Þrýstingur á Maduro eykst Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Frá landamærum Venesúela að Kólumbíu á laugardaginn. Nordicphotos/Getty Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. Guaidó lét ummælin falla eftir að til blóðugra átaka kom á landamærum Venesúlea að Kólumbíu og Brasilíu á laugardaginn. Stjórnarandstæðingar freistuðu þess að koma neyðargögnum inn í landið en þegar þeir freistuðu þess að fara yfir landamærin brutust út átök milli þeirra og öryggissveita. Tveir létu lífið, þar á meðal 14 ára gamall drengur, og fjöldi særðist að sögn mannréttindasamtaka í Venesúela. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að sömu samtök fullyrði að eldur hafi verið borinn að neyðargögnum sem biðu þess að komast í hendur óbreyttra borgara í landinu. Ljóst er að atburðir helgarinnar eru aðeins til þess fallnir að auka þrýsting á Maduro forseta. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdu aðgerðir venesúelsku stjórnarinnar. Í sama streng tók Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í gær: „Við höfnum því alfarið að vopnaðar sveitir séu notaðar til að ógna óbreyttum borgurum og kjörnum fulltrúum sem hafa beitt sér fyrir því að neyðargögn komist inn í landið.“ Yfir 50 lönd hafa lýst stuðningi við Juan Guaidó en hann tilkynnti í síðasta mánuði að hann væri tímabundinn forseti Venesúela. Guaidó er forseti venesúelska þingsins, en samkvæmt ákvæðum í stjórnarskrá landsins getur þingforseti gengið í störf forseta í fjarveru sitjandi forseta. Stjórnarandstaðan telur þetta ákvæði í gildi þar sem verulegir annmarkar hafi verið á síðustu kosningum. Guaidó hefur tilkynnt að hann muni sitja fund leiðtoga í rómönsku Ameríku í Bógóta í Kólumbíu í dag, þrátt fyrir að Maduro hafi sett hann í farbann. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir daga Maduro talda Pompeo var ómyrkur í máli í samtali við CNN í dag. 24. febrúar 2019 18:48 Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. Guaidó lét ummælin falla eftir að til blóðugra átaka kom á landamærum Venesúlea að Kólumbíu og Brasilíu á laugardaginn. Stjórnarandstæðingar freistuðu þess að koma neyðargögnum inn í landið en þegar þeir freistuðu þess að fara yfir landamærin brutust út átök milli þeirra og öryggissveita. Tveir létu lífið, þar á meðal 14 ára gamall drengur, og fjöldi særðist að sögn mannréttindasamtaka í Venesúela. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að sömu samtök fullyrði að eldur hafi verið borinn að neyðargögnum sem biðu þess að komast í hendur óbreyttra borgara í landinu. Ljóst er að atburðir helgarinnar eru aðeins til þess fallnir að auka þrýsting á Maduro forseta. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdu aðgerðir venesúelsku stjórnarinnar. Í sama streng tók Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í gær: „Við höfnum því alfarið að vopnaðar sveitir séu notaðar til að ógna óbreyttum borgurum og kjörnum fulltrúum sem hafa beitt sér fyrir því að neyðargögn komist inn í landið.“ Yfir 50 lönd hafa lýst stuðningi við Juan Guaidó en hann tilkynnti í síðasta mánuði að hann væri tímabundinn forseti Venesúela. Guaidó er forseti venesúelska þingsins, en samkvæmt ákvæðum í stjórnarskrá landsins getur þingforseti gengið í störf forseta í fjarveru sitjandi forseta. Stjórnarandstaðan telur þetta ákvæði í gildi þar sem verulegir annmarkar hafi verið á síðustu kosningum. Guaidó hefur tilkynnt að hann muni sitja fund leiðtoga í rómönsku Ameríku í Bógóta í Kólumbíu í dag, þrátt fyrir að Maduro hafi sett hann í farbann.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir daga Maduro talda Pompeo var ómyrkur í máli í samtali við CNN í dag. 24. febrúar 2019 18:48 Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir daga Maduro talda Pompeo var ómyrkur í máli í samtali við CNN í dag. 24. febrúar 2019 18:48
Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00
Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15