Fleiri mislingasmit ekki verið staðfest Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2019 11:30 Um helgina voru um 500 manns bólusettir á Austurlandi og um 2500 á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Ekki hafa greinst ný mislingatilfelli á landinu síðan fimmta tilfellið var staðfest á föstudag. Þetta kom fram á samráðsfundi sóttvarnaryfirvalda í morgun, mánudaginn 11. mars. Samtals hafa um fimmtíu sýni verið send í greiningu á Landspítala en áfram verður fylgst með stöðu mála. Frá þessu er greint á vef Landlæknisembættisins. Þar segir jafnframt að bólusetningarátak á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið afar vel. Um helgina voru um 500 manns bólusettir á Austurlandi og um 2500 á höfuðborgarsvæðinu. Þá er von á meira bóluefni til landsins um miðja þessa viku. Áfram verður bólusetning í boði á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu fyrir forgangshópa. Þeir eru:Allir sem eru óbólusettir og fæddir á bilinu 1. janúar 1970 – 1. september 2018 (6 mánaða – 49 ára)Þeir einstaklingar sem útsettir hafa verið fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Bólusetning fyrir aðra hópa verður auglýst um leið og hægt er en unnið er að bólusetningaráætlun fyrir allt landið í samvinnu við umdæmis- og svæðislækna sóttvarna. Þá má nálgast upplýsingar um staðsetningu bólusetninga á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Samtals hafa fimm einstaklingar greinst með mislinga frá því 18. febrúar síðastliðinn, tvö börn og þrír fullorðnir. Mislingasmit barst hingað til lands með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum um miðjan febrúar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir ræddi mislingafaraldinn í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Bólusetningar Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Bólusett fyrir mislingum í dag Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi bjóða upp á bólusetningar fyrir mislingum í dag. 9. mars 2019 10:10 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Ekki hafa greinst ný mislingatilfelli á landinu síðan fimmta tilfellið var staðfest á föstudag. Þetta kom fram á samráðsfundi sóttvarnaryfirvalda í morgun, mánudaginn 11. mars. Samtals hafa um fimmtíu sýni verið send í greiningu á Landspítala en áfram verður fylgst með stöðu mála. Frá þessu er greint á vef Landlæknisembættisins. Þar segir jafnframt að bólusetningarátak á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið afar vel. Um helgina voru um 500 manns bólusettir á Austurlandi og um 2500 á höfuðborgarsvæðinu. Þá er von á meira bóluefni til landsins um miðja þessa viku. Áfram verður bólusetning í boði á Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu fyrir forgangshópa. Þeir eru:Allir sem eru óbólusettir og fæddir á bilinu 1. janúar 1970 – 1. september 2018 (6 mánaða – 49 ára)Þeir einstaklingar sem útsettir hafa verið fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Bólusetning fyrir aðra hópa verður auglýst um leið og hægt er en unnið er að bólusetningaráætlun fyrir allt landið í samvinnu við umdæmis- og svæðislækna sóttvarna. Þá má nálgast upplýsingar um staðsetningu bólusetninga á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Samtals hafa fimm einstaklingar greinst með mislinga frá því 18. febrúar síðastliðinn, tvö börn og þrír fullorðnir. Mislingasmit barst hingað til lands með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum um miðjan febrúar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir ræddi mislingafaraldinn í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Bólusetningar Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Bólusett fyrir mislingum í dag Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi bjóða upp á bólusetningar fyrir mislingum í dag. 9. mars 2019 10:10 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11
Bólusett fyrir mislingum í dag Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi bjóða upp á bólusetningar fyrir mislingum í dag. 9. mars 2019 10:10
Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30