100 þúsund lítrar af mysu í Lagarfljót í hverri viku Sveinn Arnarsson skrifar 22. febrúar 2019 06:15 Lagarfljótið tekur við um 120 þúsund lítrum af mysu í viku hverri. Ekki hefur verið rannsakað hvaða áhrif það kann að hafa á lífríki í fljótinu að sögn framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Fréttablaðið/GVA Heilbrigðiseftirlit Austurlands gagnrýnir Mjólkursamsöluna harðlega fyrir að hafa ekki efnt eigin loforð um hreinsun á mengandi efnum úr mjólkurstöðinni á Egilsstöðum en það loforð var sett í maí árið 2017. Frá þeim tíma hafa á milli 100 og 120 þúsund tonn af mysu runnið út í fráveitukerfið í viku hverri og þaðan í Lagarfljót. MS segir tafir hafa orðið vegna uppsetningar síubúnaðar. Heilbrigðiseftirlitið samþykkti úrbótaáætlun MS í maí árið 2017. Áætlunin gerði ráð fyrir því að framkvæmdum varðandi hreinsun á fráveituvatni yrði lokið um síðustu áramót.Óljóst er hvaða áhrif mysan kann að hafa á lífríki Lagarfljóts. Algengt er að ferðamenn baði sig í fljótinu á heitum sumardögum.Heilbrigðiseftirlitið fór í eftirlitsferð þann 15. janúar og þar kom í ljós að fyrirtækið hafði ekki farið eftir úrbótaáætluninni. Hvorki var búið að koma á próteinhreinsun né laktósahreinsun sem átti að vera komin fyrir áramót. Á bilinu 100 til 120 þúsund lítrar af mysu renna því í fráveitukerfið og í samtali við Fréttablaðið sagði Leifur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits austurlands, að ekki væri vitað hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir lífríkið í Lagarfljóti. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi heilbrigðisnefndar sem hefur áhyggjur áf stöðunni. Gagnrýnir nefndin fyrirtækið í bókun. „Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið vegna vanefnda á eigin úrbótaáætlun. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að sýni verði tekin af fráveituvatni sem allra fyrst þar sem mælt verður heildarmagn mengandi efna og rennsli frá vinnslunni. Þannig að unnt verði að meta álag á fráveitukerfi og viðtaka,“ segir í bókuninni. Fyrirtækinu er gert að skila inn gögnum fyrir 1. apríl næstkomandi.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, upplýsingafulltrúi MS.Sunna Gunnars Marteins, upplýsingafulltrúi MS, segir fyrirtækið hafa skýra stefnu og markmið í frárennslismálum og vilja fara eftir öllum settum reglum og viðmiðum þar að lútandi. „Góð sátt um fyrirkomulag á frárennsli og umhverfismálum eru ótvíræðir hagsmunir Mjólkursamsölunnar. Því miður hafa orðið tafir vegna uppsetningar á fullkomnum síunarbúnaði,“ segir Sunna. Mjólkursamsalan telur að hluti efnanna sem séu í mysunni sé fangaður nú þegar með fituhreinsun en það eigi eftir að prótein- og laktósahreinsa hann. „Lausn þessa máls er hluti af stærri mynd sem Mjólkursamsalan hefur unnið að af miklum metnaði í samvinnu við Kaupfélag Skagfirðinga. Fyrirtækið Heilsuprótein vinnur hágæða prótein úr ostamysu eins og þeirri sem fellur til á Egilsstöðum. Því er farið að líta á mysuna sem rennur frá ostagerðinni sem verðmætt hráefni og bagalegt að það dragist að þetta hráefni skili sér í framleiðsluna á Sauðárkróki.“ Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Umhverfismál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Austurlands gagnrýnir Mjólkursamsöluna harðlega fyrir að hafa ekki efnt eigin loforð um hreinsun á mengandi efnum úr mjólkurstöðinni á Egilsstöðum en það loforð var sett í maí árið 2017. Frá þeim tíma hafa á milli 100 og 120 þúsund tonn af mysu runnið út í fráveitukerfið í viku hverri og þaðan í Lagarfljót. MS segir tafir hafa orðið vegna uppsetningar síubúnaðar. Heilbrigðiseftirlitið samþykkti úrbótaáætlun MS í maí árið 2017. Áætlunin gerði ráð fyrir því að framkvæmdum varðandi hreinsun á fráveituvatni yrði lokið um síðustu áramót.Óljóst er hvaða áhrif mysan kann að hafa á lífríki Lagarfljóts. Algengt er að ferðamenn baði sig í fljótinu á heitum sumardögum.Heilbrigðiseftirlitið fór í eftirlitsferð þann 15. janúar og þar kom í ljós að fyrirtækið hafði ekki farið eftir úrbótaáætluninni. Hvorki var búið að koma á próteinhreinsun né laktósahreinsun sem átti að vera komin fyrir áramót. Á bilinu 100 til 120 þúsund lítrar af mysu renna því í fráveitukerfið og í samtali við Fréttablaðið sagði Leifur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits austurlands, að ekki væri vitað hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir lífríkið í Lagarfljóti. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi heilbrigðisnefndar sem hefur áhyggjur áf stöðunni. Gagnrýnir nefndin fyrirtækið í bókun. „Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið vegna vanefnda á eigin úrbótaáætlun. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að sýni verði tekin af fráveituvatni sem allra fyrst þar sem mælt verður heildarmagn mengandi efna og rennsli frá vinnslunni. Þannig að unnt verði að meta álag á fráveitukerfi og viðtaka,“ segir í bókuninni. Fyrirtækinu er gert að skila inn gögnum fyrir 1. apríl næstkomandi.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, upplýsingafulltrúi MS.Sunna Gunnars Marteins, upplýsingafulltrúi MS, segir fyrirtækið hafa skýra stefnu og markmið í frárennslismálum og vilja fara eftir öllum settum reglum og viðmiðum þar að lútandi. „Góð sátt um fyrirkomulag á frárennsli og umhverfismálum eru ótvíræðir hagsmunir Mjólkursamsölunnar. Því miður hafa orðið tafir vegna uppsetningar á fullkomnum síunarbúnaði,“ segir Sunna. Mjólkursamsalan telur að hluti efnanna sem séu í mysunni sé fangaður nú þegar með fituhreinsun en það eigi eftir að prótein- og laktósahreinsa hann. „Lausn þessa máls er hluti af stærri mynd sem Mjólkursamsalan hefur unnið að af miklum metnaði í samvinnu við Kaupfélag Skagfirðinga. Fyrirtækið Heilsuprótein vinnur hágæða prótein úr ostamysu eins og þeirri sem fellur til á Egilsstöðum. Því er farið að líta á mysuna sem rennur frá ostagerðinni sem verðmætt hráefni og bagalegt að það dragist að þetta hráefni skili sér í framleiðsluna á Sauðárkróki.“
Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Umhverfismál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira