Hlynur Andrésson stórbætti í dag Íslandsmetið í 3000 metra hlaupi og tryggði sér farseðilinn á EM í Glasgow.
Hlynur hljóp á 7:59,11 mínútum á móti í Bergen í Noregi í dag og varð fyrsti Íslendingurinn til þess að fara vegalengdina á undir átta mínútum.
Íslandsmetið átti Hlynur sjálfur og var það frá því í 9. febrúar þegar hann hljóp á 8:08,24. Hann bætti því metið um tæpar tíu sekúndur.
Tími Hlyns var nógu góður til þess að tryggja hann inn á EM innanhúss sem fer fram í Glasgow í mars.
Hlynur bætti Íslandsmetið og tryggði sig á EM
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn





Fleiri fréttir
