Sveitarfélögin sem jöfnunartæki Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 6. mars 2019 08:00 Það er napur janúarmorgunn, snjó hefur kyngt niður alla nóttina en samt sem áður kemst þú ferða þinna snemma morguns vegna þess að göturnar hafa verið ruddar áður en þú ferð af stað. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í nærþjónustu og daglegu lífi fólks. Þau sinna þeim málum sem skipta fólk hvað mestu máli í daglegu lífi. Sveitarfélögin sinna leik- og grunnskólastarfi, reka dægradvöl fyrir börn, sinna margvíslegri þjónustu fyrir eldra fólk og fara með málefni fatlaðs fólks. Sveitarfélögin tryggja að við komumst út úr hverfunum okkar á snjóþungum dögum og mörg hver reka almenningssamgöngur. Einhvern veginn verða sveitarfélögin að fjármagna þessa hluta samneyslunnar og til þess innheimta þau útsvar og fasteignagjöld. Sveitarfélög innheimta einnig gjöld vegna einstaka þjónustuþátta. Slík gjöld geta vegið þungt fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur. Til dæmis gjöld vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila og stundum aukakostnaður vegna grunnskóla. Með hófsamri gjaldtöku geta sveitarfélög því haft veruleg áhrif á fjárhag íbúanna. Sum sveitarfélög á landinu hafa raunar þegar stigið mikilvæg skref í þá átt. Þessi misserin er mikið rætt um fjárhag heimilanna í landinu og hvað hið opinbera getur gert til að rýmka til fyrir kjarasamningum. Einhverjir hafa lagt til að réttast væri nú að lækka útsvarið til þess arna. Slík flöt lækkun skatta gerir það hins vegar að verkum að þeir sem hæstar hafa tekjurnar hagnast meira á því í krónum talið. Í því samhengi geta sveitarfélögin einnig lagt sitt að mörkum til jöfnunar tækifæra. Að lækka leikskólagjöld til tekjulágra foreldra, skilar sér af mun meiri þunga til þeirra sem þurfa stuðning heldur en að lækka útsvarsprósentuna um brot úr prósenti. Einnig að standa gegn hækkunum á þjónustugjöldum, þar á meðal til eldri borgara og öryrkja. Eða hætta alfarið gjaldtöku í grunnskólum. Þannig geta þau lagt sitt af mörkum til að stuðla að sátt í samfélaginu og unnið með ríkinu að því verkefni að allir geti lifað með reisn.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Það er napur janúarmorgunn, snjó hefur kyngt niður alla nóttina en samt sem áður kemst þú ferða þinna snemma morguns vegna þess að göturnar hafa verið ruddar áður en þú ferð af stað. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í nærþjónustu og daglegu lífi fólks. Þau sinna þeim málum sem skipta fólk hvað mestu máli í daglegu lífi. Sveitarfélögin sinna leik- og grunnskólastarfi, reka dægradvöl fyrir börn, sinna margvíslegri þjónustu fyrir eldra fólk og fara með málefni fatlaðs fólks. Sveitarfélögin tryggja að við komumst út úr hverfunum okkar á snjóþungum dögum og mörg hver reka almenningssamgöngur. Einhvern veginn verða sveitarfélögin að fjármagna þessa hluta samneyslunnar og til þess innheimta þau útsvar og fasteignagjöld. Sveitarfélög innheimta einnig gjöld vegna einstaka þjónustuþátta. Slík gjöld geta vegið þungt fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur. Til dæmis gjöld vegna leikskóla, skólamáltíða, frístundaheimila og stundum aukakostnaður vegna grunnskóla. Með hófsamri gjaldtöku geta sveitarfélög því haft veruleg áhrif á fjárhag íbúanna. Sum sveitarfélög á landinu hafa raunar þegar stigið mikilvæg skref í þá átt. Þessi misserin er mikið rætt um fjárhag heimilanna í landinu og hvað hið opinbera getur gert til að rýmka til fyrir kjarasamningum. Einhverjir hafa lagt til að réttast væri nú að lækka útsvarið til þess arna. Slík flöt lækkun skatta gerir það hins vegar að verkum að þeir sem hæstar hafa tekjurnar hagnast meira á því í krónum talið. Í því samhengi geta sveitarfélögin einnig lagt sitt að mörkum til jöfnunar tækifæra. Að lækka leikskólagjöld til tekjulágra foreldra, skilar sér af mun meiri þunga til þeirra sem þurfa stuðning heldur en að lækka útsvarsprósentuna um brot úr prósenti. Einnig að standa gegn hækkunum á þjónustugjöldum, þar á meðal til eldri borgara og öryrkja. Eða hætta alfarið gjaldtöku í grunnskólum. Þannig geta þau lagt sitt af mörkum til að stuðla að sátt í samfélaginu og unnið með ríkinu að því verkefni að allir geti lifað með reisn.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun