Deschamps ræddi ekki við Mbappe um dýfuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 25. mars 2019 14:15 Kylian Mbappe liggur í grasinu í leiknum gegn Moldóvu á föstudag. Vísir/Getty Ungstirnið Kylian Mbappe, sem er nú sterklega orðaður við Real Madrid, verður væntanlega í eldlínunni þegar heimsmeistarar Frakka taka á móti íslenska liðinu í undankeppni EM 2020 í kvöld en leikurinn fer fram á Stade de France í París. Bæði lið unnu fyrstu leiki sína í undankeppninni - Ísland lagði Andorra að velli, 2-0, og Frakkar unnu öruggan 4-1 sigur á Moldóvu. Mbappe fékk áminningu í leiknum fyrir leikaraskap en hann lét sig falla í teig Moldóvu eftir að hafa reynt að komast framhjá markverði liðsins. Nokkrum dögum áður hafði hann verið gagnrýndur fyrir að láta sig falla í grasið með miklum tilþrifum í leik með liði sínu, PSG, gegn Marseille. Bæði Hugo Lloris, landsliðsfyrirliði, og Didier Deschamps þjálfari voru spurðir út í Mbappe á blaðamannafundi franska liðsins í gær. „Við vitum allir hversu miklum gæðum Mbappe býr yfir. Hann er frábær leikmaður en enn ungur. Hann hefur þroskast og ber virðingu fyrir félögum sínum og liðunum - PSG og franska landsliðinu,“ sagði Lloris án þess að fara nánar út í þá gagnrýni sem hann hefur fengið. „Hann er metnaðarfullur og eðlilegt að hann sé undir smásjánni. Hann á margt eftir óunnið á sínum ferli og við ætlum að hjálpa honum eins og við getum.“ Deschamps var spurður hvort að hann hefði rætt sérstaklega við Mbappe eftir leikinn á föstudag og var svarið einfalt: „Ég sagði ekkert við hann. Ég ræði við leikmenn þegar þess þarf en ég hafði ekkert sérstakt að segja við hann. Ég hef ekkert að segja um þetta.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM Það greinilega mjög gaman á æfingum franska landsliðsins sem er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Moldóvu og Íslandi. 21. mars 2019 22:30 Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim. 22. mars 2019 22:30 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Ungstirnið Kylian Mbappe, sem er nú sterklega orðaður við Real Madrid, verður væntanlega í eldlínunni þegar heimsmeistarar Frakka taka á móti íslenska liðinu í undankeppni EM 2020 í kvöld en leikurinn fer fram á Stade de France í París. Bæði lið unnu fyrstu leiki sína í undankeppninni - Ísland lagði Andorra að velli, 2-0, og Frakkar unnu öruggan 4-1 sigur á Moldóvu. Mbappe fékk áminningu í leiknum fyrir leikaraskap en hann lét sig falla í teig Moldóvu eftir að hafa reynt að komast framhjá markverði liðsins. Nokkrum dögum áður hafði hann verið gagnrýndur fyrir að láta sig falla í grasið með miklum tilþrifum í leik með liði sínu, PSG, gegn Marseille. Bæði Hugo Lloris, landsliðsfyrirliði, og Didier Deschamps þjálfari voru spurðir út í Mbappe á blaðamannafundi franska liðsins í gær. „Við vitum allir hversu miklum gæðum Mbappe býr yfir. Hann er frábær leikmaður en enn ungur. Hann hefur þroskast og ber virðingu fyrir félögum sínum og liðunum - PSG og franska landsliðinu,“ sagði Lloris án þess að fara nánar út í þá gagnrýni sem hann hefur fengið. „Hann er metnaðarfullur og eðlilegt að hann sé undir smásjánni. Hann á margt eftir óunnið á sínum ferli og við ætlum að hjálpa honum eins og við getum.“ Deschamps var spurður hvort að hann hefði rætt sérstaklega við Mbappe eftir leikinn á föstudag og var svarið einfalt: „Ég sagði ekkert við hann. Ég ræði við leikmenn þegar þess þarf en ég hafði ekkert sérstakt að segja við hann. Ég hef ekkert að segja um þetta.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM Það greinilega mjög gaman á æfingum franska landsliðsins sem er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Moldóvu og Íslandi. 21. mars 2019 22:30 Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim. 22. mars 2019 22:30 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10
Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00
Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM Það greinilega mjög gaman á æfingum franska landsliðsins sem er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Moldóvu og Íslandi. 21. mars 2019 22:30
Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim. 22. mars 2019 22:30