Skipunartími sýslumannsins rennur sitt skeið um næstu áramót Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. mars 2019 06:01 Þórólfur Halldórsson sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna lögbannsins. Skipunartími sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu rennur út um áramót, en Þórólfur Halldórsson var skipaður í embættið 1. janúar 2015. Nokkur styr hefur staðið um sýslumanninn, sem samþykkti beiðni Glitnis Holdco og lagði lögbann við fréttaflutningi Stundarinnar úr gögnum sem miðillinn hafði undir höndum af fjármálum og viðskiptum þáverandi forsætisráðherra landsins aðeins 12 dögum fyrir alþingiskosningarnar 2017. Lögbannið varði í rétt tæpt ár eða þar til dómur Landsréttar var kveðinn upp í október síðastliðnum. Lokadómur féll í Hæstarétti fyrir helgi og lögbanni og öllum öðrum kröfum Glitnis Holdco endanlega hafnað. Í dóminum kemur fram að lögbannið hafi verið sérstaklega íþyngjandi vegna þess hve stutt var til kosninga og umfjöllun miðlanna varðaði fjármálagerninga þáverandi forsætisráðherra og aðila sem tengdust honum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort staða Þórólfs verður auglýst, samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins, en nokkur óvissa ríkir einnig um hver muni gegna stöðu ráðherra þegar ákvörðun um auglýsingu og skipun í stöðuna verður tekin. Hyggist ráðherra auglýsa stöðuna ber að tilkynna sitjandi sýslumanni þá ákvörðun með sex mánaða fyrirvara, eða 1. júlí næstkomandi, Þá hafa forsvarsmenn Stundarinnar ekki tekið ákvörðun um hvort þeir höfða mál til heimtingar bóta vegna málsins. Fjallað er um rétt til bóta í lögum um kyrrsetningu og lögbann. Ef gerðarþoli lögbanns er sýknaður í staðfestingarmáli um lögbann ber þeim sem krafðist lögbannsins að greiða honum bætur fyrir miska og fjártjón, þar á meðal fyrir spjöll á lánstrausti og viðskiptahagsmunum, sem telja megi að lögbannsgerðin hafi valdið. Í slíku máli er heimilt að dæma skaðabætur að álitum, ef ljóst þykir að fjártjón hafi orðið en ekki sé unnt að sanna fjárhæð þess Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28 Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. 23. mars 2019 09:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Skipunartími sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu rennur út um áramót, en Þórólfur Halldórsson var skipaður í embættið 1. janúar 2015. Nokkur styr hefur staðið um sýslumanninn, sem samþykkti beiðni Glitnis Holdco og lagði lögbann við fréttaflutningi Stundarinnar úr gögnum sem miðillinn hafði undir höndum af fjármálum og viðskiptum þáverandi forsætisráðherra landsins aðeins 12 dögum fyrir alþingiskosningarnar 2017. Lögbannið varði í rétt tæpt ár eða þar til dómur Landsréttar var kveðinn upp í október síðastliðnum. Lokadómur féll í Hæstarétti fyrir helgi og lögbanni og öllum öðrum kröfum Glitnis Holdco endanlega hafnað. Í dóminum kemur fram að lögbannið hafi verið sérstaklega íþyngjandi vegna þess hve stutt var til kosninga og umfjöllun miðlanna varðaði fjármálagerninga þáverandi forsætisráðherra og aðila sem tengdust honum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort staða Þórólfs verður auglýst, samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins, en nokkur óvissa ríkir einnig um hver muni gegna stöðu ráðherra þegar ákvörðun um auglýsingu og skipun í stöðuna verður tekin. Hyggist ráðherra auglýsa stöðuna ber að tilkynna sitjandi sýslumanni þá ákvörðun með sex mánaða fyrirvara, eða 1. júlí næstkomandi, Þá hafa forsvarsmenn Stundarinnar ekki tekið ákvörðun um hvort þeir höfða mál til heimtingar bóta vegna málsins. Fjallað er um rétt til bóta í lögum um kyrrsetningu og lögbann. Ef gerðarþoli lögbanns er sýknaður í staðfestingarmáli um lögbann ber þeim sem krafðist lögbannsins að greiða honum bætur fyrir miska og fjártjón, þar á meðal fyrir spjöll á lánstrausti og viðskiptahagsmunum, sem telja megi að lögbannsgerðin hafi valdið. Í slíku máli er heimilt að dæma skaðabætur að álitum, ef ljóst þykir að fjártjón hafi orðið en ekki sé unnt að sanna fjárhæð þess
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02 Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28 Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. 23. mars 2019 09:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Fullnaðarsigur í lögbannsmálinu Blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media voru í Hæstarétti í dag sýknaðir af kröfum Glitnis Holdco þess efnis að þeim hefði ekki borið að afhenda Glitni gögn sem blaðamennir höfðu undir höndum um viðskiptavini bankans. 22. mars 2019 10:02
Ritstjóri Stundarinnar: Kæfandi tilfinning að láta þagga niður í sér Stundin hafði skömmu áður en sýslumaður lagði lögbannið á fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, sem á þeim tíma var forsætisráðherra en gegnir nú starfi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Lögbannið var sett á rúmum tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fóru fram í lok október 2017. 22. mars 2019 11:28
Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna Hæstiréttur fjallar ítarlega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Ritstjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. 23. mars 2019 09:30