Þingmaðurinn sem kenndi múslimum um hryðjuverkaárásina fékk egg í höfuðið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2019 10:30 Fraser Anning, ástralski öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, sem í gær kenndi múslimum sjálfum og innflytjendastefnu Nýja-Sjálands um hryðjuverkin fékk á blaðamannafundi í dag egg í höfuðið þegar hann hafði í frammi frekari áróður gegn múslimum. Vísir/ap Fraser Anning, ástralski öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, sem í gær kenndi múslimum sjálfum og innflytjendastefnu Nýja-Sjálands um hryðjuverkin fékk á blaðamannafundi í dag egg í höfuðið þegar hann hafði í frammi frekari áróður gegn múslimum. Sjá nánar: Kennir múslimum um árásina í Nýja-SjálandiUngur mótmælandi skellti eggi í höfuðið á þingmanninum á meðan Anning ræddi við fréttamann. Hann brást ókvæða við og lamdi hann samstundis og ítrekað í andlitið. Samkvæmt heimildum Guardian er drengurinn 17 ára.Anning hugsaði sig ekki tvisvar um og lamdi unga mótmælandann ítrekað í andlitið.Vísir/apÖryggisverðir þurftu að halda aftur af Anning til að ekki færi verr og þá má sjá af myndbandi sem náðist af atvikinu að tveir menn héldu mótmælandanum unga niðri. Þeir tóku hann fantabrögðum og hálstaki og kölluðu það „borgaralega handtöku“. Í gær sagði Anning að ástæðu hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi, þar sem 49 voru myrtir, megi rekja til „innflytjendastefnu sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með.“ Í yfirlýsingu sinni sagði hann þá að hin íslamska trú væri „ofbeldisfull hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga“. Hann sagði þá að þrátt fyrir að múslimar hefðu verið fórnarlömb í hryðjuverkaárásinni í borginni Christchurch væru þeir venjulega gerendurnir og fullyrti að um allan heim dræpu múslimar fólk í stórum stíl í nafni trúar sinnar. Ummæli Annings hafa vakið hörð viðbrögð en Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði ummælin vera viðbjóðsleg.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á myndband sem náðist af atvikinu. Ástralía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Forsætisráðherra Nýja-Sjálands: Eitt er víst að byssulöggjöfin okkar mun taka breytingum“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag. 15. mars 2019 22:54 Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01 Kennir múslimum um árásina í Nýja-Sjálandi: „Þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb þá eru þeir venjulega gerendur“ Fraser Anning er sakaður um að ala á hatri í garð múslima í kjölfar árásarinnar í Nýja-Sjálandi. 15. mars 2019 17:57 Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Fraser Anning, ástralski öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, sem í gær kenndi múslimum sjálfum og innflytjendastefnu Nýja-Sjálands um hryðjuverkin fékk á blaðamannafundi í dag egg í höfuðið þegar hann hafði í frammi frekari áróður gegn múslimum. Sjá nánar: Kennir múslimum um árásina í Nýja-SjálandiUngur mótmælandi skellti eggi í höfuðið á þingmanninum á meðan Anning ræddi við fréttamann. Hann brást ókvæða við og lamdi hann samstundis og ítrekað í andlitið. Samkvæmt heimildum Guardian er drengurinn 17 ára.Anning hugsaði sig ekki tvisvar um og lamdi unga mótmælandann ítrekað í andlitið.Vísir/apÖryggisverðir þurftu að halda aftur af Anning til að ekki færi verr og þá má sjá af myndbandi sem náðist af atvikinu að tveir menn héldu mótmælandanum unga niðri. Þeir tóku hann fantabrögðum og hálstaki og kölluðu það „borgaralega handtöku“. Í gær sagði Anning að ástæðu hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi, þar sem 49 voru myrtir, megi rekja til „innflytjendastefnu sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með.“ Í yfirlýsingu sinni sagði hann þá að hin íslamska trú væri „ofbeldisfull hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga“. Hann sagði þá að þrátt fyrir að múslimar hefðu verið fórnarlömb í hryðjuverkaárásinni í borginni Christchurch væru þeir venjulega gerendurnir og fullyrti að um allan heim dræpu múslimar fólk í stórum stíl í nafni trúar sinnar. Ummæli Annings hafa vakið hörð viðbrögð en Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði ummælin vera viðbjóðsleg.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á myndband sem náðist af atvikinu.
Ástralía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Forsætisráðherra Nýja-Sjálands: Eitt er víst að byssulöggjöfin okkar mun taka breytingum“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag. 15. mars 2019 22:54 Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01 Kennir múslimum um árásina í Nýja-Sjálandi: „Þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb þá eru þeir venjulega gerendur“ Fraser Anning er sakaður um að ala á hatri í garð múslima í kjölfar árásarinnar í Nýja-Sjálandi. 15. mars 2019 17:57 Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
„Forsætisráðherra Nýja-Sjálands: Eitt er víst að byssulöggjöfin okkar mun taka breytingum“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi í Wellington í kvöld að það væri alveg á hreinu að byssulöggjöf landsins myndi taka breytingum eftir að versta fjöldamorð í sögu Nýja-Sjálands átti sér stað í dag. 15. mars 2019 22:54
Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01
Kennir múslimum um árásina í Nýja-Sjálandi: „Þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb þá eru þeir venjulega gerendur“ Fraser Anning er sakaður um að ala á hatri í garð múslima í kjölfar árásarinnar í Nýja-Sjálandi. 15. mars 2019 17:57
Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31