Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins tvöfaldast á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2019 20:30 Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins munu tvöfaldast á þessu ári og margfaldast á allra næstu árum að sögn forstjóra fyrirtækisins. Iðnaðarráðherra upplýsti á aðalfundi Landsvirkjunar í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup á eignarhlut fyrirtækisins í orkudreifingarfyrirtækinu Landsneti. Á ársfundi Landsvirkjunar í dag kom fram að afkoma fyrirtækisins hefur batnað mikið á undanförnum árum vegna lækkunar skulda og aukinnar orkusölu á hærra verði. Þannig var methagnaður á fyrirtækinu í fyrra, 184 milljónir dollara eða tæpir 22 milljarðar króna. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig arðgreiðslur Landsvirkjunar geta aukist á næstu tíu árum miðað við nýliðinn áratug vegna lækkandi endurgreiðslna skulda og minni fjárfestinga.Grafík/Stöð 2Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins tvöfaldast á þessu ári og verða um þrír milljarðar króna. „Við höfum undanfarin ár verið að borga um einn og hálfan milljarð. Við getum farið að auka það núna stigvaxandi og getur orðið innan nokkurra ára tíu til tuttugu milljarðar,” segir Hörður. Eftir gildistöku nýrra raforkulaga árið 2003 taka samningar Landsvirkjunar um raforkuverð alfarið mið af alþjóðlegum markaðsforsendum. Í dag eru 60 prósent raforku til stóriðju samkvæmt þeim samningum sem gefa mun betra verð en eldri samningar. „Til lengri tíma litið má segja að í sumum tilvikum værum við að horfa á allt að tvöföldun frá því sem það var áður,” segir Hörður. Þá hafi orkufrekum viðskiptavinum fjölgað úr fjórum í tíu á næstu arum og innan skamms yrðu níu þeirra að kaupa orkuna samkvæmt nýju samningsmarkmiðunum. Iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sínu á fundinum að þriðji orkupakki Evrópusambandsins væri eðlilegt framhald fyrri markaðspökkum sem sem hefðu tryggt aukna samkeppni og hagkvæmni í framleiðslu og dreifingu orku. Skilja þyrfti á milli alfarið á milli Landsvirkjunar og orkudreifingarfyrirtækisins Landsnets sem í dag væri í meirihlutaeigu Landsvirkjunar. „Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets. Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila ef viðræðurnar gefa tilefni til,” sagði Þórdís Kolbrún.Grafík/Stöð 2 Orkumál Tengdar fréttir Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. 28. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins munu tvöfaldast á þessu ári og margfaldast á allra næstu árum að sögn forstjóra fyrirtækisins. Iðnaðarráðherra upplýsti á aðalfundi Landsvirkjunar í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup á eignarhlut fyrirtækisins í orkudreifingarfyrirtækinu Landsneti. Á ársfundi Landsvirkjunar í dag kom fram að afkoma fyrirtækisins hefur batnað mikið á undanförnum árum vegna lækkunar skulda og aukinnar orkusölu á hærra verði. Þannig var methagnaður á fyrirtækinu í fyrra, 184 milljónir dollara eða tæpir 22 milljarðar króna. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig arðgreiðslur Landsvirkjunar geta aukist á næstu tíu árum miðað við nýliðinn áratug vegna lækkandi endurgreiðslna skulda og minni fjárfestinga.Grafík/Stöð 2Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins tvöfaldast á þessu ári og verða um þrír milljarðar króna. „Við höfum undanfarin ár verið að borga um einn og hálfan milljarð. Við getum farið að auka það núna stigvaxandi og getur orðið innan nokkurra ára tíu til tuttugu milljarðar,” segir Hörður. Eftir gildistöku nýrra raforkulaga árið 2003 taka samningar Landsvirkjunar um raforkuverð alfarið mið af alþjóðlegum markaðsforsendum. Í dag eru 60 prósent raforku til stóriðju samkvæmt þeim samningum sem gefa mun betra verð en eldri samningar. „Til lengri tíma litið má segja að í sumum tilvikum værum við að horfa á allt að tvöföldun frá því sem það var áður,” segir Hörður. Þá hafi orkufrekum viðskiptavinum fjölgað úr fjórum í tíu á næstu arum og innan skamms yrðu níu þeirra að kaupa orkuna samkvæmt nýju samningsmarkmiðunum. Iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sínu á fundinum að þriðji orkupakki Evrópusambandsins væri eðlilegt framhald fyrri markaðspökkum sem sem hefðu tryggt aukna samkeppni og hagkvæmni í framleiðslu og dreifingu orku. Skilja þyrfti á milli alfarið á milli Landsvirkjunar og orkudreifingarfyrirtækisins Landsnets sem í dag væri í meirihlutaeigu Landsvirkjunar. „Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets. Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila ef viðræðurnar gefa tilefni til,” sagði Þórdís Kolbrún.Grafík/Stöð 2
Orkumál Tengdar fréttir Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. 28. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. 28. febrúar 2019 14:16