öllum öðrum, þá ræður enginn við hana,“ sagði Jón Halldór. „Hún er á næsta leveli fyrir ofan,“ bætti Hermann Hauksson við. Hin unga og efnilega Birna Valgerður Benónýsdóttir var frábær í liði Keflavíkur með 23 stig. „Hún getur þetta allt saman. Ef að hausinn er rétt skrúfaður á þá gerast góðir hlutir,“ sagði Jón Halldór. „Undanfarin ár þegar við höfum verið að ræða Domino's deild kvenna, stór hluti þeirra leikmanna sem eru að bera upp liðin og eru að skora helling, þetta eru bara börn.“ „Það er ótrúlega gaman að sjá þessa krakka blómstra svona,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna um 19. umferð kvennadeildarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Valsliðið nógu gott til að vera í Evrópukeppni Dominos-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Það var stórleikur í toppbaráttu Domino's deildar kvenna í Keflavík í 19. umferð þegar Valur sótti toppliðið heim. „Ég er búinn að hrósa þessu Valsliði meira en góðu hófi gegnir eftir að Helena kom, þetta lið lítur út fyrir að geta farið í Evrópukeppni, þær eru það góðar,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu umferðina upp á föstudagskvöld. Valur vann leikinn að lokum örugglega 75-94 og minnkaði forskotið í Keflavík á toppnum niður í tvö stig. „Keflavík að sama skapi, mig langar að hrósa þeim. Það sem fólk kannski skilur ekki og sér ekki er að Keflavík missti besta leikmanninn sinn frá því í fyrra. Bryndís er reyndar komin til baka, en þær eru bara með einn erlendan leikmann á móti því að öll önnur lið eru með fleiri, og þær eru í efsta sæti áfram KR í deildinni,“ hélt Jón Halldór áfram. „Þessi þriðji leikhluti í þessum leik var eitt það flottasta sem ég hef séð í deildinni í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson. „Keflavík hefði unnið flest lið í deildinni með þeim leik.“ Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik í liði Vals, eins og svo oft áður með 32 stig og 12 stoðsendingar.Helena Sverrisdóttir átti stórgóðan leiks2 sport„Maður getur ekkert talað í kringum þennan hlut, hún er ekki best heldur langbest í deildinni. Með virðingu fyrir öllum öðrum, þá ræður enginn við hana,“ sagði Jón Halldór. „Hún er á næsta leveli fyrir ofan,“ bætti Hermann Hauksson við. Hin unga og efnilega Birna Valgerður Benónýsdóttir var frábær í liði Keflavíkur með 23 stig. „Hún getur þetta allt saman. Ef að hausinn er rétt skrúfaður á þá gerast góðir hlutir,“ sagði Jón Halldór. „Undanfarin ár þegar við höfum verið að ræða Domino's deild kvenna, stór hluti þeirra leikmanna sem eru að bera upp liðin og eru að skora helling, þetta eru bara börn.“ „Það er ótrúlega gaman að sjá þessa krakka blómstra svona,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna um 19. umferð kvennadeildarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Valsliðið nógu gott til að vera í Evrópukeppni
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira