Katrín Tanja æfði með þeim bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2019 11:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir með þeim Mathew Fraser og Tiu-Clair Toomey. Mynd/Instagram/katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði með konunni sem tók af henni titilinn og hefur ekki látið hann af hendi síðan. Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði með þeim tveimur bestu í heimi á síðustu dögum en öll eiga þau það sameiginlegt að vera komin snemma inn á leikana og fá því nægan tíma til að undirbúa sig fyrir átökin í ágúst. Katrín Tanja Davíðsdóttir þarf ekki að hafa lengur áhyggjur af því að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit í ágúst.Hún tryggði sér farseðilinn með frábærri frammistöðu í Suður-Afríku í síðasta mánuði. Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey unnu bæði heimsleikana annað árið í röð í ágúst í fyrra. Fraser var meira að segja að vinna leikana þriðja árið í röð. Katrín Tanja birti mynd af þeim þremur saman á Instagram-síðu sinni. Sama gerði Tia-Clair Toomey á Instagram síðu sinni. „Það er aldrei leiðinlegt að æfa með þessum tveimur,“ skrifaði Tia-Clair Toomey. Þau eru eins og Katrín Tanja búin að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í ár. Mathew Fraser vann Dúbaí mótið í desember en Tia-Clair Toomey vann Wodapalooza á Miami í Bandaríkjunum í janúar. „Í góðum félagsskap. Svo gaman að æfa með þessum tveimur,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram síðu sína. Katrín Tanja vann heimsleikana 2015 og 2016 en á báðum þeim leikum varð Tia-Clair Toomey í öðru sæti. Tia-Clair Toomey vann titilinn í fyrsta sinn haustið 2017 og varði síðan titilinn í fyrra. Toomey hefur sýnt mikinn styrk með því að vera í tveimur efstu sætunum fjögur ár í röð og er aftur líkleg til afreka í ár. Tia-Clair Toomey fékk 1154 stig á leikunum í fyrra eða 134 stigum meira en Katrín Tanja sem varð í þriðja sætið. Toomey vann nauman sigur 2017 en hafði talsverða yfirburði í fyrra. Mathew Fraser hefur verið algjör yfirburðamaður hjá körlunum síðustu ár. Hér fyrir neðan má sjá Instagram-færslur þeirra Katrínar Tönju og Tiu-Clair Toomey. View this post on InstagramIn good company &&&& by good, I mean really freakin FIT! Such a fun time training with these two. #RYouRogue A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Feb 28, 2019 at 11:36am PST View this post on InstagramTraining is never boring with these 2. @mathewfras @katrintanja #seriousface #training #strongwomen #arnoldclassic #ryourogue #roguefitness #columbusohio #enjoythejourney #fitness #crossfit #strongman #trustintheprocess #wintheday #intheopen #powerlifting #weightlifting #bepresent A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) on Feb 28, 2019 at 6:14pm PST View this post on InstagramWe are happy to report @dan_bailey9 and @okeefmr successfully made it through 19.2 safe and sound. - The best cheer squad! #ryourogue @roguefitness A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) on Mar 2, 2019 at 2:38pm PST CrossFit Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði með konunni sem tók af henni titilinn og hefur ekki látið hann af hendi síðan. Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir æfði með þeim tveimur bestu í heimi á síðustu dögum en öll eiga þau það sameiginlegt að vera komin snemma inn á leikana og fá því nægan tíma til að undirbúa sig fyrir átökin í ágúst. Katrín Tanja Davíðsdóttir þarf ekki að hafa lengur áhyggjur af því að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit í ágúst.Hún tryggði sér farseðilinn með frábærri frammistöðu í Suður-Afríku í síðasta mánuði. Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey unnu bæði heimsleikana annað árið í röð í ágúst í fyrra. Fraser var meira að segja að vinna leikana þriðja árið í röð. Katrín Tanja birti mynd af þeim þremur saman á Instagram-síðu sinni. Sama gerði Tia-Clair Toomey á Instagram síðu sinni. „Það er aldrei leiðinlegt að æfa með þessum tveimur,“ skrifaði Tia-Clair Toomey. Þau eru eins og Katrín Tanja búin að tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í ár. Mathew Fraser vann Dúbaí mótið í desember en Tia-Clair Toomey vann Wodapalooza á Miami í Bandaríkjunum í janúar. „Í góðum félagsskap. Svo gaman að æfa með þessum tveimur,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram síðu sína. Katrín Tanja vann heimsleikana 2015 og 2016 en á báðum þeim leikum varð Tia-Clair Toomey í öðru sæti. Tia-Clair Toomey vann titilinn í fyrsta sinn haustið 2017 og varði síðan titilinn í fyrra. Toomey hefur sýnt mikinn styrk með því að vera í tveimur efstu sætunum fjögur ár í röð og er aftur líkleg til afreka í ár. Tia-Clair Toomey fékk 1154 stig á leikunum í fyrra eða 134 stigum meira en Katrín Tanja sem varð í þriðja sætið. Toomey vann nauman sigur 2017 en hafði talsverða yfirburði í fyrra. Mathew Fraser hefur verið algjör yfirburðamaður hjá körlunum síðustu ár. Hér fyrir neðan má sjá Instagram-færslur þeirra Katrínar Tönju og Tiu-Clair Toomey. View this post on InstagramIn good company &&&& by good, I mean really freakin FIT! Such a fun time training with these two. #RYouRogue A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Feb 28, 2019 at 11:36am PST View this post on InstagramTraining is never boring with these 2. @mathewfras @katrintanja #seriousface #training #strongwomen #arnoldclassic #ryourogue #roguefitness #columbusohio #enjoythejourney #fitness #crossfit #strongman #trustintheprocess #wintheday #intheopen #powerlifting #weightlifting #bepresent A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) on Feb 28, 2019 at 6:14pm PST View this post on InstagramWe are happy to report @dan_bailey9 and @okeefmr successfully made it through 19.2 safe and sound. - The best cheer squad! #ryourogue @roguefitness A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) on Mar 2, 2019 at 2:38pm PST
CrossFit Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira