Enginn leikmaður enska liðsins var fæddur þegar liðið náði þessu síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2019 11:30 Bryan Robson fagnar þrennu sinni þegar England skoraði síðasta fimm mörk í tveimur landsleikjum í röð. Getty/Mark Leech Enska landsliðið er til alls líklegt í framtíðinni eftir tíu mörk á þremur dögum í undankeppni EM alls staðar 2020. Enska landsliðið hefur byrjað undankeppni Evrópumóts landsliða með frábærum hætti en liðið vann 5-1 útisigur á Svartfjallalandi í gærkvöldi. Þessi stórsigur kemur aðeins þremur dögum eftir að enska landsliðið vann 5-0 sigur á Tékkum á Wembley. Svartfjallaland og Tékkland eru engar smáþjóðir á fótboltavellinum og úrslitin gefa því sterk skilaboð. Enska landsliðið er því með 6 stig og markatöluna 10-1 eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2020. Raheem Sterling skoraði þrennu í fyrri leiknum og kom síðan að þremur mörkum í gær með einu marki og tveimur stoðsendingum. Harry Kane skoraði í báðum leikjum og Ross Barkley var með tvö mörk í gær. Fimmta markið í fyrri leiknum var sjálfsmark en fimmta markið í gær skoraði miðvörðurinn Michael Keane. Það er ekki á hverjum degi sem enska landsliðið nær þessu því liðið hafði ekki náð tveimur fimm marka leikjum í röð síðan í nóvember 1984 eða í 34 og hálft ár.5 - England have scored 5+ goals in consecutive matches for the first time since November 1984. Rout. pic.twitter.com/sgO6AIggZC — OptaJoe (@OptaJoe) March 25, 2019Síðasta náði enska landsliðið þessu þegar liðið vann 5-0 sigur á Finnlandi 17. október 1984 og svo 8-0 útisigur á Tyrklandi 14. nóvember 1984. Báðir leikirnir voru í undankeppni HM 1986. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Mark Hateley (2), Tony Woodcock, Bryan Robson og Kenny Sansom en leikurinn fór fram á gamla Wembley. Bryan Robson skoraði þrennu í seinni leiknum en hin mörkin skoruðu John Barnes (2), Tony Woodcock (2) og Viv Anderson. Það merkilega er að svo langt er síðan að þetta náðist síðast hjá enska landsliðinu að enginn leikmaður enska landsliðsins í dag var fæddur í nóvember 1984. Elsti leikmaður hópsins er varamarkvörðurinn Tom Heaton sem fæddist í apríl 1986. Af þeim sem tóku þátt í sigurleikjunum tveimur var Kyle Walker elstur en hann fæddist þó ekki fyrr en í maímánuði 1990.Mar 22: 5-0 Mar 25: 5-1 10 goals in the space of four days for the Three Lions. https://t.co/P1YyTPozS9 — Squawka Football (@Squawka) March 25, 2019 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Enska landsliðið er til alls líklegt í framtíðinni eftir tíu mörk á þremur dögum í undankeppni EM alls staðar 2020. Enska landsliðið hefur byrjað undankeppni Evrópumóts landsliða með frábærum hætti en liðið vann 5-1 útisigur á Svartfjallalandi í gærkvöldi. Þessi stórsigur kemur aðeins þremur dögum eftir að enska landsliðið vann 5-0 sigur á Tékkum á Wembley. Svartfjallaland og Tékkland eru engar smáþjóðir á fótboltavellinum og úrslitin gefa því sterk skilaboð. Enska landsliðið er því með 6 stig og markatöluna 10-1 eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2020. Raheem Sterling skoraði þrennu í fyrri leiknum og kom síðan að þremur mörkum í gær með einu marki og tveimur stoðsendingum. Harry Kane skoraði í báðum leikjum og Ross Barkley var með tvö mörk í gær. Fimmta markið í fyrri leiknum var sjálfsmark en fimmta markið í gær skoraði miðvörðurinn Michael Keane. Það er ekki á hverjum degi sem enska landsliðið nær þessu því liðið hafði ekki náð tveimur fimm marka leikjum í röð síðan í nóvember 1984 eða í 34 og hálft ár.5 - England have scored 5+ goals in consecutive matches for the first time since November 1984. Rout. pic.twitter.com/sgO6AIggZC — OptaJoe (@OptaJoe) March 25, 2019Síðasta náði enska landsliðið þessu þegar liðið vann 5-0 sigur á Finnlandi 17. október 1984 og svo 8-0 útisigur á Tyrklandi 14. nóvember 1984. Báðir leikirnir voru í undankeppni HM 1986. Mörkin í fyrri leiknum skoruðu þeir Mark Hateley (2), Tony Woodcock, Bryan Robson og Kenny Sansom en leikurinn fór fram á gamla Wembley. Bryan Robson skoraði þrennu í seinni leiknum en hin mörkin skoruðu John Barnes (2), Tony Woodcock (2) og Viv Anderson. Það merkilega er að svo langt er síðan að þetta náðist síðast hjá enska landsliðinu að enginn leikmaður enska landsliðsins í dag var fæddur í nóvember 1984. Elsti leikmaður hópsins er varamarkvörðurinn Tom Heaton sem fæddist í apríl 1986. Af þeim sem tóku þátt í sigurleikjunum tveimur var Kyle Walker elstur en hann fæddist þó ekki fyrr en í maímánuði 1990.Mar 22: 5-0 Mar 25: 5-1 10 goals in the space of four days for the Three Lions. https://t.co/P1YyTPozS9 — Squawka Football (@Squawka) March 25, 2019
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira