Körfubolti

Goð­sagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tin Duncan og Manu Ginóbili aðstoða Gregg Popovich á blaðamananfundinum.
Tin Duncan og Manu Ginóbili aðstoða Gregg Popovich á blaðamananfundinum. @spurs

Körfuboltaþjálfarinn Gregg Popovich hætti á dögunum sem þjálfari San Antonio Spurs en hann þjálfaði NBA liðið í 29 tímabil frá 1996 til 2025.

Popovich varð að hætta eftir að hafa fengið tvö heilablóðföll á stuttum tíma. Fyrst fór hann í leyfi en eftir seinna áfallið tók hann þá ákvörðun að hætta alveg þjálfun.

Popovich hættir þó ekki afskiptum sínum af San Antonio Spurs heldur er tekinn við sem forseti félagsins.

Popovich sást í gær í fyrsta sinn opinberlega eftir að veikindin dundu yfir. Hann kom þá fram fyrir fjölmiðlamenn og með honum voru allir leikmenn San Antonio Spurs. Þar voru líka tvær gamlar hetjur.

Tin Duncan (fimm titlar) og Manu Ginóbili (fjórir titlar) voru lykilmenn í bestu liðum Spurs í þjálfaratíð Popovich. Þeir voru þarna mættir til að styðja við sinn gamla þjálfara.

Það vakti athygli í gær að þeir hugsuðu einstaklega vel um gamla þjálfara sinn sem er augljóslega enn að jafna sig eftir þessi áföll sín. Hér fyrir neðan má sjá þá passa upp á Popovich.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×