Erlent

Hvetur til fjöldamótmæla

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti Venesúela.
Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti Venesúela. Vísir/EPA
Juan Guaídó, sjálfskipaður forseti Veneúsela og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu hvetur landsmenn til fjöldamótmæla þegar hann snýr aftur til heimalands síns í dag.

Guaídó hefur ferðast um Suður Ameríku til að afla málstað sínum fylgis og hefur hann meðal annars hitt forseta Brasilíu og varaforseta Bandaríkjanna á ferðum sínum. Ríkisstjórnin í Venesúela hefur hinsvegar úrskurðað Gaídó í ferðabann og því er talið líklegt að hann verði handtekinn.

Feredica Mogherini, sem fer fyrir utanríkismálum í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar Venesúelsk stjórnvöld við því að handtaka Guaídó, en hann nýtur stuðnings fjölmargra ríkja, þar á meðal Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×