Messi og Ronaldo snúa til baka í landsliðin sín á sama tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 12:00 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Getty/Lars Baron Lionel Messi og Cristiano Ronaldo duttu út af HM á sama degi og snúa líka til baka í landsliðin sín á sama tíma Argentínumaðurinn Lionel Messi og Portúgalann Cristiano Ronaldo verða að eilífu tengdir sem tveir langbestu knattspyrnumenn heims á sínum tíma. Þeir virðast líka oft fylgjast að og svara stórleik hins með stórleik hjá sér. Nú snúa þeir báðir aftur í landslið sín á sama tíma eftir að hafa tekið sér frí frá landsliðinu síðan á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem var vonbrigðarmót fyrir þá báða. Báðir duttu þeir út með sínum liðum í sextán liða úrslitum og meira segja á sama degi eða 30. júní."It's a joy for me and for everyone that he's back - we're all very happy." Lionel Messi and Cristiano Ronaldo are both set to play for their countries for the first time since the 2018 World Cup in Russia. More: https://t.co/Gq0ob0Zfe7pic.twitter.com/XHUVjuXpwa — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2019 Sumir telja þetta hafa verið síðasti möguleiki þeirra beggja að verða heimsmeistari og það tók þá greinilega báða langan tíma að jafna sig. Í kvöld klæðast þeir hins vegar landsliðstreyjum sínum á ný. Lionel Messi spilar vináttulandsleik með Argentínu á móti Venesúela í Madrid og Cristiano Ronaldo spilar fyrsta leik Portúgal í undankeppni EM 2020 sem er á móti Úkraínu í Lissabon. Þeir hafa báðir misst af síðustu sex landsleikjum sinna þjóða. Þeir eru líka báðir spila stuttu eftir að hafa boðið upp á magnaða frammistöðu í Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu fyrir Juventus á móti hinni gríðarsterku vörn Atletico Madrid og Messi var með tvö mörk og tvær stoðsendingar í sigri Barcelona á Lyon. Messi bætti síðan um betur og skoraði magnaða þrennu í deildarleik á sunnudaginn.The battle of the GOATS! Argentina's Lionel Messi and Portugal's Cristiano Ronaldo are set to play for their countries for the first time since the World Cup. Read more ➡ https://t.co/Gq0ob0HEmzpic.twitter.com/rpIz9PYyaN — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Cristiano Ronaldo er orðinn 34 ára gamall og hefur skorað 85 mörk í 154 landsleikjum. Joao Cancelo, varnarmaður Portúgals var ánægður að fá stórstjörnuna aftur inn í landsliðið. „Cristiano kemur með gæði inn í öll lið. Það er okkur mikil ánægja að spila með honum og hann er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Joao Cancelo. Lionel Messi er 31 árs og hefur skorað 65 mörk í 128 landsleikjum. „Það er mikil gleði fyrir mig og alla aðra að hann sé kominn til baka. Við erum allir mjög ánægðir,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo duttu út af HM á sama degi og snúa líka til baka í landsliðin sín á sama tíma Argentínumaðurinn Lionel Messi og Portúgalann Cristiano Ronaldo verða að eilífu tengdir sem tveir langbestu knattspyrnumenn heims á sínum tíma. Þeir virðast líka oft fylgjast að og svara stórleik hins með stórleik hjá sér. Nú snúa þeir báðir aftur í landslið sín á sama tíma eftir að hafa tekið sér frí frá landsliðinu síðan á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem var vonbrigðarmót fyrir þá báða. Báðir duttu þeir út með sínum liðum í sextán liða úrslitum og meira segja á sama degi eða 30. júní."It's a joy for me and for everyone that he's back - we're all very happy." Lionel Messi and Cristiano Ronaldo are both set to play for their countries for the first time since the 2018 World Cup in Russia. More: https://t.co/Gq0ob0Zfe7pic.twitter.com/XHUVjuXpwa — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2019 Sumir telja þetta hafa verið síðasti möguleiki þeirra beggja að verða heimsmeistari og það tók þá greinilega báða langan tíma að jafna sig. Í kvöld klæðast þeir hins vegar landsliðstreyjum sínum á ný. Lionel Messi spilar vináttulandsleik með Argentínu á móti Venesúela í Madrid og Cristiano Ronaldo spilar fyrsta leik Portúgal í undankeppni EM 2020 sem er á móti Úkraínu í Lissabon. Þeir hafa báðir misst af síðustu sex landsleikjum sinna þjóða. Þeir eru líka báðir spila stuttu eftir að hafa boðið upp á magnaða frammistöðu í Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu fyrir Juventus á móti hinni gríðarsterku vörn Atletico Madrid og Messi var með tvö mörk og tvær stoðsendingar í sigri Barcelona á Lyon. Messi bætti síðan um betur og skoraði magnaða þrennu í deildarleik á sunnudaginn.The battle of the GOATS! Argentina's Lionel Messi and Portugal's Cristiano Ronaldo are set to play for their countries for the first time since the World Cup. Read more ➡ https://t.co/Gq0ob0HEmzpic.twitter.com/rpIz9PYyaN — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Cristiano Ronaldo er orðinn 34 ára gamall og hefur skorað 85 mörk í 154 landsleikjum. Joao Cancelo, varnarmaður Portúgals var ánægður að fá stórstjörnuna aftur inn í landsliðið. „Cristiano kemur með gæði inn í öll lið. Það er okkur mikil ánægja að spila með honum og hann er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Joao Cancelo. Lionel Messi er 31 árs og hefur skorað 65 mörk í 128 landsleikjum. „Það er mikil gleði fyrir mig og alla aðra að hann sé kominn til baka. Við erum allir mjög ánægðir,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira