Að stjórna - Opið bréf til Katrínar og Bjarna Kári Stefánsson skrifar 7. mars 2019 10:30 Það er svo skrítið með erfiðleika að þeir opna gjarnan augu okkar fyrir tækifærum sem við sæjum annars ekki. Nú standa yfir harðvítug átök á vinnumarkaði. Verkalýðsfélögin krefjast mikillar hækkunar launa á sama tíma og það kreppir að þeim atvinnuvegum sem bera uppi efnahagslíf þjóðarinnar. Launþegar í lægri kantinum segjast ekki geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum og fyrirtækin halda því fram að þau myndu enda í þroti ef launakostnaður ykist. Í þessu tilfelli er ekki loku fyrir það skotið að báðir aðilar hafi rétt fyrir sér. Það er því ekki líklegt að aðilar vinnumarkaðarins geti komist að samkomulagi án þess að eitthvað mikilvægt í íslensku samfélagi liggi í valnum. Það er yfirleitt litið svo á að það sé óæskilegt að ríkisstjórnir skipti sér beint af deilum á vinnumarkaði en akkúrat núna er það ekki bara réttlætanlegt heldur skynsamlegt. Það sem meira er, það býður upp á tækifæri fyrir ríkisstjórnina til þess að sýna töluverða stjórnkænsku við að verja hagsmuni beggja aðila. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að verkefnið er ekki bara að verja efnahagslega heldur líka aðra hagsmuni aðila vinnumarkaðarins eins og tilfinningar þeirra og sjálfsmynd. Eftirfarandi framlag ríkisins gæti gjörbreytt ástandinu: 1. Ríkisstjórnin hafi milligöngu um að leikskólar yrðu ókeypis. Það myndi létta byrðina svo um munaði hjá ungu fólki. Það er skringilegt að það skuli vera skólagjöld á því eina stigi skólakerfisins þar sem börn þeirra sem minnst eiga eru í meirihluta. 2. Hætt yrði að innheimta greiðslu af þeim sem leita til heilbrigðiskerfisins, það yrði fjármagnað alfarið af skattfé. Þegar það er skattlagt til þess að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu er ekki verið að taka fé úr umferð sem gæti búið til meira verðmæti annars staðar sem er algeng röksemd fyrir því að lækka skatta, vegna þess að heilbrigðisþjónustan er ekki munaður heldur nauðsyn og það er borgað fyrir hana hvort sem er. Það má leiða að því rök að um væri að ræða greiðsludreifingu sem lenti að vísu þyngra á þeim ríku en þeim fátæku, sem er kostur í stöðunni. 3. Auka stuðning við grunnskólana vegna þess að þeir eru sá staður þar sem hægt er vinna að því að börn í erfiðum aðstæðum fái tækifæri til jafns við önnur börn. 4. Ríkisstjórnin sjái til þess að verð á rafmagni og hita haldist innan ákveðinna marka. Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, skilaði betri afkomu á síðasta ári en nokkru sinni fyrr en gaf samt út yfirlýsingu um að hún ætlaði að hækka gjaldskrá sína töluvert. Meira að segja í Bandaríkjunum, heimalandi hins óhefta kapítalisma, er fyrirtækjum sem selja rafmagn og hita (utilities) sniðinn þröngur stakkur við verðlagningu. 5. Ríkisstjórnin sjái til þess að laun forstjóra ríkisfyrirtækja og stofnana og annarra á vegum hins opinbera yrðu færð til samræmis við það sem fólkinu í landinu finnst eðlilegt. 6. Fjármagnstekjuskattur verði hækkaður í 38%. 7. Ríkið leggi af mörkum til þess að koma á fót eðlilegum leigumarkaði. Það væri í hæsta máta óvanalegt að ríkisstjórnin byði upp á þessa sjö liða kjarabót sem framlag til sátta á vinnumarkaði og það myndi kosta sitt. Það er hins vegar líklegt að sá kostnaður myndi blikna við hliðina á því tekjutapi íslensks samfélags sem hlytist af löngum verkföllum. Það er einfaldlega verkefni ríkisstjórnarinnar að leysa þann vanda á vinnumarkaði sem blasir við okkur í dag, og er það klárlega mikilvægasta verkefni sem hún hefur staðið frammi fyrir. Ef hún treystir sér ekki til þess að bretta upp ermar og hoppa ofan í skurðinn er eins gott fyrir ráðherra hennar að fara að leita sér að vinnu annars staðar. Ef ríkisstjórnin leggur af mörkum á þann máta sem er rakið hér að ofan og verkalýðsforystan neitar að meta það að verðleikum yrðum við að komast að þeirri niðurstöðu að henni þyki vænna um átökin en umbjóðendur sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er svo skrítið með erfiðleika að þeir opna gjarnan augu okkar fyrir tækifærum sem við sæjum annars ekki. Nú standa yfir harðvítug átök á vinnumarkaði. Verkalýðsfélögin krefjast mikillar hækkunar launa á sama tíma og það kreppir að þeim atvinnuvegum sem bera uppi efnahagslíf þjóðarinnar. Launþegar í lægri kantinum segjast ekki geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum og fyrirtækin halda því fram að þau myndu enda í þroti ef launakostnaður ykist. Í þessu tilfelli er ekki loku fyrir það skotið að báðir aðilar hafi rétt fyrir sér. Það er því ekki líklegt að aðilar vinnumarkaðarins geti komist að samkomulagi án þess að eitthvað mikilvægt í íslensku samfélagi liggi í valnum. Það er yfirleitt litið svo á að það sé óæskilegt að ríkisstjórnir skipti sér beint af deilum á vinnumarkaði en akkúrat núna er það ekki bara réttlætanlegt heldur skynsamlegt. Það sem meira er, það býður upp á tækifæri fyrir ríkisstjórnina til þess að sýna töluverða stjórnkænsku við að verja hagsmuni beggja aðila. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að verkefnið er ekki bara að verja efnahagslega heldur líka aðra hagsmuni aðila vinnumarkaðarins eins og tilfinningar þeirra og sjálfsmynd. Eftirfarandi framlag ríkisins gæti gjörbreytt ástandinu: 1. Ríkisstjórnin hafi milligöngu um að leikskólar yrðu ókeypis. Það myndi létta byrðina svo um munaði hjá ungu fólki. Það er skringilegt að það skuli vera skólagjöld á því eina stigi skólakerfisins þar sem börn þeirra sem minnst eiga eru í meirihluta. 2. Hætt yrði að innheimta greiðslu af þeim sem leita til heilbrigðiskerfisins, það yrði fjármagnað alfarið af skattfé. Þegar það er skattlagt til þess að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu er ekki verið að taka fé úr umferð sem gæti búið til meira verðmæti annars staðar sem er algeng röksemd fyrir því að lækka skatta, vegna þess að heilbrigðisþjónustan er ekki munaður heldur nauðsyn og það er borgað fyrir hana hvort sem er. Það má leiða að því rök að um væri að ræða greiðsludreifingu sem lenti að vísu þyngra á þeim ríku en þeim fátæku, sem er kostur í stöðunni. 3. Auka stuðning við grunnskólana vegna þess að þeir eru sá staður þar sem hægt er vinna að því að börn í erfiðum aðstæðum fái tækifæri til jafns við önnur börn. 4. Ríkisstjórnin sjái til þess að verð á rafmagni og hita haldist innan ákveðinna marka. Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, skilaði betri afkomu á síðasta ári en nokkru sinni fyrr en gaf samt út yfirlýsingu um að hún ætlaði að hækka gjaldskrá sína töluvert. Meira að segja í Bandaríkjunum, heimalandi hins óhefta kapítalisma, er fyrirtækjum sem selja rafmagn og hita (utilities) sniðinn þröngur stakkur við verðlagningu. 5. Ríkisstjórnin sjái til þess að laun forstjóra ríkisfyrirtækja og stofnana og annarra á vegum hins opinbera yrðu færð til samræmis við það sem fólkinu í landinu finnst eðlilegt. 6. Fjármagnstekjuskattur verði hækkaður í 38%. 7. Ríkið leggi af mörkum til þess að koma á fót eðlilegum leigumarkaði. Það væri í hæsta máta óvanalegt að ríkisstjórnin byði upp á þessa sjö liða kjarabót sem framlag til sátta á vinnumarkaði og það myndi kosta sitt. Það er hins vegar líklegt að sá kostnaður myndi blikna við hliðina á því tekjutapi íslensks samfélags sem hlytist af löngum verkföllum. Það er einfaldlega verkefni ríkisstjórnarinnar að leysa þann vanda á vinnumarkaði sem blasir við okkur í dag, og er það klárlega mikilvægasta verkefni sem hún hefur staðið frammi fyrir. Ef hún treystir sér ekki til þess að bretta upp ermar og hoppa ofan í skurðinn er eins gott fyrir ráðherra hennar að fara að leita sér að vinnu annars staðar. Ef ríkisstjórnin leggur af mörkum á þann máta sem er rakið hér að ofan og verkalýðsforystan neitar að meta það að verðleikum yrðum við að komast að þeirri niðurstöðu að henni þyki vænna um átökin en umbjóðendur sína.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun