Tvísýn staða Hörður Ægisson skrifar 22. mars 2019 08:00 Allt ber að sama brunni. Eftir fordæmalausan vöxt í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnunum fjölgaði árlega um tugi prósenta og til varð atvinnugrein sem skapar meira en 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins, er núna harkaleg niðursveifla handan við hornið. Í stað væntinga um hóflegan vöxt er útlit fyrir samdrátt í komu ferðamanna til landsins. Fyrir mörg fyrirtæki í greininni eiga afleiðingarnar eftir að verða þungbærar og birtast okkur í gjaldþrotum og uppsögnum. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Ný skoðanakönnun á væntingum stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, sem gefur til kynna minnkandi umsvif í atvinnulífinu á næstunni, sýnir þannig að svartsýnin er hvað mest á meðal stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu en þeir sjá fram á verulegan samdrátt í fjárfestingum. Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Alvarlegt bakslag í þeirri atvinnugrein mun því hafa mikil og kerfislæg áhrif. Ákvarðanir um fjárfestingar í atvinnulífinu, meðal annars á byggingarmarkaði, síðustu ár hafa tekið mið af spám um áframhaldandi fjölgun ferðamanna. Nú þegar fyrir liggur að þær muni ekki ganga eftir er hætt við því að afleiðingarnar verði sársaukafullar. Sökum sterkra stoða þjóðarbúsins, sem birtist okkur meðal annars í því að Íslendingar eru lánveitendur við útlönd, er engu að síður lítil hætta á kerfishruni. Seðlabankinn býr þannig yfir stórum gjaldeyrisforða, sem nemur um 750 milljörðum, sem bankinn kann að beita til að vinna á móti lækkandi gengi krónunnar og þá um leið hemja verðbólguna sem er hans lögbundna markmið. Fórnarkostnaðurinn gæti hins vegar orðið sá að atvinnuleysi verði meira en Íslendingar hafa áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Afdrif annars af íslensku flugfélögunum ræður miklu um framhaldið. Alvarleg fjárhagsstaða WOW air er flestum kunn en félagið, sem ásamt Icelandair stendur undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu, hefur á síðustu mánuðum átt í viðræðum við Indigo Partners. Nái kaup bandaríska félagsins ekki fram að ganga, sem verður að teljast æ líklegra eftir því sem tíminn líður en Indigo hefur sagst vera reiðubúið að leggja WOW air til allt að 10,5 milljarða, þarf ekki að spyrja að leikslokum. Greiðsluþrot WOW air yrði án efa gríðarlegt högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Sá möguleiki að Icelandair, sem glímir sjálft við miklar áskoranir enda þótt bráðavandinn sé ekki sá sami, taki yfir rekstur WOW air hlýtur þá að koma til greina til að forða þjóðarbúinu frá slíku áfalli. Ef þörf er á aðkomu stjórnvalda til að liðka fyrir sameiningu félaganna, með einum eða öðrum hætti, ættu þau ekki að útiloka það fyrirfram. Staðan er því afar tvísýn. Fari allt á versta veg hjá WOW air, samhliða því að flugfloti Icelandair verði hugsanlega talsvert minni en sumaráætlanir flugfélagsins gerðu ráð fyrir vegna kyrrsetningar á MAX 8-þotum, er ljóst að niðurstaðan yrði tugprósenta samdráttur í komum ferðamanna til landsins. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar fyrir hagkerfið. Að ætla að efna til átaka á vinnumarkaði þegar þess konar vá er fyrir dyrum, vegna óraunhæfra krafna um launahækkanir sem engin innistæða er fyrir, er eins og verstu öfugmæli. Þjóðarbúið hefur ekki efni á slíku hættuspili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Allt ber að sama brunni. Eftir fordæmalausan vöxt í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnunum fjölgaði árlega um tugi prósenta og til varð atvinnugrein sem skapar meira en 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins, er núna harkaleg niðursveifla handan við hornið. Í stað væntinga um hóflegan vöxt er útlit fyrir samdrátt í komu ferðamanna til landsins. Fyrir mörg fyrirtæki í greininni eiga afleiðingarnar eftir að verða þungbærar og birtast okkur í gjaldþrotum og uppsögnum. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Ný skoðanakönnun á væntingum stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins, sem gefur til kynna minnkandi umsvif í atvinnulífinu á næstunni, sýnir þannig að svartsýnin er hvað mest á meðal stjórnenda í flutningum og ferðaþjónustu en þeir sjá fram á verulegan samdrátt í fjárfestingum. Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Alvarlegt bakslag í þeirri atvinnugrein mun því hafa mikil og kerfislæg áhrif. Ákvarðanir um fjárfestingar í atvinnulífinu, meðal annars á byggingarmarkaði, síðustu ár hafa tekið mið af spám um áframhaldandi fjölgun ferðamanna. Nú þegar fyrir liggur að þær muni ekki ganga eftir er hætt við því að afleiðingarnar verði sársaukafullar. Sökum sterkra stoða þjóðarbúsins, sem birtist okkur meðal annars í því að Íslendingar eru lánveitendur við útlönd, er engu að síður lítil hætta á kerfishruni. Seðlabankinn býr þannig yfir stórum gjaldeyrisforða, sem nemur um 750 milljörðum, sem bankinn kann að beita til að vinna á móti lækkandi gengi krónunnar og þá um leið hemja verðbólguna sem er hans lögbundna markmið. Fórnarkostnaðurinn gæti hins vegar orðið sá að atvinnuleysi verði meira en Íslendingar hafa áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Afdrif annars af íslensku flugfélögunum ræður miklu um framhaldið. Alvarleg fjárhagsstaða WOW air er flestum kunn en félagið, sem ásamt Icelandair stendur undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu, hefur á síðustu mánuðum átt í viðræðum við Indigo Partners. Nái kaup bandaríska félagsins ekki fram að ganga, sem verður að teljast æ líklegra eftir því sem tíminn líður en Indigo hefur sagst vera reiðubúið að leggja WOW air til allt að 10,5 milljarða, þarf ekki að spyrja að leikslokum. Greiðsluþrot WOW air yrði án efa gríðarlegt högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Sá möguleiki að Icelandair, sem glímir sjálft við miklar áskoranir enda þótt bráðavandinn sé ekki sá sami, taki yfir rekstur WOW air hlýtur þá að koma til greina til að forða þjóðarbúinu frá slíku áfalli. Ef þörf er á aðkomu stjórnvalda til að liðka fyrir sameiningu félaganna, með einum eða öðrum hætti, ættu þau ekki að útiloka það fyrirfram. Staðan er því afar tvísýn. Fari allt á versta veg hjá WOW air, samhliða því að flugfloti Icelandair verði hugsanlega talsvert minni en sumaráætlanir flugfélagsins gerðu ráð fyrir vegna kyrrsetningar á MAX 8-þotum, er ljóst að niðurstaðan yrði tugprósenta samdráttur í komum ferðamanna til landsins. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar fyrir hagkerfið. Að ætla að efna til átaka á vinnumarkaði þegar þess konar vá er fyrir dyrum, vegna óraunhæfra krafna um launahækkanir sem engin innistæða er fyrir, er eins og verstu öfugmæli. Þjóðarbúið hefur ekki efni á slíku hættuspili.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun