Baráttan um streymið Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. mars 2019 07:00 Bandaríska stórfyrirtækinu Apple tókst að valda uppnámi í að minnsta kosti þremur rótgrónum atvinnugreinum í einu vetfangi á mánudag þegar fyrirtækið kynnti ýmsar nýjungar. Forsvarsmenn í banka-, sjónvarps- og fjölmiðlageiranum víða um heim hafa sennilega hugsað um fátt annað síðan. Á kynningunni var Apple-kreditkortið kynnt. Kortinu fylgir enginn falinn kostnaður og engin árgjöld. Þótt ekki verði hægt að nota kortið nema í Bandaríkjunum, að minnsta kosti fyrst um sinn, hljóta forsvarsmenn hefðbundinna banka og greiðslukortafyrirtækja að hugsa sinn gang. Þjónustugjöld sumra korta með fríðindum geta numið tugum þúsunda á ári og verið allmikill hluti tekna fyrirtækja í geiranum. Þá fjallaði Apple um nýja fréttaveitu fyrirtækisins, Apple News+, þar sem meira en 300 dagblöð og tímarit verða aðgengileg notendum. Fréttaveitunni hefur verið lýst sem „Netflix fjölmiðlanna“. Útgefendur fjölmiðla standa frammi fyrir erfiðu vali um hvort þeir vilja miðla sína inn í fréttaveitu Apple, en hlutur fjölmiðlanna af tekjum áskriftarinnar er sagður rýr. Stórblöð á borð við New York Times og Washington Post hafa sagst ekki vilja taka þátt. The Wall Street Journal og Los Angeles Times líta hins vegar svo á að þarna sé tækifæri til að fjölga lesendum, þótt hagnaðurinn renni að stórum hluta til Apple. Síðast en ekki síst kynnti forstjórinn, Tim Cook, ásamt Hollywood-stjörnunum Steven Spielberg og Opruh, nýtt Apple TV+, þar sem þættir verða aðgengilegir frá hinum ýmsu streymisveitum á borð við Hulu og HBO. Þá boðar Apple eigin framleiðslu á efni. Margir eru um hituna í efnisveitum. Disney hefur boðað stærstu efnisveitu heims, Disney +, síðar á árinu. Í Bandaríkjunum er Warner Bros í svipuðum hugleiðingum. Í Bretlandi eru BBC og ITV á sömu slóðum. Fyrir á markaði eru risar á borð við Amazon, Netflix og Hulu. Disney, stærsti einstaki eigandi sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum, hefur þegar tekið til við að þynna út sitt efni í banka Netflix, sem hefur haft sýningarrétt á miklu efni úr smiðju fyrirtækisins. Erfitt er að sjá fyrir þróunina til lengri tíma. Augljóslega er dýrt að vera áskrifandi að öllum þessum efnisveitum. Ef til vill mun áskrift hefðbundins heimilis í framtíðinni ekki vera jafn ólík áskrift kynslóðarinnar á undan og menn hafa haldið – heldur verði einhvers konar pakki efnisveitna tekinn saman. Ekki svo ólíkt áskrift að sjónvarpsstöðvum þar sem flakkað var á milli stöðva, þótt tími línulegs sjónvarpsáhorfs sé nú liðinn. Einhverjir munu verða undir. Þeir sem fyrir eru munu þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum. Netflix hefur undanfarið haft markaðsráðandi stöðu og eytt háum fjárhæðum í vandað sjónvarpsefni. Spurningin er hvort samkeppnin verður veitunni byr undir báða vængi eða til þess að hún þurfi að draga saman seglin. Eitt er ljóst. Baráttan um streymið er hafin fyrir alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Tækni Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtækinu Apple tókst að valda uppnámi í að minnsta kosti þremur rótgrónum atvinnugreinum í einu vetfangi á mánudag þegar fyrirtækið kynnti ýmsar nýjungar. Forsvarsmenn í banka-, sjónvarps- og fjölmiðlageiranum víða um heim hafa sennilega hugsað um fátt annað síðan. Á kynningunni var Apple-kreditkortið kynnt. Kortinu fylgir enginn falinn kostnaður og engin árgjöld. Þótt ekki verði hægt að nota kortið nema í Bandaríkjunum, að minnsta kosti fyrst um sinn, hljóta forsvarsmenn hefðbundinna banka og greiðslukortafyrirtækja að hugsa sinn gang. Þjónustugjöld sumra korta með fríðindum geta numið tugum þúsunda á ári og verið allmikill hluti tekna fyrirtækja í geiranum. Þá fjallaði Apple um nýja fréttaveitu fyrirtækisins, Apple News+, þar sem meira en 300 dagblöð og tímarit verða aðgengileg notendum. Fréttaveitunni hefur verið lýst sem „Netflix fjölmiðlanna“. Útgefendur fjölmiðla standa frammi fyrir erfiðu vali um hvort þeir vilja miðla sína inn í fréttaveitu Apple, en hlutur fjölmiðlanna af tekjum áskriftarinnar er sagður rýr. Stórblöð á borð við New York Times og Washington Post hafa sagst ekki vilja taka þátt. The Wall Street Journal og Los Angeles Times líta hins vegar svo á að þarna sé tækifæri til að fjölga lesendum, þótt hagnaðurinn renni að stórum hluta til Apple. Síðast en ekki síst kynnti forstjórinn, Tim Cook, ásamt Hollywood-stjörnunum Steven Spielberg og Opruh, nýtt Apple TV+, þar sem þættir verða aðgengilegir frá hinum ýmsu streymisveitum á borð við Hulu og HBO. Þá boðar Apple eigin framleiðslu á efni. Margir eru um hituna í efnisveitum. Disney hefur boðað stærstu efnisveitu heims, Disney +, síðar á árinu. Í Bandaríkjunum er Warner Bros í svipuðum hugleiðingum. Í Bretlandi eru BBC og ITV á sömu slóðum. Fyrir á markaði eru risar á borð við Amazon, Netflix og Hulu. Disney, stærsti einstaki eigandi sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum, hefur þegar tekið til við að þynna út sitt efni í banka Netflix, sem hefur haft sýningarrétt á miklu efni úr smiðju fyrirtækisins. Erfitt er að sjá fyrir þróunina til lengri tíma. Augljóslega er dýrt að vera áskrifandi að öllum þessum efnisveitum. Ef til vill mun áskrift hefðbundins heimilis í framtíðinni ekki vera jafn ólík áskrift kynslóðarinnar á undan og menn hafa haldið – heldur verði einhvers konar pakki efnisveitna tekinn saman. Ekki svo ólíkt áskrift að sjónvarpsstöðvum þar sem flakkað var á milli stöðva, þótt tími línulegs sjónvarpsáhorfs sé nú liðinn. Einhverjir munu verða undir. Þeir sem fyrir eru munu þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum. Netflix hefur undanfarið haft markaðsráðandi stöðu og eytt háum fjárhæðum í vandað sjónvarpsefni. Spurningin er hvort samkeppnin verður veitunni byr undir báða vængi eða til þess að hún þurfi að draga saman seglin. Eitt er ljóst. Baráttan um streymið er hafin fyrir alvöru.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun