Inga Sæland nánast á brókinni í gegnum hliðið í Leifsstöð Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2019 16:47 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, greindi frá persónulegri reynslu sinni, vandræðum í Leifsstöð í umræðum um Schengen-samninginn. Vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gefur ekki mikið fyrir það að Schengen-samstarfið auðveldi ferðalög fólks; hún þurfi að nánast að fara í gegnum hliðið í Leifsstöð á brókinni einni og þá greindi hún frá því að hún hafi tapað þar forláta hring. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi nú fyrr í dag. Þar var skýrsla ráðherra um Schengen-samninginn rædd. Inga steig í ræðustól og vildi tala um þetta út frá persónulegri reynslu fremur en tölum og hinu stóra samhengi hlutanna. Hún segir að Schengen-samningurinn hafi ekkert auðveldað flæði eins og til stóð með því að ekki þyrfti að hafa uppi vegabréf við öll tækifæri.Tapaði forláta hring á Leifsstöð „Við eigum öll að vera klár með passann. Ef við skyldum vera spurð. Ef við skyldum nú einhvern veginn vekja þannig athygli á flugvellinum að eftirlitsaðilar þar skyldu óska eftir því að við gerðum deili á okkur. En svo einkennilegt sem það nú er, þá hef ég verið að ferðast talsvert innan þessa Schengen-svæðis. Og það liggur við að maður sé beinlínis á brókinni þegar maður er að ganga í gegnum hliðið,“ sagði Inga. Og Inga hélt áfram að lýsa reynslu sinni af því að fara um flugstöðina, eflaust nokkuð sem margur getur tengt við sem þar hefur átt leið um. „Maður tekur af sér hringinn, maður fer úr skónum, þarf að taka af sér gleraugun liggur við, eyrnalokkarnir og allt saman og svo ég bæti því við að meira að segja skildi ég hringinn minn glæsilega eftir í dallinum í Keflavík. Ég einfaldlega gleymdi honum. Ég bjóst ekki við því að vera klædd úr hringunum líka. Þannig að hvað er svona merkilegt við það þó að bætt sé við vegabréfinu líka? Hver er það sem býður heim til sín án þess að vita hver það er sem kemur inn um dyrnar?“Þarf að sýna skilríki fljúgi hún innanlands Inga sagðist sannarlega vilja bjóða öllum í heimsókn, hingað komi hátt í þrjár milljónir ferðamanna á ári og þeir séu hjartanlega velkomnir. Að hjálpa okkur að byggja upp frábært hagkerfi. „Ekki megum við týna þessari öflugustu tekjulind. En, hamingjan sanna. Mér finnst þetta vera orðinn hálfgerður tvískinnungur. Ég þarf meira að segja að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Þó ég tali íslensku lýtalaust og harða norðlensku. Þá trúir því enginn að ég sé Íslendingur. Þá þarf ég að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Við verðum aðeins að fara að lempa þetta til.Ef það á að fara að strippa okkur svona eins og gert er alltaf þegar við þurfum að fljúga innan Schengen-svæðisins, þá finnst mér nú bara allt í lagi að sýna vegabréf. Ég get ekki séð neitt því til fyrirstöðu,“ sem telur einsýnt að Schengen-samningurinn er ekki að þjóna hlutverki sínu, ekki í því er snýr að því að auðvelda ferðalögin. Alþingi Flokkur fólksins Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gefur ekki mikið fyrir það að Schengen-samstarfið auðveldi ferðalög fólks; hún þurfi að nánast að fara í gegnum hliðið í Leifsstöð á brókinni einni og þá greindi hún frá því að hún hafi tapað þar forláta hring. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi nú fyrr í dag. Þar var skýrsla ráðherra um Schengen-samninginn rædd. Inga steig í ræðustól og vildi tala um þetta út frá persónulegri reynslu fremur en tölum og hinu stóra samhengi hlutanna. Hún segir að Schengen-samningurinn hafi ekkert auðveldað flæði eins og til stóð með því að ekki þyrfti að hafa uppi vegabréf við öll tækifæri.Tapaði forláta hring á Leifsstöð „Við eigum öll að vera klár með passann. Ef við skyldum vera spurð. Ef við skyldum nú einhvern veginn vekja þannig athygli á flugvellinum að eftirlitsaðilar þar skyldu óska eftir því að við gerðum deili á okkur. En svo einkennilegt sem það nú er, þá hef ég verið að ferðast talsvert innan þessa Schengen-svæðis. Og það liggur við að maður sé beinlínis á brókinni þegar maður er að ganga í gegnum hliðið,“ sagði Inga. Og Inga hélt áfram að lýsa reynslu sinni af því að fara um flugstöðina, eflaust nokkuð sem margur getur tengt við sem þar hefur átt leið um. „Maður tekur af sér hringinn, maður fer úr skónum, þarf að taka af sér gleraugun liggur við, eyrnalokkarnir og allt saman og svo ég bæti því við að meira að segja skildi ég hringinn minn glæsilega eftir í dallinum í Keflavík. Ég einfaldlega gleymdi honum. Ég bjóst ekki við því að vera klædd úr hringunum líka. Þannig að hvað er svona merkilegt við það þó að bætt sé við vegabréfinu líka? Hver er það sem býður heim til sín án þess að vita hver það er sem kemur inn um dyrnar?“Þarf að sýna skilríki fljúgi hún innanlands Inga sagðist sannarlega vilja bjóða öllum í heimsókn, hingað komi hátt í þrjár milljónir ferðamanna á ári og þeir séu hjartanlega velkomnir. Að hjálpa okkur að byggja upp frábært hagkerfi. „Ekki megum við týna þessari öflugustu tekjulind. En, hamingjan sanna. Mér finnst þetta vera orðinn hálfgerður tvískinnungur. Ég þarf meira að segja að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Þó ég tali íslensku lýtalaust og harða norðlensku. Þá trúir því enginn að ég sé Íslendingur. Þá þarf ég að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Við verðum aðeins að fara að lempa þetta til.Ef það á að fara að strippa okkur svona eins og gert er alltaf þegar við þurfum að fljúga innan Schengen-svæðisins, þá finnst mér nú bara allt í lagi að sýna vegabréf. Ég get ekki séð neitt því til fyrirstöðu,“ sem telur einsýnt að Schengen-samningurinn er ekki að þjóna hlutverki sínu, ekki í því er snýr að því að auðvelda ferðalögin.
Alþingi Flokkur fólksins Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Reyna að ráða niðurlögum sinuelds við Apavatn Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira