Þetta er í fyrsta sinn sem Virginia vinnur þennan eftirsótta titil og hann kemur ári eftir martröðina sem margir leikmanna liðsins í dag lentu í fyrir ári síðan.
Virginia vann leikinn 85-77 eftir að staðan var 68-68 eftir venjulegan leiktíma. Virginia jafnaði metin með tryggja stiga körfu og hafði síðan yfirburði í framlengingunni sem liðið vann 17-9.
VIRGINIA CELEBRATES THE #NATIONALCHAMPIONSHIP
(via @marchmadness) pic.twitter.com/XPnDdeAz0A
— SportsCenter (@SportsCenter) April 9, 2019
Þetta var fyrsti úrslitaleikur bandaríska háskólakörfuboltans sem fer í framlengingu síðan að Kansas vann Memphis árið 2008.
Fyrir 388 dögum síðar skrifaði Virginia einnig söguna en þá á allt annan hátt þegar liðið varð fyrsta númer eitt liðið á styrkleikalistanum til að falla út fyrir lélegasta liðinu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Tímabil sem átti að öllu eðlilegu að enda á úrslitahelginni endaði í fyrsta leik og það var mikið áfall fyrir alla. Margir leikmenn Virginia upplifðu þessu gríðarlegu vonbrigði í fyrra en komu reynslunni ríkari í ár og fengu að upplifa allt ævintýrið til enda.
Það fylgdi liðinu líka mikil dramatík í gegnum alla úrslitakeppnina þar sem þeir lentu oft í kröppum dansi en tókst að vinna sig til baka inn í leiki og landa sigrum á lokasprettinum. Sömu sögu var að segja af þessum úrslitaleik.
ALL ORANGE AND BLUE #NationalChampionship
#GoHoospic.twitter.com/vORd5PS9tv
— Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019
De'Andre Hunter átti frábæran leik fyrir Virginia liðið og er án nokkurs vafa á leiðinni í NBA-deildina í sumar. Hunter skoraði reyndar ekki stig fyrstu átján og hálfu mínútu leiksins en endaði með 27 stig og 9 fráköst.
„Ótrúlegt,“ sagði De'Andre Hunter eftir leikinn. „Þetta var markmiðið okkar í byrjun tímabilsins. Við ætluðum að koma sterkri til baka eftir síðasta tímabili. Við fengum að upplifa drauma okkar,“ sagði Hunter.
Kyle Guy skoraði 24 stig en saman hittu þessir öflugu bakverðir úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.
That moment when you win the #NationalChampionship
#GoHoospic.twitter.com/8kDffasKQk
— Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019
Coach Bennett finishes cutting down the net in Minneapolis!!
#GoHoos#NationalChampionspic.twitter.com/XCMaY5XD2F
— Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019