„Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Siggeir Ævarsson skrifar 3. maí 2025 21:25 Dimitrios Agravanis lét finna vel fyrir sér í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Grikkinn reynslumikli, Dimitrios Agravanis, var stigahæstur Tindastólsmanna í kvöld þegar liðið lagði Álftanes 90-105 og tryggði sér þar með farseðilinn í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla. Dimitrios var mættur í viðtal til Andra Más strax eftir leik þar sem Andri bað hann að svara því í nokkrum orðum hvar sigurinn hefði unnist í kvöld. „Mér finnst eins og að allir í liðinu hafi lagt sitt af mörkum, ekki bara í kvöld heldur í öllum leikjunum í úrslitakeppninni. Þeir leggja hjartað í þetta og berjast allt til enda. Við erum bara búnir að tapa einum leik og hefðum átt að vinna síðasta leik.“ „Ég er sjálfur að glíma við smá veikindi og er í brasi með bakið á mér. En ég sagði við Benna: „Treystu mér, það er komið að ögurstundu og ég verð að vera til staðar og hjálpa liðsfélögum mínum.“ Ég kom til Íslands með eitt markmið, að sækja titilinn með bróður mínum og nú eru bara þrjú skref enn eftir að því markmiði.“ Eins og Dimitrios sagði sjálfur var hann að spila veikur í kvöld, spilar hann kannski bara betur veikur? „Nei, nei, alls ekki. Ég spila líka vel þegar ég er við hestaheilsu! En ég þekki svona mikilvæga leiki vel, ég hef unnið marga titla og ég vissi að ég þyrfti að vera til staðar í dag.“ Dimitrios spilaði aðeins tólf mínútur í síðasta leik, hafði hann eitthvað að sanna í kvöld í ljósi þess? „Ég hef eitthvað að sanna í öllum leikjum. Þess vegna reyni ég alltaf að vera besta útgáfan af sjálfum mér fyrir alla sem mæta í stúkuna og fyrir liðsfélaga mína. Ég reyni alltaf að að spila minn besta leik í öllum leikjum. Í kvöld spilaði ég einhverjar 28-30 mínútur en þegar upp er staðið skiptir það ekki máli. Það sem skiptir máli að allir liðsfélagar mínir mættu til leiks og gerðu sitt og gerðu það vel. Nú þurfum við bara að sækja þrjá sigra enn til að taka titilinn heim.“ Hann var sérstaklega ánægður með skagfirska áhorfendur í kvöld og segir alla leiki vera eins og heimaleiki. „Allir leikir sem við spilum núna eru eins og heimaleikir. Þeir fylgja okkur í alla leiki og við reynum okkur besta til að standa okkur fyrir þá. Þeir styðja okkur alla leið og við viljum gera þá hamingjusama.“ Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Dimitrios var mættur í viðtal til Andra Más strax eftir leik þar sem Andri bað hann að svara því í nokkrum orðum hvar sigurinn hefði unnist í kvöld. „Mér finnst eins og að allir í liðinu hafi lagt sitt af mörkum, ekki bara í kvöld heldur í öllum leikjunum í úrslitakeppninni. Þeir leggja hjartað í þetta og berjast allt til enda. Við erum bara búnir að tapa einum leik og hefðum átt að vinna síðasta leik.“ „Ég er sjálfur að glíma við smá veikindi og er í brasi með bakið á mér. En ég sagði við Benna: „Treystu mér, það er komið að ögurstundu og ég verð að vera til staðar og hjálpa liðsfélögum mínum.“ Ég kom til Íslands með eitt markmið, að sækja titilinn með bróður mínum og nú eru bara þrjú skref enn eftir að því markmiði.“ Eins og Dimitrios sagði sjálfur var hann að spila veikur í kvöld, spilar hann kannski bara betur veikur? „Nei, nei, alls ekki. Ég spila líka vel þegar ég er við hestaheilsu! En ég þekki svona mikilvæga leiki vel, ég hef unnið marga titla og ég vissi að ég þyrfti að vera til staðar í dag.“ Dimitrios spilaði aðeins tólf mínútur í síðasta leik, hafði hann eitthvað að sanna í kvöld í ljósi þess? „Ég hef eitthvað að sanna í öllum leikjum. Þess vegna reyni ég alltaf að vera besta útgáfan af sjálfum mér fyrir alla sem mæta í stúkuna og fyrir liðsfélaga mína. Ég reyni alltaf að að spila minn besta leik í öllum leikjum. Í kvöld spilaði ég einhverjar 28-30 mínútur en þegar upp er staðið skiptir það ekki máli. Það sem skiptir máli að allir liðsfélagar mínir mættu til leiks og gerðu sitt og gerðu það vel. Nú þurfum við bara að sækja þrjá sigra enn til að taka titilinn heim.“ Hann var sérstaklega ánægður með skagfirska áhorfendur í kvöld og segir alla leiki vera eins og heimaleiki. „Allir leikir sem við spilum núna eru eins og heimaleikir. Þeir fylgja okkur í alla leiki og við reynum okkur besta til að standa okkur fyrir þá. Þeir styðja okkur alla leið og við viljum gera þá hamingjusama.“
Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira