Beita táragasi á mótmælendur sem krefjast neyðaraðstoðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 15:45 Mótmælandi kastar grjóti í átt að þjóðvarðarliðinu í landamærabænum Urena. Rodrigo Abd/AP Þjóðvarðarlið Venesúela beitti í dag táragasi á almenna borgara sem reyndu að liðka fyrir því að landamæri Venesúela og Kólumbíu yrðu opnuð svo hægt væri að koma neyðaraðstoð og hjálpargögnum inn í landið. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu og yfirlýstur forseti landsins, hefur heitið því að hleypa neyðaraðstoð inn í landið en sitjandi forseti, Nicólás Maduro, hefur staðið fastur á því að hleypa engri slíkri aðstoð inn í landið. Stjórnarandstaðan hefur biðlað til almennra borgara að greiða leið flutningabíla, sem eiga að flytja 200 tonn af hjálpargögnum, inn í landið. Hjálpargögnin eru að miklum meirihluta útveguð af Bandarískum yfirvöldum, sem standa fast við bakið á hinum yfirlýsta forseta, Guaidó. Átökin hófust snemma morguns að staðartíma við landamærabrúnna í Urena, þar sem borgarar hófu að fjarlægja málmvegtálma og gaddavír sem hindraði inngöngu flutningabílanna inn í landið. Þjóðvarðarliðið brást þá við af mikilli hörku og beitti táragasi á mótmælendur, sem sumir hverjir voru grímuklæddir og hentu grjóti í átt að hermönnunum. Í gær féllu tvö fyrir hendi venesúelskra hermanna og aðrir fimmtán særðust nálægt landamærum Venesúela og Brasilíu þegar borgarar kröfðust þess að hjálpargögnum yrði hleypt inn í landið. Venesúela Tengdar fréttir Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 30 milljónir til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela Íslensk stjórnvöld munu verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 18. febrúar 2019 18:17 Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þjóðvarðarlið Venesúela beitti í dag táragasi á almenna borgara sem reyndu að liðka fyrir því að landamæri Venesúela og Kólumbíu yrðu opnuð svo hægt væri að koma neyðaraðstoð og hjálpargögnum inn í landið. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu og yfirlýstur forseti landsins, hefur heitið því að hleypa neyðaraðstoð inn í landið en sitjandi forseti, Nicólás Maduro, hefur staðið fastur á því að hleypa engri slíkri aðstoð inn í landið. Stjórnarandstaðan hefur biðlað til almennra borgara að greiða leið flutningabíla, sem eiga að flytja 200 tonn af hjálpargögnum, inn í landið. Hjálpargögnin eru að miklum meirihluta útveguð af Bandarískum yfirvöldum, sem standa fast við bakið á hinum yfirlýsta forseta, Guaidó. Átökin hófust snemma morguns að staðartíma við landamærabrúnna í Urena, þar sem borgarar hófu að fjarlægja málmvegtálma og gaddavír sem hindraði inngöngu flutningabílanna inn í landið. Þjóðvarðarliðið brást þá við af mikilli hörku og beitti táragasi á mótmælendur, sem sumir hverjir voru grímuklæddir og hentu grjóti í átt að hermönnunum. Í gær féllu tvö fyrir hendi venesúelskra hermanna og aðrir fimmtán særðust nálægt landamærum Venesúela og Brasilíu þegar borgarar kröfðust þess að hjálpargögnum yrði hleypt inn í landið.
Venesúela Tengdar fréttir Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10 30 milljónir til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela Íslensk stjórnvöld munu verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 18. febrúar 2019 18:17 Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Lofar því að neyðaraðstoð berist Juan Guaido sjálfskipaður leiðtogi Venesúela fullvissaði tugþúsundir stuðningsmanna sinna á fjöldafundi í gærkvöldi að hjálparaðstoð muni berast til landsins, þrátt fyrir að Maduro forseti hafi hingað til komið í veg fyrir birgðaflutningana. 13. febrúar 2019 08:10
30 milljónir til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela Íslensk stjórnvöld munu verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 18. febrúar 2019 18:17
Hafnar fullyrðingum um herlið í Venesúela Bruno Rodriguez, utanríkisráðherra Kúbu, hafnar fullyrðingum ríkistjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Kúba sé með herlið í Venesúela. 19. febrúar 2019 23:30