Ein mánaðarlaun á ári Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 26. mars 2019 07:00 Flestir háskólanemar fjármagna nám sitt með námslánum sem eru verðtryggð og bera 1% vexti. Algengt er að fólk sem leggur á sig langt og strangt nám skuldi margar milljónir króna í námslán að því loknu. Lántaki greiðir um 4% af launum sínum í af borganir af námslánum eða sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Fyrir marga er þetta þung byrði enda er fólk á sama tíma að hasla sér völl á vinnumarkaði, eignast börn og koma sér þaki yfir höfuðið. Aðildarfélög BHM eru nú að búa sig undir kjaraviðræður við ríki og sveitarfélög en samningar losna í lok þessa mánaðar. Í væntanlegum viðræðum munu félögin m.a. leggja áherslu á að breytingar verði gerðar á námslánakerfinu, einkum á reglum er varða endurgreiðslur námslána. Í fyrsta lagi vill BHM að komið verði til móts við greiðendur námslána sem jafnframt hafa fyrir fjölskyldu að sjá og/eða hafa tekið húsnæðislán. Farið er fram á að reglum um tekjutengingu vaxta- og barnabóta verði breytt þannig að árlegar af borganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem notaður er við útreikning bótanna. Í öðru lagi telur BHM að eftirstöðvar námsláns eigi að falla niður þegar lífeyristökualdri er náð eða þegar greitt hefur verið af láni í 40 ár. Nú eru námslán ótímabundin og fyrnast ekki. Í þriðja lagi telur BHM að auðvelda eigi lántökum að greiða upp námslán, þ.e.a.s. þeim sem á annað borð hafa tök á því að greiða upp sín lán. Samkvæmt núgildandi reglum sjóðsins er veittur 7% uppgreiðsluafsláttur þegar greitt er upp ógjaldfallið lán. Hækka ætti þennan afslátt upp í 20%. Loks leggur BHM áherslu á að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Enn eru í gildi sjálfskuldarábyrgðir á námslánum sem tekin voru fyrir 2009. Frá þeim tíma hefur Lánasjóður íslenskra námsmanna ekki krafist sjálfskuldarábyrgðar á lánunum. Í þessu felst augljós mismunun og ósamræmi sem ekki er hægt að una við.Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Skóla - og menntamál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Flestir háskólanemar fjármagna nám sitt með námslánum sem eru verðtryggð og bera 1% vexti. Algengt er að fólk sem leggur á sig langt og strangt nám skuldi margar milljónir króna í námslán að því loknu. Lántaki greiðir um 4% af launum sínum í af borganir af námslánum eða sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Fyrir marga er þetta þung byrði enda er fólk á sama tíma að hasla sér völl á vinnumarkaði, eignast börn og koma sér þaki yfir höfuðið. Aðildarfélög BHM eru nú að búa sig undir kjaraviðræður við ríki og sveitarfélög en samningar losna í lok þessa mánaðar. Í væntanlegum viðræðum munu félögin m.a. leggja áherslu á að breytingar verði gerðar á námslánakerfinu, einkum á reglum er varða endurgreiðslur námslána. Í fyrsta lagi vill BHM að komið verði til móts við greiðendur námslána sem jafnframt hafa fyrir fjölskyldu að sjá og/eða hafa tekið húsnæðislán. Farið er fram á að reglum um tekjutengingu vaxta- og barnabóta verði breytt þannig að árlegar af borganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem notaður er við útreikning bótanna. Í öðru lagi telur BHM að eftirstöðvar námsláns eigi að falla niður þegar lífeyristökualdri er náð eða þegar greitt hefur verið af láni í 40 ár. Nú eru námslán ótímabundin og fyrnast ekki. Í þriðja lagi telur BHM að auðvelda eigi lántökum að greiða upp námslán, þ.e.a.s. þeim sem á annað borð hafa tök á því að greiða upp sín lán. Samkvæmt núgildandi reglum sjóðsins er veittur 7% uppgreiðsluafsláttur þegar greitt er upp ógjaldfallið lán. Hækka ætti þennan afslátt upp í 20%. Loks leggur BHM áherslu á að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Enn eru í gildi sjálfskuldarábyrgðir á námslánum sem tekin voru fyrir 2009. Frá þeim tíma hefur Lánasjóður íslenskra námsmanna ekki krafist sjálfskuldarábyrgðar á lánunum. Í þessu felst augljós mismunun og ósamræmi sem ekki er hægt að una við.Höfundur er formaður BHM
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun