Einkafjárfestar þurfa að láta til sín taka Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 27. febrúar 2019 09:00 Helgi Magnússon hélt útgáfuhóf í Gamla bíói. Guðmundur Kristinn Jóhannesson Vöntun er á einkafjárfestum sem veita skráðum íslenskum félögum örugga forystu í góðu samstarfi við stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóði, vátryggingarfélög og aðra söfnunarsjóði. Það er ein af ástæðum mikillar velgengni Marels á seinni árum að sögn Helga Magnússonar fjárfestis sem hefur nú gefið út endurminningabókina Lífið í lit. Hann hefur átt sæti í stjórn Marels síðustu 14 ár. „Samsetning hluthafahóps Marels hefur reynst félaginu gríðarlega mikilvæg og hún hefur verið mjög ólík þeirri samsetningu sem hefur einkennt mörg önnur skráð fyrirtæki á markaðinum hér heima eftir hrun,“ segir Helgi í samtali við Markaðinn og nefnir að Eyrir hafi verið kjölfestufjárfestir í Marel frá árinu 2005. Síðan þá hafi velta félagsins nífaldast, EBIT-afkoma sextánfaldast og nettóhagnaður tuttugufaldast í evrum talið. „Það hefur víða skort forystu í hluthafahóp skráðra félaga eins og til dæmis Icelandair þar sem einkafjárfestar hafa því miður lítið fjárfest á seinni árum. Óskandi væri að breyting yrði þar á. Sem betur fer hafa íslenskir einkafjárfestar látið til sín taka að nýju í Eimskip og HB Granda, og þetta þarf að eiga sér stað hjá fleiri félögum. Smærri fjárfestar eru rólegri ef þeir vita af öruggri forystu í hluthafahópnum. Það gengur ekki lengur að vísa á hrun sem varð fyrir meira en áratug. Þjóðin er búin að vera of lengi föst í því fari.“Stjórnarmenn taki áhættu Helgi hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetu í atvinnulífinu. Í endurminningabók sinni, sem er rituð af Birni Jóni Bragasyni, kemur hann einnig inn á mikilvægi þess að stjórnarmenn hafi beina hagsmuni af velgengni þeirra fyrirtækja sem þeir sitja í stjórn hjá. „Það hefur aðeins verið í tísku að sækja fólk til stjórnarsetu sem tengist viðkomandi félögum ekkert og á helst ekkert í þeim. Ég tel hins vegar verulegan styrk að því að stjórnarmenn fjárfesti í atvinnulífinu og þori að taka áhættu með öðrum hluthöfum,“ segir Helgi. „Þeir njóta þannig velgengni með fyrirtækjunum þegar vel gengur og þjást með þeim ef á móti blæs. Mér finnst það eðlilegra en að vera laus allra mála og eiga ekkert undir.“ Tvær nefndir féllu á prófinu Tilnefningarnefndum hefur verið komið á fót í meira en helmingi skráðra félaga á aðallista Kauphallarinnar. Marel er eitt þeirra sem hefur enn ekki komið á fót tilnefningarnefnd en breyting kann að verða á því. Helgi efast um mikla gagnsemi tilnefningarnefnda í smáu hagkerfi á borð við það íslenska. „Okkur er stundum tamt að bera okkur gagnrýnislaust saman við risasamfélög. Tilnefningarnefndir eru nauðsynlegar þar sem hluthafar skipta tugum þúsunda eða jafnvel hundruðum þúsunda og stærstu hlutir eru afar smáir. Þá eru tilnefningarnefndir óhjákvæmilegar. Hérna eru hluthafar oft í kringum eitt þúsund og 10 stærstu hluthafarnir fara gjarnan með 60 til 80 prósent alls hlutafjár. Þá ætti þetta að horfa öðruvísi við,“ segir Helgi. „Tilnefningarnefndir verða prófaðar hér næstu árin og svo skulum við sjá til hverju fram vindur. Enn sem komið er þykir mér reynslan af nefndunum ekki góð. Þannig tel ég að þær hafi fallið á prófum bæði hjá VÍS og í Högum. Það er ekki góð byrjun,“ segir Helgi en minnir á að tilnefningarnefndir geti ekki orðið nema ráðgefandi. Hluthafar fyrirtækjanna hafa valdið á hluthafafundum hver sem ráðgjöf nefnda kann að vera. Hluthafarnir eru ekki að framselja vald sitt. Þeir með reynslu af rekstri nálgast oft störf sín í stjórnum með öðrum hætti Helgi segist leggja mikið upp úr því að til setu í stjórnum fyrirtækja veljist fólk með víðtæka reynslu af rekstri. „Með því er ég ekki að gera lítið úr fræðimönnum og öðrum sem telja sig vita nákvæmlega hvernig á að láta dæmin ganga upp án þess að hafa prófað sjálfir. Ég met rekstrarreynslu úr raunheimum miklu meira,“ segir Helgi. Þessi orð ríma við það sem kemur fram í einum kafla í endurminningabókinni. „Mér hefur sýnst að þeir sem hafa reynslu af rekstri fyrirtækja nálgist oft störf sín í stjórnum með öðrum hætti en hinir. Það er mikilvæg reynsla að hafa þurft að bera ábyrgð á daglegum rekstri eins og að hafa fólk í vinnu, tryggja að tekjur séu meiri en útgjöld, eiga fyrir launum um mánaðamót, eiga fyrir virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum á réttum tíma og yfirhöfuð þurfa að láta dæmið ganga upp — ná endum saman. Oft má heyra fólk dæma um rekstur fyrirtækja, smárra og stórra, fólk sem hefur aldrei þurft að bera ábyrgð á rekstri, hefur aldrei þurft að eiga fyrir launum eða virðisaukaskatti en þegið laun sín örugglega frá öðrum skilvíslega um hver mánaðamót. Þetta á því miður oft við um stjórnmálamenn, embættismenn, fræðimenn og aðra sem gjarnan vita nákvæmlega hvernig á að gera hlutina en hafa aldrei prófað það sjálfir. Ég met reynslu þeirra meira sem hafa þurft að láta dæmin ganga upp á eigin ábyrgð.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Vöntun er á einkafjárfestum sem veita skráðum íslenskum félögum örugga forystu í góðu samstarfi við stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóði, vátryggingarfélög og aðra söfnunarsjóði. Það er ein af ástæðum mikillar velgengni Marels á seinni árum að sögn Helga Magnússonar fjárfestis sem hefur nú gefið út endurminningabókina Lífið í lit. Hann hefur átt sæti í stjórn Marels síðustu 14 ár. „Samsetning hluthafahóps Marels hefur reynst félaginu gríðarlega mikilvæg og hún hefur verið mjög ólík þeirri samsetningu sem hefur einkennt mörg önnur skráð fyrirtæki á markaðinum hér heima eftir hrun,“ segir Helgi í samtali við Markaðinn og nefnir að Eyrir hafi verið kjölfestufjárfestir í Marel frá árinu 2005. Síðan þá hafi velta félagsins nífaldast, EBIT-afkoma sextánfaldast og nettóhagnaður tuttugufaldast í evrum talið. „Það hefur víða skort forystu í hluthafahóp skráðra félaga eins og til dæmis Icelandair þar sem einkafjárfestar hafa því miður lítið fjárfest á seinni árum. Óskandi væri að breyting yrði þar á. Sem betur fer hafa íslenskir einkafjárfestar látið til sín taka að nýju í Eimskip og HB Granda, og þetta þarf að eiga sér stað hjá fleiri félögum. Smærri fjárfestar eru rólegri ef þeir vita af öruggri forystu í hluthafahópnum. Það gengur ekki lengur að vísa á hrun sem varð fyrir meira en áratug. Þjóðin er búin að vera of lengi föst í því fari.“Stjórnarmenn taki áhættu Helgi hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetu í atvinnulífinu. Í endurminningabók sinni, sem er rituð af Birni Jóni Bragasyni, kemur hann einnig inn á mikilvægi þess að stjórnarmenn hafi beina hagsmuni af velgengni þeirra fyrirtækja sem þeir sitja í stjórn hjá. „Það hefur aðeins verið í tísku að sækja fólk til stjórnarsetu sem tengist viðkomandi félögum ekkert og á helst ekkert í þeim. Ég tel hins vegar verulegan styrk að því að stjórnarmenn fjárfesti í atvinnulífinu og þori að taka áhættu með öðrum hluthöfum,“ segir Helgi. „Þeir njóta þannig velgengni með fyrirtækjunum þegar vel gengur og þjást með þeim ef á móti blæs. Mér finnst það eðlilegra en að vera laus allra mála og eiga ekkert undir.“ Tvær nefndir féllu á prófinu Tilnefningarnefndum hefur verið komið á fót í meira en helmingi skráðra félaga á aðallista Kauphallarinnar. Marel er eitt þeirra sem hefur enn ekki komið á fót tilnefningarnefnd en breyting kann að verða á því. Helgi efast um mikla gagnsemi tilnefningarnefnda í smáu hagkerfi á borð við það íslenska. „Okkur er stundum tamt að bera okkur gagnrýnislaust saman við risasamfélög. Tilnefningarnefndir eru nauðsynlegar þar sem hluthafar skipta tugum þúsunda eða jafnvel hundruðum þúsunda og stærstu hlutir eru afar smáir. Þá eru tilnefningarnefndir óhjákvæmilegar. Hérna eru hluthafar oft í kringum eitt þúsund og 10 stærstu hluthafarnir fara gjarnan með 60 til 80 prósent alls hlutafjár. Þá ætti þetta að horfa öðruvísi við,“ segir Helgi. „Tilnefningarnefndir verða prófaðar hér næstu árin og svo skulum við sjá til hverju fram vindur. Enn sem komið er þykir mér reynslan af nefndunum ekki góð. Þannig tel ég að þær hafi fallið á prófum bæði hjá VÍS og í Högum. Það er ekki góð byrjun,“ segir Helgi en minnir á að tilnefningarnefndir geti ekki orðið nema ráðgefandi. Hluthafar fyrirtækjanna hafa valdið á hluthafafundum hver sem ráðgjöf nefnda kann að vera. Hluthafarnir eru ekki að framselja vald sitt. Þeir með reynslu af rekstri nálgast oft störf sín í stjórnum með öðrum hætti Helgi segist leggja mikið upp úr því að til setu í stjórnum fyrirtækja veljist fólk með víðtæka reynslu af rekstri. „Með því er ég ekki að gera lítið úr fræðimönnum og öðrum sem telja sig vita nákvæmlega hvernig á að láta dæmin ganga upp án þess að hafa prófað sjálfir. Ég met rekstrarreynslu úr raunheimum miklu meira,“ segir Helgi. Þessi orð ríma við það sem kemur fram í einum kafla í endurminningabókinni. „Mér hefur sýnst að þeir sem hafa reynslu af rekstri fyrirtækja nálgist oft störf sín í stjórnum með öðrum hætti en hinir. Það er mikilvæg reynsla að hafa þurft að bera ábyrgð á daglegum rekstri eins og að hafa fólk í vinnu, tryggja að tekjur séu meiri en útgjöld, eiga fyrir launum um mánaðamót, eiga fyrir virðisaukaskatti og öðrum opinberum gjöldum á réttum tíma og yfirhöfuð þurfa að láta dæmið ganga upp — ná endum saman. Oft má heyra fólk dæma um rekstur fyrirtækja, smárra og stórra, fólk sem hefur aldrei þurft að bera ábyrgð á rekstri, hefur aldrei þurft að eiga fyrir launum eða virðisaukaskatti en þegið laun sín örugglega frá öðrum skilvíslega um hver mánaðamót. Þetta á því miður oft við um stjórnmálamenn, embættismenn, fræðimenn og aðra sem gjarnan vita nákvæmlega hvernig á að gera hlutina en hafa aldrei prófað það sjálfir. Ég met reynslu þeirra meira sem hafa þurft að láta dæmin ganga upp á eigin ábyrgð.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29