Innlent

Ferðalangar varaðir við dimmum éljum

Birgir Olgeirsson skrifar
í dag eru vorjafndægur, dagurinn orðinn jafn langur og nóttin og því vonandi stutt í vorið.
í dag eru vorjafndægur, dagurinn orðinn jafn langur og nóttin og því vonandi stutt í vorið. Vísir/Vilhelm
Það gengur á með dimmum éljum á vestanverðu landinu í dag og vegfarendur þar því varaðir við vafasömu ferðaveðri. Hefur Veðurstofa Íslands gefið út gula viðvörun fyrir Breiðafjörð og Vestfirði sem gildir frá sjö í morgun til sex í fyrramálið.

Spáð er suðvestanátt í dag, en léttskýjað á Austurlandi. Vindurinn nær sér vel á strik, hvassviðri eða stormur um landið norðvestanvert og víða rok þar í kvöld, en heldur hægari í öðrum landshlutum.

Suðvestan 8-15 m/s á morgun og él sunnan- og vestantil á landinu, en þurrt norðaustanlands. Hiti kringum frostmark að deginum.

Fram yfir helgi má síðan búast við snjókomu eða éljum víða um land. En í dag eru vorjafndægur, dagurinn orðinn jafn langur og nóttin og því vonandi stutt í vorið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×