Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 09:30 Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. Ísland hefur á föstudag leik í undankeppni EM 2020 og freistar þess þá að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. „Mörg stærri lönd en Ísland hafa átt erfitt með að ná því,“ bendir Hamren á í viðtali við íþróttadeild sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hann segir að það hafi ekki verið að erfitt að taka við þjálfun íslenska liðsins þegar hann gerði það, þrátt fyrir að kringumstæður hafi vissulega verið krefjandi. „Margir af þeim sem ég ræddi við sögðu að þetta væri ómögulegt starf,“ sagði hann. „En mínar hugsanir eru enn í dag þær sömu og þá - ef við getum spilað með okkar bestu leikmenn, allir heilir heilsu og allir að spila með sínum félagsliðum, þá trúi ég því að við getum áfram náð árangri. Þess vegna sagði ég já.“ Hann segir í viðtalinu frá því að haustið hafi verið erfitt. Meiðsli hafi sett strik í reikninginn en Ísland tapaði öllum sínum fjórum leikjum í Þjóðadeild UEFA og gerði fjögur jafntefli í jafn mörgum vináttulandsleikjum - einum þeirra gegn heimsmeisturum Frakklands. „En nú byrjum við upp á nýtt. Við þurfum að ná í úrslit. Um þetta snýst þetta. Ef að draumurinn okkar og metnaður snýr að því að komast á EM þá þurfum við að ná í góð úrslit,“ sagði hann. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Markalaust gegn Eistum og Hamrén enn án sigurs Ísland gerði markalaust jafntefli við Eistland í vináttuleik í Katar í dag. Erik Hamrén er því enn án sigurs sem landsliðsþjálfari Íslands. 15. janúar 2019 18:45 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum Ísland ætlar að freista þess að komast á þriðja stórmótið í röð og vegferðin á EM 2020 hefst með tilkynningu á landsliðshópi í dag fyrir fyrstu leikina í undankeppni mótsins. 14. mars 2019 13:45 Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. Ísland hefur á föstudag leik í undankeppni EM 2020 og freistar þess þá að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. „Mörg stærri lönd en Ísland hafa átt erfitt með að ná því,“ bendir Hamren á í viðtali við íþróttadeild sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hann segir að það hafi ekki verið að erfitt að taka við þjálfun íslenska liðsins þegar hann gerði það, þrátt fyrir að kringumstæður hafi vissulega verið krefjandi. „Margir af þeim sem ég ræddi við sögðu að þetta væri ómögulegt starf,“ sagði hann. „En mínar hugsanir eru enn í dag þær sömu og þá - ef við getum spilað með okkar bestu leikmenn, allir heilir heilsu og allir að spila með sínum félagsliðum, þá trúi ég því að við getum áfram náð árangri. Þess vegna sagði ég já.“ Hann segir í viðtalinu frá því að haustið hafi verið erfitt. Meiðsli hafi sett strik í reikninginn en Ísland tapaði öllum sínum fjórum leikjum í Þjóðadeild UEFA og gerði fjögur jafntefli í jafn mörgum vináttulandsleikjum - einum þeirra gegn heimsmeisturum Frakklands. „En nú byrjum við upp á nýtt. Við þurfum að ná í úrslit. Um þetta snýst þetta. Ef að draumurinn okkar og metnaður snýr að því að komast á EM þá þurfum við að ná í góð úrslit,“ sagði hann.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Markalaust gegn Eistum og Hamrén enn án sigurs Ísland gerði markalaust jafntefli við Eistland í vináttuleik í Katar í dag. Erik Hamrén er því enn án sigurs sem landsliðsþjálfari Íslands. 15. janúar 2019 18:45 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum Ísland ætlar að freista þess að komast á þriðja stórmótið í röð og vegferðin á EM 2020 hefst með tilkynningu á landsliðshópi í dag fyrir fyrstu leikina í undankeppni mótsins. 14. mars 2019 13:45 Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Markalaust gegn Eistum og Hamrén enn án sigurs Ísland gerði markalaust jafntefli við Eistland í vináttuleik í Katar í dag. Erik Hamrén er því enn án sigurs sem landsliðsþjálfari Íslands. 15. janúar 2019 18:45
Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23
Svona var fundur Hamrén í Laugardalnum Ísland ætlar að freista þess að komast á þriðja stórmótið í röð og vegferðin á EM 2020 hefst með tilkynningu á landsliðshópi í dag fyrir fyrstu leikina í undankeppni mótsins. 14. mars 2019 13:45
Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00