Flugmaðurinn sem flaug Sala var ekki með næturflugsréttindi Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 14:02 Dauði Sala var knattspyrnuheiminum áfall. Vísir/EPA Fullyrt er að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni sem hrapaði yfir Ermarsundi með argentínska knattspyrnumanninum Emiliano Sala innanborðs í janúar var ekki með réttindi til að fljúga að nóttu til. Þá er talið að flugmaðurinn hafi verið litblindur. Sala var 28 ára gamall og var á leiðinni til Cardiff frá Nantes í Frakklandi þegar flugvélin hrapaði 21. janúar. Hann og flugmaðurinn, David Ibbotson, fórust með vélinni.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Ibbotson hafi aðeins haft leyfi til þess að fljúga í dagsbirtu. Bresk flugmálayfirvöld vildu ekki tjá sig um frétt þess en rannsóknarnefnd flugslysa þar í landi sagði að réttindi flugmannsins væru áfram til skoðunar í rannsókn hennar á slysinu. Upplýsingar um réttindi flugmanna eru ekki opinber í Bretlandi en í Bandaríkjunum, þar sem Ibbotson var einnig með réttindi, kemur fram að hann hafi þurft að fljúga með gleraugu vegna nærsýni. Þá var kveðið á um að allar takmarkanir í bresku skírteini hans giltu vestanhafs. Heimildarmaður BBC segir að geta flugmanns til þess að greina grænt ljós frá rauðu væri lykilatriði í að fljúga í myrkri. Ólöglegt sé að fljúga við skilyrði sem sem menn hafi ekki réttindi til. Það geti haft áhrif á tryggingarmál flugvélarinnar. Upphaflega átti Ibbotson að fljúga með Sala til Cardiff klukkan níu að morgni. Því var hins vegar frestað til klukkan 19:00 svo Sala gæti kvatt félaga sína í Nantes. Þá var klukkutími og tíu mínútur liðnar frá sólsetri. Samkvæmt evrópskum flugstjórnarlögum er nótt skilgreind sem tíminn frá hálftíma eftir sólsetur til hálftíma fyrir sólarupprás. Argentína Bretland Emiliano Sala Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. 1. mars 2019 08:30 Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Fullyrt er að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni sem hrapaði yfir Ermarsundi með argentínska knattspyrnumanninum Emiliano Sala innanborðs í janúar var ekki með réttindi til að fljúga að nóttu til. Þá er talið að flugmaðurinn hafi verið litblindur. Sala var 28 ára gamall og var á leiðinni til Cardiff frá Nantes í Frakklandi þegar flugvélin hrapaði 21. janúar. Hann og flugmaðurinn, David Ibbotson, fórust með vélinni.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Ibbotson hafi aðeins haft leyfi til þess að fljúga í dagsbirtu. Bresk flugmálayfirvöld vildu ekki tjá sig um frétt þess en rannsóknarnefnd flugslysa þar í landi sagði að réttindi flugmannsins væru áfram til skoðunar í rannsókn hennar á slysinu. Upplýsingar um réttindi flugmanna eru ekki opinber í Bretlandi en í Bandaríkjunum, þar sem Ibbotson var einnig með réttindi, kemur fram að hann hafi þurft að fljúga með gleraugu vegna nærsýni. Þá var kveðið á um að allar takmarkanir í bresku skírteini hans giltu vestanhafs. Heimildarmaður BBC segir að geta flugmanns til þess að greina grænt ljós frá rauðu væri lykilatriði í að fljúga í myrkri. Ólöglegt sé að fljúga við skilyrði sem sem menn hafi ekki réttindi til. Það geti haft áhrif á tryggingarmál flugvélarinnar. Upphaflega átti Ibbotson að fljúga með Sala til Cardiff klukkan níu að morgni. Því var hins vegar frestað til klukkan 19:00 svo Sala gæti kvatt félaga sína í Nantes. Þá var klukkutími og tíu mínútur liðnar frá sólsetri. Samkvæmt evrópskum flugstjórnarlögum er nótt skilgreind sem tíminn frá hálftíma eftir sólsetur til hálftíma fyrir sólarupprás.
Argentína Bretland Emiliano Sala Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. 1. mars 2019 08:30 Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
„Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. 1. mars 2019 08:30
Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30