Gleðin sem arðgreiðslur færa hefur tekið enda Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. mars 2019 07:00 Uppsláttur á forsíðu Stundarinnar um arðgreiðslur hótela bar þess merki að blaðið skeytti lítt um gangverk efnahagslífsins. Margir átta sig ekki á hve auðvelt það er að tapa miklu fé á skömmum tíma í rekstri. Margt getur farið úrskeiðis. Jafnvel þótt allt hafi gengið að óskum skömmu áður. Skúli Mogensen þekkir það manna best. Hann hefur þrisvar svifið seglum þöndum og tvisvar horft á hlutafé sitt brenna upp. Gæfan er hverful. Saga hans er ýkt en varpar ljósi á hvernig það er að stunda viðskipti. Það skiptast á skin og skúrir. Það eru ekki einungis djarfir ævintýramenn sem eru illa leiknir eftir fyrirtækjarekstur. Leikfangarisinn Toys’R’Us stóðst ekki tímans tönn og um 40 prósent álvera í heiminum hafa verið rekin með tapi vegna óhagstæðrar þróunar á mörkuðum. Eins og launafólk á fjármagn rétt á umbun sem fer eftir áhættunni sem er tekin hverju sinni. Umbunin getur verið í formi arðgreiðslna. Þær eru mikilvægur liður í gangverki efnahagslífsins. Án þeirra geta fjárfestar og frumkvöðlar allt eins setið heima með hendur í skauti og atvinnulífið koðnar niður. Það þarf að taka áhættu til að skapa störf, tryggja landsmönnum vörur og þjónustu og skapa gjaldeyristekjur. Og umsvifin leggja til samneyslunnar. Ferðaþjónusta hefur í áratugi gengið illa hér á landi. Almennt voru hótelin rekin með tapi á árunum 2003 til 2008, samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Uppsveiflan á undanförnum árum hefur verið með ólíkindum og því eðlilegt greiddur sé myndarlegur arður. Launþegar hafa sömuleiðis notið góðs af búhnykknum. Hlutur launafólks af verðmætasköpuninni er nú sá hæsti meðal OECD-ríkja. Stundinni varð á í messunni. Tölur án samhengis segja ekkert heldur spila á tilfinningar lesenda. Fjölmiðillinn setti ekki arðgreiðslur hótelanna í samhengi við það fjármagn sem bundið var í rekstrinum, því síður miðað við þá áhættu sem tekin var. Ef tekið er dæmi af handahófi, högnuðust Íslandshótel um 876 milljónir króna árið 2016. Það eru háar fjárhæðir en arðsemi eigin fjár var einungis átta prósent. Nú er staðan önnur. Viðskiptaráð hefur varað við að það stefni í að hótelin sem verkfallsaðgerðir beinast gegn verði rekin með tæplega þriggja milljarða króna tapi í ár. Staðan er tvísýn. Eflaust munu margir fjárfestar í ferðaþjónustu tapa háum fjárhæðum á næstu misserum. Vonandi munu einhverjir þeirra búa að gömlum arðgreiðslum. Gleðin hefur tekið enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Uppsláttur á forsíðu Stundarinnar um arðgreiðslur hótela bar þess merki að blaðið skeytti lítt um gangverk efnahagslífsins. Margir átta sig ekki á hve auðvelt það er að tapa miklu fé á skömmum tíma í rekstri. Margt getur farið úrskeiðis. Jafnvel þótt allt hafi gengið að óskum skömmu áður. Skúli Mogensen þekkir það manna best. Hann hefur þrisvar svifið seglum þöndum og tvisvar horft á hlutafé sitt brenna upp. Gæfan er hverful. Saga hans er ýkt en varpar ljósi á hvernig það er að stunda viðskipti. Það skiptast á skin og skúrir. Það eru ekki einungis djarfir ævintýramenn sem eru illa leiknir eftir fyrirtækjarekstur. Leikfangarisinn Toys’R’Us stóðst ekki tímans tönn og um 40 prósent álvera í heiminum hafa verið rekin með tapi vegna óhagstæðrar þróunar á mörkuðum. Eins og launafólk á fjármagn rétt á umbun sem fer eftir áhættunni sem er tekin hverju sinni. Umbunin getur verið í formi arðgreiðslna. Þær eru mikilvægur liður í gangverki efnahagslífsins. Án þeirra geta fjárfestar og frumkvöðlar allt eins setið heima með hendur í skauti og atvinnulífið koðnar niður. Það þarf að taka áhættu til að skapa störf, tryggja landsmönnum vörur og þjónustu og skapa gjaldeyristekjur. Og umsvifin leggja til samneyslunnar. Ferðaþjónusta hefur í áratugi gengið illa hér á landi. Almennt voru hótelin rekin með tapi á árunum 2003 til 2008, samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Uppsveiflan á undanförnum árum hefur verið með ólíkindum og því eðlilegt greiddur sé myndarlegur arður. Launþegar hafa sömuleiðis notið góðs af búhnykknum. Hlutur launafólks af verðmætasköpuninni er nú sá hæsti meðal OECD-ríkja. Stundinni varð á í messunni. Tölur án samhengis segja ekkert heldur spila á tilfinningar lesenda. Fjölmiðillinn setti ekki arðgreiðslur hótelanna í samhengi við það fjármagn sem bundið var í rekstrinum, því síður miðað við þá áhættu sem tekin var. Ef tekið er dæmi af handahófi, högnuðust Íslandshótel um 876 milljónir króna árið 2016. Það eru háar fjárhæðir en arðsemi eigin fjár var einungis átta prósent. Nú er staðan önnur. Viðskiptaráð hefur varað við að það stefni í að hótelin sem verkfallsaðgerðir beinast gegn verði rekin með tæplega þriggja milljarða króna tapi í ár. Staðan er tvísýn. Eflaust munu margir fjárfestar í ferðaþjónustu tapa háum fjárhæðum á næstu misserum. Vonandi munu einhverjir þeirra búa að gömlum arðgreiðslum. Gleðin hefur tekið enda.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun