Nokkur orð um hlutverk Soffíu frænku Tyrfingur Tyrfingsson skrifar 27. mars 2019 07:00 Það er fræg saga af íslenskri leikkonu á 20. öld sem fékk hlutverk Soffíu frænku í Kardemommubænum og sló í gegn, þannig að í næstu uppfærslu á allt öðru leikriti ákvað hún að leika Soffíu frænku bara aftur. Og í næstu uppfærslu aftur. Þeir segja að hún hafi gert Soffíu frænku úr öllum persónum síðan og að um sjötugt hafi þær Soffía runnið saman í eitt og orðið sama konan. Hún er minna fræg sagan af vinkonu minni sem mætir í fermingarveislur í karakter. Í ár keypti hún sér mussu og ætlar að leika keramiker bæði í kirkjunni og í veislunni. Ástæðan er sú að keramiker hefur um nóg að tala – hún getur drullað yfir leirtauið og gert grín að keramikdýrum við gamlan homma. Í fyrra mætti hún sem djákni en vissi ekkert um hvað djáknar talar. Það tekur enginn eftir því að hún er í karakter því að það man til dæmis enginn alveg hvernig hún þekkir fermingarbarnið. En henni leið samt illa því að henni fannst hún hafa klúðrað hlutverki djáknans og ákvað að mæta aldrei aftur sem önnur persóna í fermingarveislu. En hún gæti aldrei mætt sem hún sjálf og sumum finnst það sorglegt en hún er samt aldrei nær sér en þegar hún er í hlutverki annarra. Þá rétt á meðan fær hún frið. Þannig að í ár hefur hún, eins og áður segir, ákveðið að mæta sem keramiker. Að fara út í búð sem faðir, áhugamaður um osta og eiginmaður konu á túr. Að nota sama símann til að senda mynd af typpinu á sér og til að skipuleggja bingó í Hjallastefnunni. Fólk brennur út alls staðar og þar er leiklistinni um að kenna. Fólk stundar method leik. Það lifir sig inn í hlutverk sín og hverfur sjálfu sér. Og hlutverkin eru of mörg og það er ómögulegt að sætta þau. Fólk trúir eigin leik. Það sem keramikerinn og leikkonan gera, er kannski fyrsta skrefið í átt að því að komast handan hlutverksins. Þær ákveða báðar hvaða hlutverki þær gegna og leika ekki bara það sem þær eru beðnar um. Sama má segja um eina dragdrottningu úti á landi sem kemur oft óumbeðin fram sem Soffía frænka og sofnar ölóð og lætur sig dreyma um það að Kasper, Jesper og Jónatan ræni henni um miðja nótt. Ég er ekki einhver höfundur sem skrifar þetta, ég er það sem er að baki þessum höfundi sem skrifar þetta. Og það er stærra og merkilegra af því að það er hið sama og liggur að baki þér. Það er auðvelt að vera dónalegur við búðarmann. Það er hins vegar erfiðara að vera dónalegur við mann sem vinnur í búð. Um leið og ég byrja að sjá í gegnum mín eigin hlutverk fer ég að sjá í gegnum hlutverk annarra og líf mitt fyllist af raunverulegu fólki. Það er ekki hægt að hætta neinu, það er bara hægt að byrja á nýju: Það eru 47 áhugaleikfélög á landinu. Þar er fólk sem fannst ekki nóg að leika keramiker án þess að nokkur sæi til. Á www.leiklist.is geturðu fundið áhugaleikfélagið í þinni byggð. Kannski er verið að leita að Soffíu frænku og kannski finnst hún í þér. Við hina segi ég: Þú ert ekki bara einhver drullusokkur sem svarar ekki emailum. Þú ert sjálfur alheimurinn, ekki leika neitt minna.Höfundur er leikskáld, sem ritar í tilefni Alþjóðlega leiklistardagsins í dag Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það er fræg saga af íslenskri leikkonu á 20. öld sem fékk hlutverk Soffíu frænku í Kardemommubænum og sló í gegn, þannig að í næstu uppfærslu á allt öðru leikriti ákvað hún að leika Soffíu frænku bara aftur. Og í næstu uppfærslu aftur. Þeir segja að hún hafi gert Soffíu frænku úr öllum persónum síðan og að um sjötugt hafi þær Soffía runnið saman í eitt og orðið sama konan. Hún er minna fræg sagan af vinkonu minni sem mætir í fermingarveislur í karakter. Í ár keypti hún sér mussu og ætlar að leika keramiker bæði í kirkjunni og í veislunni. Ástæðan er sú að keramiker hefur um nóg að tala – hún getur drullað yfir leirtauið og gert grín að keramikdýrum við gamlan homma. Í fyrra mætti hún sem djákni en vissi ekkert um hvað djáknar talar. Það tekur enginn eftir því að hún er í karakter því að það man til dæmis enginn alveg hvernig hún þekkir fermingarbarnið. En henni leið samt illa því að henni fannst hún hafa klúðrað hlutverki djáknans og ákvað að mæta aldrei aftur sem önnur persóna í fermingarveislu. En hún gæti aldrei mætt sem hún sjálf og sumum finnst það sorglegt en hún er samt aldrei nær sér en þegar hún er í hlutverki annarra. Þá rétt á meðan fær hún frið. Þannig að í ár hefur hún, eins og áður segir, ákveðið að mæta sem keramiker. Að fara út í búð sem faðir, áhugamaður um osta og eiginmaður konu á túr. Að nota sama símann til að senda mynd af typpinu á sér og til að skipuleggja bingó í Hjallastefnunni. Fólk brennur út alls staðar og þar er leiklistinni um að kenna. Fólk stundar method leik. Það lifir sig inn í hlutverk sín og hverfur sjálfu sér. Og hlutverkin eru of mörg og það er ómögulegt að sætta þau. Fólk trúir eigin leik. Það sem keramikerinn og leikkonan gera, er kannski fyrsta skrefið í átt að því að komast handan hlutverksins. Þær ákveða báðar hvaða hlutverki þær gegna og leika ekki bara það sem þær eru beðnar um. Sama má segja um eina dragdrottningu úti á landi sem kemur oft óumbeðin fram sem Soffía frænka og sofnar ölóð og lætur sig dreyma um það að Kasper, Jesper og Jónatan ræni henni um miðja nótt. Ég er ekki einhver höfundur sem skrifar þetta, ég er það sem er að baki þessum höfundi sem skrifar þetta. Og það er stærra og merkilegra af því að það er hið sama og liggur að baki þér. Það er auðvelt að vera dónalegur við búðarmann. Það er hins vegar erfiðara að vera dónalegur við mann sem vinnur í búð. Um leið og ég byrja að sjá í gegnum mín eigin hlutverk fer ég að sjá í gegnum hlutverk annarra og líf mitt fyllist af raunverulegu fólki. Það er ekki hægt að hætta neinu, það er bara hægt að byrja á nýju: Það eru 47 áhugaleikfélög á landinu. Þar er fólk sem fannst ekki nóg að leika keramiker án þess að nokkur sæi til. Á www.leiklist.is geturðu fundið áhugaleikfélagið í þinni byggð. Kannski er verið að leita að Soffíu frænku og kannski finnst hún í þér. Við hina segi ég: Þú ert ekki bara einhver drullusokkur sem svarar ekki emailum. Þú ert sjálfur alheimurinn, ekki leika neitt minna.Höfundur er leikskáld, sem ritar í tilefni Alþjóðlega leiklistardagsins í dag
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar