Loftslagsvá - Okkur liggur lífið á Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 12. mars 2019 11:15 Við verðum að bregðast við strax. Loftslagsváin sem nú steðjar að er orðin slík að tíminn er af skornum skammti. Ólíkt því sem ætla mætti þá eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda ár frá ári og árið 2018 var met-ár í sögu mannkyns. Þar erum við Íslendingar ekki undanskilin. Útblástur frá iðnaði og samgöngum á Íslandi hefur aukist verulega og er staðan orðin sú að aldrei áður í sögu þjóðar höfum við átt jafn marga bíla og keyrt eins mikið og við gerum núna. Utanlandsferðir eru fleiri en nokkru sinni áður og fátt bendir til að þessi mál muni fara að þróast í aðra átt. Í raun er þróunin sú aukin vitneskju um loftslagsáhrif og helst í hendur við að við aukum útblástur gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðir opinbera aðila síðustu mánuði og ár virðast hafa lítil áhrif en kannski er það einmitt vegna þess að þær aðgerðir hafa ekki verið ekki í takt við umfang vandans. Eftir árásina á Pearl Harbour tók það bandarísku ríkisstjórnina 4 daga að umbylta öllum bílaiðnaðinum. Árið 1941 framleiddu Bandaríkin 3 milljónir bíla árlega en eftir þessa umbyltingu voru einungis framleiddir 139 bílar fram til stríðsloka. Öll orka og framleiðsla fór í þau neyðarúrræði sem bandaríska þjóðin taldi sig þurfa til þess að takast á við þá krísu sem hún fann sig skyndilega í. Ógn okkar tíma er hins vegar ekki stríð heldur loftslagsbreytingar. Stórbrotnar og öfgafullar breytingar sem ógna siðmenningu okkar og vistkerfi jarðarinnar. Gríðarlega miklar breytingar eru framundan, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þeirri stöðu er það okkar hlutverk er að ákveða hvernig við bregðumst við þeim og hvaða tækifæri við sjáum í stórum breytingum. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar styður vakningu í loftslagsmálum og stendur fyrir fundaröð um málið. Fyrsti fundur verður í kvöld, þriðjudaginn 12. mars klukkan 20:00 á Kjarvalsstöðum. Við getum ekki leyst þessa krísu án þessa að skilgreina hana réttilega sem krísu. Viðurkennum umfang vandans því við erum að renna út á tíma. Okkur liggur lífið á. Sjáumst á Kjarvalsstöðum í kvöld.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Umhverfismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Við verðum að bregðast við strax. Loftslagsváin sem nú steðjar að er orðin slík að tíminn er af skornum skammti. Ólíkt því sem ætla mætti þá eykst útblástur gróðurhúsalofttegunda ár frá ári og árið 2018 var met-ár í sögu mannkyns. Þar erum við Íslendingar ekki undanskilin. Útblástur frá iðnaði og samgöngum á Íslandi hefur aukist verulega og er staðan orðin sú að aldrei áður í sögu þjóðar höfum við átt jafn marga bíla og keyrt eins mikið og við gerum núna. Utanlandsferðir eru fleiri en nokkru sinni áður og fátt bendir til að þessi mál muni fara að þróast í aðra átt. Í raun er þróunin sú aukin vitneskju um loftslagsáhrif og helst í hendur við að við aukum útblástur gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðir opinbera aðila síðustu mánuði og ár virðast hafa lítil áhrif en kannski er það einmitt vegna þess að þær aðgerðir hafa ekki verið ekki í takt við umfang vandans. Eftir árásina á Pearl Harbour tók það bandarísku ríkisstjórnina 4 daga að umbylta öllum bílaiðnaðinum. Árið 1941 framleiddu Bandaríkin 3 milljónir bíla árlega en eftir þessa umbyltingu voru einungis framleiddir 139 bílar fram til stríðsloka. Öll orka og framleiðsla fór í þau neyðarúrræði sem bandaríska þjóðin taldi sig þurfa til þess að takast á við þá krísu sem hún fann sig skyndilega í. Ógn okkar tíma er hins vegar ekki stríð heldur loftslagsbreytingar. Stórbrotnar og öfgafullar breytingar sem ógna siðmenningu okkar og vistkerfi jarðarinnar. Gríðarlega miklar breytingar eru framundan, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þeirri stöðu er það okkar hlutverk er að ákveða hvernig við bregðumst við þeim og hvaða tækifæri við sjáum í stórum breytingum. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar styður vakningu í loftslagsmálum og stendur fyrir fundaröð um málið. Fyrsti fundur verður í kvöld, þriðjudaginn 12. mars klukkan 20:00 á Kjarvalsstöðum. Við getum ekki leyst þessa krísu án þessa að skilgreina hana réttilega sem krísu. Viðurkennum umfang vandans því við erum að renna út á tíma. Okkur liggur lífið á. Sjáumst á Kjarvalsstöðum í kvöld.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun