Ásta nýr ráðuneytisstjóri Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2019 08:58 Ásta Valdimarsdóttir. Heilbrigðisráðuneytið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipað Ástu Valdimarsdóttur, núverandi framkvæmdastjóra hjá Alþjóðahugverkastofnuninni í Genf, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu til fimm ára. Ásta tekur við starfinu af Ólafi Darra Andrasyni sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Ásta hafi verið meðal fjögurra umsækjenda sem lögskipuð hæfnisnefnd mat hæfasta til að gegna embættinu. „Ásta er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum, bæði hérlendis og erlendis. Síðastliðin níu ár hefur Ásta starfað hjá Alþjóðahugverkastofunni (WIPO) sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, fyrst sem yfirmaður framkvæmdasviðs alþjóðlegu vörumerkjaskrifstofunnar og síðan sem framkvæmdastjóri skrifstofunnar. Samhliða störfum sínum hefur Ásta sótt ýmis námskeið í stjórnun, stefnumótun, samskiptahæfni o.fl. og stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Endurmenntun Háskóla Íslands. Ásta var forstjóri Einkaleyfastofu á árunum 2001 – 2010 en hafði áður starfað þar sem yfirlögfræðingur um fimm ára skeið. Fyrir þann tíma starfaði hún sem sérfræðingur í iðnaðarráðuneytinu og sem aðalfulltrúi og staðgengill sýslumannsins á Ísafirði. Í umsögn hæfnisnefndar segir að Ásta hafi til að bera augljósa leiðtogahæfileika og góða færni í mannlegum samskiptum. Þekking hennar og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu sé mjög góð, hún búi að verulegri reynslu af stjórnun, starfsmannahaldi og rekstri og enn fremur hafi hún mikla reynslu af alþjóðasamstarfi,“ segir í tilkynningunni. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipað Ástu Valdimarsdóttur, núverandi framkvæmdastjóra hjá Alþjóðahugverkastofnuninni í Genf, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu til fimm ára. Ásta tekur við starfinu af Ólafi Darra Andrasyni sem nýlega var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Ásta hafi verið meðal fjögurra umsækjenda sem lögskipuð hæfnisnefnd mat hæfasta til að gegna embættinu. „Ásta er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum, bæði hérlendis og erlendis. Síðastliðin níu ár hefur Ásta starfað hjá Alþjóðahugverkastofunni (WIPO) sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, fyrst sem yfirmaður framkvæmdasviðs alþjóðlegu vörumerkjaskrifstofunnar og síðan sem framkvæmdastjóri skrifstofunnar. Samhliða störfum sínum hefur Ásta sótt ýmis námskeið í stjórnun, stefnumótun, samskiptahæfni o.fl. og stundað nám í opinberri stjórnsýslu við Endurmenntun Háskóla Íslands. Ásta var forstjóri Einkaleyfastofu á árunum 2001 – 2010 en hafði áður starfað þar sem yfirlögfræðingur um fimm ára skeið. Fyrir þann tíma starfaði hún sem sérfræðingur í iðnaðarráðuneytinu og sem aðalfulltrúi og staðgengill sýslumannsins á Ísafirði. Í umsögn hæfnisnefndar segir að Ásta hafi til að bera augljósa leiðtogahæfileika og góða færni í mannlegum samskiptum. Þekking hennar og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu sé mjög góð, hún búi að verulegri reynslu af stjórnun, starfsmannahaldi og rekstri og enn fremur hafi hún mikla reynslu af alþjóðasamstarfi,“ segir í tilkynningunni.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira