Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði með þeim tveimur bestu í heimi á síðustu dögum en öll eiga þau það sameiginlegt að vera komin snemma inn á leikana og fá því nægan tíma til að undirbúa sig fyrir átökin í ágúst.
Katrín Tanja Davíðsdóttir þarf ekki að hafa lengur áhyggjur af því að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit í ágúst.Hún tryggði sér farseðilinn með frábærri frammistöðu í Suður-Afríku í síðasta mánuði.
Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey unnu bæði heimsleikana annað árið í röð í ágúst í fyrra. Fraser var meira að segja að vinna leikana þriðja árið í röð.
Katrín Tanja birti mynd af þeim þremur saman á Instagram-síðu sinni. Sama gerði Tia-Clair Toomey á Instagram síðu sinni. „Það er aldrei leiðinlegt að æfa með þessum tveimur,“ skrifaði Tia-Clair Toomey.
Þau eru eins og Katrín Tanja búin að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í ár. Mathew Fraser vann Dúbaí mótið í desember en Tia-Clair Toomey vann Wodapalooza á Miami í Bandaríkjunum í janúar.
„Í góðum félagsskap. Svo gaman að æfa með þessum tveimur,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram síðu sína.
Katrín Tanja vann heimsleikana 2015 og 2016 en á báðum þeim leikum varð Tia-Clair Toomey í öðru sæti. Tia-Clair Toomey vann titilinn í fyrsta sinn haustið 2017 og varði síðan titilinn í fyrra. Toomey hefur sýnt mikinn styrk með því að vera í tveimur efstu sætunum fjögur ár í röð og er aftur líkleg til afreka í ár.
Tia-Clair Toomey fékk 1154 stig á leikunum í fyrra eða 134 stigum meira en Katrín Tanja sem varð í þriðja sætið. Toomey vann nauman sigur 2017 en hafði talsverða yfirburði í fyrra. Mathew Fraser hefur verið algjör yfirburðamaður hjá körlunum síðustu ár.
Hér fyrir neðan má sjá Instagram-færslur þeirra Katrínar Tönju og Tiu-Clair Toomey.
In good company &&&& by good, I mean really freakin FIT! Such a fun time training with these two. #RYouRogueView this post on Instagram
A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Feb 28, 2019 at 11:36am PST
Training is never boring with these 2. @mathewfras @katrintanja #seriousface #training #strongwomen #arnoldclassic #ryourogue #roguefitness #columbusohio #enjoythejourney #fitness #crossfit #strongman #trustintheprocess #wintheday #intheopen #powerlifting #weightlifting #bepresentView this post on Instagram
A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) on Feb 28, 2019 at 6:14pm PST
We are happy to report @dan_bailey9 and @okeefmr successfully made it through 19.2 safe and sound. - The best cheer squad! #ryourogue @roguefitnessView this post on Instagram
A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) on Mar 2, 2019 at 2:38pm PST