Innlent

Farþegaskipum fjölgar um 24% milli ára

Andri Eysteinsson skrifar
Hið 345 metra langa skip Queen Mary 2 er væntanlegt í júlí. Aldrei hefur jafn langt skip lagt að í Reykjavík.
Hið 345 metra langa skip Queen Mary 2 er væntanlegt í júlí. Aldrei hefur jafn langt skip lagt að í Reykjavík. Getty/James D. Morgan
Áætluð fjölgun farþegaskipa sem koma munu til Faxaflóahafna er rúm 24% milli ára og fjölgun farþega um 22%. Alls eru áætlaðar 200 skipakomur farþegaskipa til Faxaflóahafna með 190.269 farþega. Þetta kemur fram á vef Faxaflóahafna.

Fyrsta farþegaskipið kemur til landsins föstudaginn 15.mars, um er að ræða skipið Astoria sem er gert úr af fyrirtækinu Cruise and Maritime Voyages. Aðalástæðan fyrir komum farþegaskipa á þessum árstíma er aukinn áhugi á norðurljósasiglingum.

Fjöldi farþegaskipa munu koma reglulega til Faxaflóahafna í sumar má þar helst nefna skipið Ocean Diamond sem mun alls koma 16 sinnum í höfn.

19.júlí næstkomandi mun Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 koma til Reykjavíkur en skipið er 345 metra langt og því það lengsta sem komið hefur til Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Stærsta farþegaskipið um norðvesturleiðina

Siglingin markar þáttaskil í sjóferðasögu mannkyns því aldrei fyrr hefur svo stórt farþegaskip siglt þessa leið um heimsskautssvæði norðurslóða.

Fyrsta skipið til Seyðisfjarðar

Fyrsta skemmtiferða­skip sumarsins lagðist að bryggju við Strandarbakka hér á Seyðisfirði í gær. Með skipinu eru rúmlega 500 farþegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×