Innlent

Fullyrða að Eflingarfólk hafi verið rekið vegna verkalýðsbaráttu

Birgir Olgeirsson og Jakob Bjarnar skrifa
Sólveig Anna faðmar hér Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir að samningar höfðu tekist. Sólveig Anna segir að baráttan hafi kostað fórnir.
Sólveig Anna faðmar hér Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir að samningar höfðu tekist. Sólveig Anna segir að baráttan hafi kostað fórnir.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tveir stjórnarmenn Eflingar hafi misst vinnu sína vegna þátttöku í verkalýðsbaráttu.

Þetta kemur fram í pistli Sólveigar Önnu þar sem segir, nánar tiltekið: „Bæði þessi atriði eru mjög mikilvæg; ég hef setið á fundi sem fulltrúi Eflingar þar sem tilkynnt var um fjöldauppsögn á íslensku, þrátt fyrir mikinn fjölda starfsmanna af erlendum uppruna og engin tilraun gerð til að túlka það sem fram fór og tveir af stjórnarmeðlimum Eflingar misstu vinnuna vegna aktívrar þátttöku í starfi félagsins.“

Vísir spurði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, nánar út í þetta. Hann vildi ekki greina frá því hvaða vinnuveitendur væri um að ræða né hvaða einstaklingar ættu í hlut. En, staðfesti hins vegar orð Sólveigar Önnu.

„Ég get staðfest það að stjórnarmenn hjá okkur, sem voru kosnir í stjórn í Eflingu fyrir ár, hefur ýmist verið sagt upp eða neitað um vaktir. Það er ályktun okkar að það sé ekki tilviljun,“ segir Viðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×