Sterling: Kominn tími til þess að fólkið sem ræður taki á kynþáttaníði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. mars 2019 08:30 Sterling fagnar marki sínu í gærkvöld vísir/getty Sigur Englands á Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020 stendur í skugganum af kynþáttaníði sem leikmenn Englands sátu undir frá stuðningsmönnum Svartfjallalands. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, varð sjálfur vitni af því þegar stuðningsmenn heimamanna í Svartfjallalandi nýddust á Danny Rose. Þá sagði Callum Hudson-Odoi frá því að hann hafi orðið var við kynþáttaníð úr stúkunni og Raheem Sterling setti á Twitter í gærkvöldi mynd af sér þar sem hann er með hendurnar á eyrunum og sagði „besta leiðin til þess að slökkva í höturunum, og já ég á við rasista.“ Sterling hefur áður orðið fyrir kynþáttaníði í vetur, þar á meðal heima fyrir í Englandi. Eftir leikinn í gærkvöld, sem England vann 5-1 og Sterling var á meðal markaskorara, var hann spurður að því hvort refsa ætti fyrir hegðun stuðningsmannanna með því að spila næstu leiki fyrir luktum dyrum. „Já. Það þarf að refsa þeim alvarlega til þess að þeir hugsi sig um áður en þeir gera þetta aftur,“ sagði Sterling.Best way to silence the haters (and yeah I mean racists) #2019 #getsomeeducationpic.twitter.com/ohhkOJtdey — Raheem Sterling (@sterling7) March 25, 2019 „Það er kominn tími til þess að fólkið sem ræður seti alvöru stimpil á þetta. Hversu mikið gerir það að sekta bara?“ „Það verður að refsa harðar, refsa öllum stuðningsmönnunum og banna þeim að fara á leiki. Ef liðið þeirra þarf að spila án stuðningsmanna þá verður það erfiðara fyrir liðið og stuðningsmennirnir munu hugsa sig tvisvar um.“ Regluverk UEFA segir að kynþáttaníði frá stuðningsmönnum skuli refsa með að minnsta kosti hluta af stúkunni lokaðri í næstu leikjum. Sterling sagði þó eftir leikinn að hann hafi sjálfur ekki heyrt neitt í þessum tiltekna leik, en hann heyrði af því frá Danny Rose. Spurður út í fagnið þar sem hann setti hendurnar á eyrun sagði Sterling: „Ég vildi bara sýna þeim að þeir þurfa að gera meira en þetta til þess að koma okkur úr jafnvægi og stoppa okkur. Við vitum allir hver húðlitur okkar er, svo ég veit ekki afhverju þetta er svona mikið mál, það er ekki eins og þeir séu að segja okkur eitthvað nýtt.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik Englands gegn Svartfjallalandi í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 25. mars 2019 22:19 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Sjá meira
Sigur Englands á Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020 stendur í skugganum af kynþáttaníði sem leikmenn Englands sátu undir frá stuðningsmönnum Svartfjallalands. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, varð sjálfur vitni af því þegar stuðningsmenn heimamanna í Svartfjallalandi nýddust á Danny Rose. Þá sagði Callum Hudson-Odoi frá því að hann hafi orðið var við kynþáttaníð úr stúkunni og Raheem Sterling setti á Twitter í gærkvöldi mynd af sér þar sem hann er með hendurnar á eyrunum og sagði „besta leiðin til þess að slökkva í höturunum, og já ég á við rasista.“ Sterling hefur áður orðið fyrir kynþáttaníði í vetur, þar á meðal heima fyrir í Englandi. Eftir leikinn í gærkvöld, sem England vann 5-1 og Sterling var á meðal markaskorara, var hann spurður að því hvort refsa ætti fyrir hegðun stuðningsmannanna með því að spila næstu leiki fyrir luktum dyrum. „Já. Það þarf að refsa þeim alvarlega til þess að þeir hugsi sig um áður en þeir gera þetta aftur,“ sagði Sterling.Best way to silence the haters (and yeah I mean racists) #2019 #getsomeeducationpic.twitter.com/ohhkOJtdey — Raheem Sterling (@sterling7) March 25, 2019 „Það er kominn tími til þess að fólkið sem ræður seti alvöru stimpil á þetta. Hversu mikið gerir það að sekta bara?“ „Það verður að refsa harðar, refsa öllum stuðningsmönnunum og banna þeim að fara á leiki. Ef liðið þeirra þarf að spila án stuðningsmanna þá verður það erfiðara fyrir liðið og stuðningsmennirnir munu hugsa sig tvisvar um.“ Regluverk UEFA segir að kynþáttaníði frá stuðningsmönnum skuli refsa með að minnsta kosti hluta af stúkunni lokaðri í næstu leikjum. Sterling sagði þó eftir leikinn að hann hafi sjálfur ekki heyrt neitt í þessum tiltekna leik, en hann heyrði af því frá Danny Rose. Spurður út í fagnið þar sem hann setti hendurnar á eyrun sagði Sterling: „Ég vildi bara sýna þeim að þeir þurfa að gera meira en þetta til þess að koma okkur úr jafnvægi og stoppa okkur. Við vitum allir hver húðlitur okkar er, svo ég veit ekki afhverju þetta er svona mikið mál, það er ekki eins og þeir séu að segja okkur eitthvað nýtt.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik Englands gegn Svartfjallalandi í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 25. mars 2019 22:19 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Sjá meira
Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik Englands gegn Svartfjallalandi í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 25. mars 2019 22:19