Tveir spennuleikir og eitt burst: Ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2019 20:47 KR mætir nágrönnum sínum í Val og Stjarnan mætir Keflavík í úrslitakeppninni. vísir/bára Lokaumferðin í Dominos-deild kvenna fór fram í kvöld og nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni en fjögur efstu liðin taka þátt í úrslitakeppninni. Keflavík lagði KR í DHL-höllinni í spennutrylli, 97-95, en þrátt fyrir tapið hélt KR fjórða og síðasta sætinu í úrslitakeppninni því á sama tíma tapaði Snæfell fyrir Val á Hlíðarenda. Nýliðarnir því komnir í úrslitakeppnina. Sara Rún Hinriksdóttir var stórkostleg í liði Keflavíkur. Hún skoraði 30 og tók þar að auki sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Kiana Johnson skoraði 29 stig fyrir KR, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Stjarnan marði fallið lið Breiðabliks í Kópavogi í kvöld, 86-82, eftir að staðan hafi verið jöfn 81-81 er innan við ein mínúta var eftir. Stjarnan gulltryggði því þriðja sætið í deildinni og mætir Keflavík í undanúrslitunum en Breiðablik spilar ekki í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og hún gaf þar að auki sjö stoðsendingar og tók sjö fráköst. Í liði Blika sem kveður nú deildina var það Sanja Orazovic sem var stigahæst með átján stig. Haukar burstuðu svo Skallagrím, 104-59, en úrslitin réðust nánast strax í fyrsta leikhluta. Haukarnir skoruðu 34 stig í fyrsta leikhlutanum en gestirnir úr Borgarnesi einungis níu. Eftirleikurinn auðveldur. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 22 stig og var stigahæst í liði Hauka en hún bætti við fimm stoðsendingum og fimm fráköstum. Rósa Björk Pétursdóttir bætti við nítján stigum og sex fráköstum en stigahæst í liði Skallagríms var Ines Kerin stigahæst með tuttugu stig.Lokaniðurstaðan í deildinni: Valur 44 stig Keflavík 42 stig Stjarnan 36 stig KR 32 stig Snæfell 32 stig Haukar 18 stig Skallagrímur 12 stig Breiðablik 8 stigÚrslitakeppnin: Valur - KR Keflavík - Stjarnan Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Lokaumferðin í Dominos-deild kvenna fór fram í kvöld og nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni en fjögur efstu liðin taka þátt í úrslitakeppninni. Keflavík lagði KR í DHL-höllinni í spennutrylli, 97-95, en þrátt fyrir tapið hélt KR fjórða og síðasta sætinu í úrslitakeppninni því á sama tíma tapaði Snæfell fyrir Val á Hlíðarenda. Nýliðarnir því komnir í úrslitakeppnina. Sara Rún Hinriksdóttir var stórkostleg í liði Keflavíkur. Hún skoraði 30 og tók þar að auki sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Kiana Johnson skoraði 29 stig fyrir KR, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Stjarnan marði fallið lið Breiðabliks í Kópavogi í kvöld, 86-82, eftir að staðan hafi verið jöfn 81-81 er innan við ein mínúta var eftir. Stjarnan gulltryggði því þriðja sætið í deildinni og mætir Keflavík í undanúrslitunum en Breiðablik spilar ekki í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og hún gaf þar að auki sjö stoðsendingar og tók sjö fráköst. Í liði Blika sem kveður nú deildina var það Sanja Orazovic sem var stigahæst með átján stig. Haukar burstuðu svo Skallagrím, 104-59, en úrslitin réðust nánast strax í fyrsta leikhluta. Haukarnir skoruðu 34 stig í fyrsta leikhlutanum en gestirnir úr Borgarnesi einungis níu. Eftirleikurinn auðveldur. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 22 stig og var stigahæst í liði Hauka en hún bætti við fimm stoðsendingum og fimm fráköstum. Rósa Björk Pétursdóttir bætti við nítján stigum og sex fráköstum en stigahæst í liði Skallagríms var Ines Kerin stigahæst með tuttugu stig.Lokaniðurstaðan í deildinni: Valur 44 stig Keflavík 42 stig Stjarnan 36 stig KR 32 stig Snæfell 32 stig Haukar 18 stig Skallagrímur 12 stig Breiðablik 8 stigÚrslitakeppnin: Valur - KR Keflavík - Stjarnan
Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum