Rússnesk hergögn í Caracas Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 06:51 Mynd sem sögð er tekin í Caracas á laugardag. twitter Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag. Haft er eftir rússneskum miðlum að koma vélanna sé liður í hernaðarsamstarfi ríkjanna tveggja en þrír mánuðir eru liðnir síðan Rússar og Venesúelar héldu sameiginlegar heræfingar. Rússar eru meðal styrkustu bandamanna venesúelskra stjórnvalda. Þeir hafa látið milljarða af hendi rakna til ríkisins á liðnum árum, auk þess sem þeir hafa varið sitjandi forseta, Nicolás Maduro, gegn ásókn þingforsetans Juan Guaido og alþjóðlegra stuðningsmanna hans. Venesúelskur blaðamaður sem segist hafa verið staddur á alþjóðaflugvellinum í Caracas um helgina telur sig hafa séð um 100 hermenn ganga úr þotunum tveimur. Þar að auki áætlar hann að um 35 tonn af hergögnum hafi verið ferjaðar úr stærri vélinni, sem var af gerðinni Antonov-124. Þá telur hann sig jafnframt hafa séð hershöfðingjann Vasilý Tonkosjkúrov leiða hermennina frá borði.Hoy llegaron al aeropuerto Internacional de Maiquetía estos dos aviones de la Fuerza Aerea rusa.1 Ilyushin Il-62M1 Antomov 124Fotos: cortesía pic.twitter.com/w7hgQhyivr— Federico Black B. (@FedericoBlackB) March 23, 2019 Þetta er í annað sinn á undanförnum mánuðum sem Rússar senda herþotur til Venesúela, það gerðu þau síðast í desember síðastliðnum. Samband rússneskra og venesúelskra stjórnvalda hefur styrkst á undanförnum mánuðum, samhliða versnandi sambandi Venesúela og þorra Vesturveldanna. Rússar hafa fordæmt það sem þeir telja valdaránstilraun fyrrnefnds Guaido, sem lýsti sjálfan sig forseta landsins í janúar. Guaido nýtur þó stuðnings fjölmargra ríkja, til að mynda Bandaríkjanna og Íslands. Því telja greinendur að Rússar séu með hergagnaflutningi sínum til Caracas að styrkja enn frekar hinn umsetna Maduro gegn íhlutun „bandarískra heimsvaldasinna“ í málefnum Suður-Ameríku. Rússland Venesúela Tengdar fréttir Kínverjar bjóða Venesúela hjálp við að koma rafmagni aftur á Forseti Venesúela sakar Bandaríkjastjórn um að hafa slegið út rafmagni með tölvuárás. 13. mars 2019 11:41 Vill rannsókn á Juan Guaidó Venesúela Tarek Saab, ríkissaksóknari Venesúela, fór í gær fram á við hæstarétt að rannsaka hvort Juan Guaidó stjórnarandstöðuleiðtogi hafi gerst sekur um skemmdarverk á orkuinnviðum landsins. 13. mars 2019 06:15 Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Áður óbirtar myndbandsupptökur benda til þess að kviknað hafi í flutningabíl með neyðargögn út frá bensínsprengju mótmælanda. Ekki virðast heldur hafa verið lyf í sendingunni eins og haldið hefur verið fram. 11. mars 2019 10:10 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira
Tveimur rússneskum herþotum, klyfjaðar hvers kyns hergögnum og mannskap, er sagt hafa verið flogið til Venesúela á laugardag. Haft er eftir rússneskum miðlum að koma vélanna sé liður í hernaðarsamstarfi ríkjanna tveggja en þrír mánuðir eru liðnir síðan Rússar og Venesúelar héldu sameiginlegar heræfingar. Rússar eru meðal styrkustu bandamanna venesúelskra stjórnvalda. Þeir hafa látið milljarða af hendi rakna til ríkisins á liðnum árum, auk þess sem þeir hafa varið sitjandi forseta, Nicolás Maduro, gegn ásókn þingforsetans Juan Guaido og alþjóðlegra stuðningsmanna hans. Venesúelskur blaðamaður sem segist hafa verið staddur á alþjóðaflugvellinum í Caracas um helgina telur sig hafa séð um 100 hermenn ganga úr þotunum tveimur. Þar að auki áætlar hann að um 35 tonn af hergögnum hafi verið ferjaðar úr stærri vélinni, sem var af gerðinni Antonov-124. Þá telur hann sig jafnframt hafa séð hershöfðingjann Vasilý Tonkosjkúrov leiða hermennina frá borði.Hoy llegaron al aeropuerto Internacional de Maiquetía estos dos aviones de la Fuerza Aerea rusa.1 Ilyushin Il-62M1 Antomov 124Fotos: cortesía pic.twitter.com/w7hgQhyivr— Federico Black B. (@FedericoBlackB) March 23, 2019 Þetta er í annað sinn á undanförnum mánuðum sem Rússar senda herþotur til Venesúela, það gerðu þau síðast í desember síðastliðnum. Samband rússneskra og venesúelskra stjórnvalda hefur styrkst á undanförnum mánuðum, samhliða versnandi sambandi Venesúela og þorra Vesturveldanna. Rússar hafa fordæmt það sem þeir telja valdaránstilraun fyrrnefnds Guaido, sem lýsti sjálfan sig forseta landsins í janúar. Guaido nýtur þó stuðnings fjölmargra ríkja, til að mynda Bandaríkjanna og Íslands. Því telja greinendur að Rússar séu með hergagnaflutningi sínum til Caracas að styrkja enn frekar hinn umsetna Maduro gegn íhlutun „bandarískra heimsvaldasinna“ í málefnum Suður-Ameríku.
Rússland Venesúela Tengdar fréttir Kínverjar bjóða Venesúela hjálp við að koma rafmagni aftur á Forseti Venesúela sakar Bandaríkjastjórn um að hafa slegið út rafmagni með tölvuárás. 13. mars 2019 11:41 Vill rannsókn á Juan Guaidó Venesúela Tarek Saab, ríkissaksóknari Venesúela, fór í gær fram á við hæstarétt að rannsaka hvort Juan Guaidó stjórnarandstöðuleiðtogi hafi gerst sekur um skemmdarverk á orkuinnviðum landsins. 13. mars 2019 06:15 Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Áður óbirtar myndbandsupptökur benda til þess að kviknað hafi í flutningabíl með neyðargögn út frá bensínsprengju mótmælanda. Ekki virðast heldur hafa verið lyf í sendingunni eins og haldið hefur verið fram. 11. mars 2019 10:10 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira
Kínverjar bjóða Venesúela hjálp við að koma rafmagni aftur á Forseti Venesúela sakar Bandaríkjastjórn um að hafa slegið út rafmagni með tölvuárás. 13. mars 2019 11:41
Vill rannsókn á Juan Guaidó Venesúela Tarek Saab, ríkissaksóknari Venesúela, fór í gær fram á við hæstarétt að rannsaka hvort Juan Guaidó stjórnarandstöðuleiðtogi hafi gerst sekur um skemmdarverk á orkuinnviðum landsins. 13. mars 2019 06:15
Stjórnarandstæðingar gætu hafa kveikt óvart í hjálpargögnum Áður óbirtar myndbandsupptökur benda til þess að kviknað hafi í flutningabíl með neyðargögn út frá bensínsprengju mótmælanda. Ekki virðast heldur hafa verið lyf í sendingunni eins og haldið hefur verið fram. 11. mars 2019 10:10