Fóru til að hitta börn sín en hafa verið í haldi í mánuð Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2019 14:46 Yfirvöld Bandaríkjanna segja að rúmlega 2.700 börn hafi verið tekin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna í fyrra. EPA/David Maung Fyrr í þessum mánuði ferðuðust foreldrar barna frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Þar ætluðu þau sér að hitta börn sín, sem tekin voru af þeim við landamæri Bandaríkjanna í fyrra, og báðu um að fá að halda hælisumsóknum sínum áfram. Eftir að þessir 29 aðilar höfðu beðið tíu tíma voru þau færð í hald landamæravarða. Nú tæpum mánuði síðar eru sautján þeirra enn í haldi. Þingmenn Demókrataflokksins hafa sent bréf til Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, og kalla eftir því að fólkinu verði sleppt úr haldi, þá fái að hitta börn sín á nýjan leik og halda hælisumsóknum sínum áfram. Yfirvöld Bandaríkjanna segja að rúmlega 2.700 börn hafi verið tekin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna í fyrra. Mörgum þeirra hefur verið komið fyrir í athvörfum, hjá ættingjum eða jafnvel hjá fósturfjölskyldum.Samkvæmt Washington Post var um 430 foreldrum vísað frá Bandaríkjunum án barna sinna.Sjá einnig: Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraðiÞessi 29 sem um ræðir í þessu tilviki töldu það besta sem þau gátu gert vera að ferðast aftur til Bandaríkjanna og ræða við bandaríska embættismenn. Tólf þeirra voru með önnur börn með sér. Þeim var sleppt úr haldi og sagt að mæta fyrir dómara á einhverjum tímapunkti.Sjá einnig: Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vitaBandarísku samtökin American Civil Liberties Union hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni, til að reyna að fá það í gegn að 52 foreldrum verði hleypt inn í Bandaríkin svo þau geti hitt börn sín og sækja um hæli. Þeim málaferlum er ekki lokið. Washington Post segir einhverja foreldra sem vísað var frá Bandaríkjunum án barna sinna hafa ákveðið að gefa börnin eftir og vonast til þess að þau fái hæli í Bandaríkjunum. Þá vonist einhverjir til þess að þeim verði hleypt aftur til Bandaríkjanna seinna meir, svo þau geti verið með börnum sínum. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði ferðuðust foreldrar barna frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Þar ætluðu þau sér að hitta börn sín, sem tekin voru af þeim við landamæri Bandaríkjanna í fyrra, og báðu um að fá að halda hælisumsóknum sínum áfram. Eftir að þessir 29 aðilar höfðu beðið tíu tíma voru þau færð í hald landamæravarða. Nú tæpum mánuði síðar eru sautján þeirra enn í haldi. Þingmenn Demókrataflokksins hafa sent bréf til Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, og kalla eftir því að fólkinu verði sleppt úr haldi, þá fái að hitta börn sín á nýjan leik og halda hælisumsóknum sínum áfram. Yfirvöld Bandaríkjanna segja að rúmlega 2.700 börn hafi verið tekin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna í fyrra. Mörgum þeirra hefur verið komið fyrir í athvörfum, hjá ættingjum eða jafnvel hjá fósturfjölskyldum.Samkvæmt Washington Post var um 430 foreldrum vísað frá Bandaríkjunum án barna sinna.Sjá einnig: Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraðiÞessi 29 sem um ræðir í þessu tilviki töldu það besta sem þau gátu gert vera að ferðast aftur til Bandaríkjanna og ræða við bandaríska embættismenn. Tólf þeirra voru með önnur börn með sér. Þeim var sleppt úr haldi og sagt að mæta fyrir dómara á einhverjum tímapunkti.Sjá einnig: Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vitaBandarísku samtökin American Civil Liberties Union hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni, til að reyna að fá það í gegn að 52 foreldrum verði hleypt inn í Bandaríkin svo þau geti hitt börn sín og sækja um hæli. Þeim málaferlum er ekki lokið. Washington Post segir einhverja foreldra sem vísað var frá Bandaríkjunum án barna sinna hafa ákveðið að gefa börnin eftir og vonast til þess að þau fái hæli í Bandaríkjunum. Þá vonist einhverjir til þess að þeim verði hleypt aftur til Bandaríkjanna seinna meir, svo þau geti verið með börnum sínum.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira