Þar sem allir geta lifað með reisn Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 7. mars 2019 09:45 Um sumt eru Íslendingar sammála. Við eru sammála um öfluga samneyslu. Við viljum gjaldfrjálsa menntun og við viljum öflugt velferðarkerfi. Til þess leggjum við á skatta. En við beitum líka skattkerfinu til að jafna kjörin. Því að staðreyndin er sú að auknar tekjur skipta fátækan mann meira máli en ríkan. Allir eru sammála um það að um langa hríð hefur sá hópur fólks sem á erfitt með að láta heimilisbókhaldið ganga upp verið of stór. Samkvæmt lífskjararannsókn telur u.þ.b. tíundi hluti þjóðarinnar það mjög erfitt að láta enda ná saman. Það hlýtur að vera markmið samfélagsins að enginn þurfi að hafa áhyggjur af því. Hér þarf að horfa á heildarmyndina og samspil bóta og skatta. Sitjandi ríkisstjórn hefur stýrt aukningu í barnabótakerfið til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur. Þá hefur hækkun leiguverðs komið illa við fólk með lágar tekjur. Von er á úrbótum í húsnæðismálum, en það tekur tíma að snúa við þeirri þróun sem hófst þegar hið félagslega húsnæðiskerfi ríkisins var lagt af undir lok síðustu aldar. Þá þarf að byggja upp hágæða almenningssamgöngur á landsvísu svo það sé val að eiga bíl, en ekki nauðsyn. Með tillögu sérfræðingahóps um skattkerfið, um að búa til lægra þrep fyrir lágar tekjur færumst við nær Norðurlöndunum. Það skilar sér í því að skattprósenta lægstu launa er komin á sama stað og hún var við upphaf staðgreiðslunnar árið 1988. Þá var mikilvægt skref í átt til réttlætis stigið fyrsta janúar síðastliðinn, en héðan í frá munu efra og neðri þrep fylgja sömu vísitölu svo að skattbyrði aukist ekki aftur hjá hinum tekjulægri en haldist óbreytt hjá þeim tekjuhærri þegar laun hækka umfram verðlag. Að öllu þessu vinnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum þjóðfélag þar sem allir geta lifað með reisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Um sumt eru Íslendingar sammála. Við eru sammála um öfluga samneyslu. Við viljum gjaldfrjálsa menntun og við viljum öflugt velferðarkerfi. Til þess leggjum við á skatta. En við beitum líka skattkerfinu til að jafna kjörin. Því að staðreyndin er sú að auknar tekjur skipta fátækan mann meira máli en ríkan. Allir eru sammála um það að um langa hríð hefur sá hópur fólks sem á erfitt með að láta heimilisbókhaldið ganga upp verið of stór. Samkvæmt lífskjararannsókn telur u.þ.b. tíundi hluti þjóðarinnar það mjög erfitt að láta enda ná saman. Það hlýtur að vera markmið samfélagsins að enginn þurfi að hafa áhyggjur af því. Hér þarf að horfa á heildarmyndina og samspil bóta og skatta. Sitjandi ríkisstjórn hefur stýrt aukningu í barnabótakerfið til þeirra sem lægstar hafa tekjurnar til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur. Þá hefur hækkun leiguverðs komið illa við fólk með lágar tekjur. Von er á úrbótum í húsnæðismálum, en það tekur tíma að snúa við þeirri þróun sem hófst þegar hið félagslega húsnæðiskerfi ríkisins var lagt af undir lok síðustu aldar. Þá þarf að byggja upp hágæða almenningssamgöngur á landsvísu svo það sé val að eiga bíl, en ekki nauðsyn. Með tillögu sérfræðingahóps um skattkerfið, um að búa til lægra þrep fyrir lágar tekjur færumst við nær Norðurlöndunum. Það skilar sér í því að skattprósenta lægstu launa er komin á sama stað og hún var við upphaf staðgreiðslunnar árið 1988. Þá var mikilvægt skref í átt til réttlætis stigið fyrsta janúar síðastliðinn, en héðan í frá munu efra og neðri þrep fylgja sömu vísitölu svo að skattbyrði aukist ekki aftur hjá hinum tekjulægri en haldist óbreytt hjá þeim tekjuhærri þegar laun hækka umfram verðlag. Að öllu þessu vinnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum þjóðfélag þar sem allir geta lifað með reisn.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar