Finn að þetta er á réttri leið Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. apríl 2019 16:00 Eygló sér fyrir endann á áralangri baráttu við bakmeiðsli sem hafa plagað hana. Fréttablaðið/ernir Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir nældi sér í tvenn gullverðlaun á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fór fram um helgina. Eygló kom fyrst í mark í 200 metra baksundi á föstudaginn á tímanum 2:17,44, um sex sekúndum á undan Stefaníu Sigþórsdóttur. Eygló Ósk fylgdi því eftir með sigri í hundrað metra baksundi á laugardaginn þegar hún kom í mark á 1:03,25, rúmum þremur sekúndum á undan Írisi Ósk Hilmarsdóttur. Fyrri Íslandsmeistaratitillinn reyndist hennar hundraðasti. Aðspurð um þann titil sagðist Eygló hafa vitað af því að þessi áfangi væri innan seilingar. „Mamma mín er talnaglögg og skrifar allt svona niður. Hún var búin að minnast á þetta við mig í fyrra þegar ég varð Íslandsmeistari í 99. sinn svo að ég var ákveðin í að ná þeim hundraðasta um helgina,“ sagði Eygló létt þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. „Þetta er merkilegur áfangi og verður flottur þegar maður lítur til baka að ferlinum loknum.“ Eygló Ósk var kosin íþróttamaður ársins árið 2015 og keppti til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Um vorið 2017 tóku sig upp erfið bakmeiðsli sem hún hefur verið að glíma við en nú er hún að ná sér á strik á ný. „Það eru komin tvö ár í maí síðan ég meiddist. Ég er ennþá að reyna að stýra þessu en ég finn að ég er orðin miklu betri og að þetta er á réttri leið. Ég er farin að geta æft mun meira og finn fyrir framförum,“ sagði Eygló og hélt áfram: „Ég byrjaði hjá nýjum sjúkraþjálfara síðasta sumar þegar ég flutti heim frá Svíþjóð og við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Ég finn það að ég er óðum að ná fyrri styrk,“ sagði hún. Eygló er í miðri prófatörn og segir að það hafi verið sérstakt að keppa á sama tíma. „Heilt yfir er ég ánægð með helgina. Ég veit að ég get betur en það er mikið stress í tengslum við skólann þessa dagana. Ég stefni á að gera enn betur á næsta móti og bæta tímana mína,“ sagði Eygló sem fer í lokapróf í háskólanum í dag. Í sumar er HM í 50 metra laug í Suður-Kóreu og segist Eygló að sjálfsögðu vera með augastað á því en sé einnig að horfa til lengri tíma. „Ég veit af mótinu og verð vonandi orðin góð þegar að því kemur en stærra markmiðið er að ná lágmarki á Ólympíuleikana og hefja undirbúninginn fyrir þá,“ sagði Eygló, aðspurð út í HM í sumar. „Fyrsta markmiðið er að komast á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Eygló Ósk að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar Sjá meira
Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir nældi sér í tvenn gullverðlaun á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fór fram um helgina. Eygló kom fyrst í mark í 200 metra baksundi á föstudaginn á tímanum 2:17,44, um sex sekúndum á undan Stefaníu Sigþórsdóttur. Eygló Ósk fylgdi því eftir með sigri í hundrað metra baksundi á laugardaginn þegar hún kom í mark á 1:03,25, rúmum þremur sekúndum á undan Írisi Ósk Hilmarsdóttur. Fyrri Íslandsmeistaratitillinn reyndist hennar hundraðasti. Aðspurð um þann titil sagðist Eygló hafa vitað af því að þessi áfangi væri innan seilingar. „Mamma mín er talnaglögg og skrifar allt svona niður. Hún var búin að minnast á þetta við mig í fyrra þegar ég varð Íslandsmeistari í 99. sinn svo að ég var ákveðin í að ná þeim hundraðasta um helgina,“ sagði Eygló létt þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. „Þetta er merkilegur áfangi og verður flottur þegar maður lítur til baka að ferlinum loknum.“ Eygló Ósk var kosin íþróttamaður ársins árið 2015 og keppti til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Um vorið 2017 tóku sig upp erfið bakmeiðsli sem hún hefur verið að glíma við en nú er hún að ná sér á strik á ný. „Það eru komin tvö ár í maí síðan ég meiddist. Ég er ennþá að reyna að stýra þessu en ég finn að ég er orðin miklu betri og að þetta er á réttri leið. Ég er farin að geta æft mun meira og finn fyrir framförum,“ sagði Eygló og hélt áfram: „Ég byrjaði hjá nýjum sjúkraþjálfara síðasta sumar þegar ég flutti heim frá Svíþjóð og við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Ég finn það að ég er óðum að ná fyrri styrk,“ sagði hún. Eygló er í miðri prófatörn og segir að það hafi verið sérstakt að keppa á sama tíma. „Heilt yfir er ég ánægð með helgina. Ég veit að ég get betur en það er mikið stress í tengslum við skólann þessa dagana. Ég stefni á að gera enn betur á næsta móti og bæta tímana mína,“ sagði Eygló sem fer í lokapróf í háskólanum í dag. Í sumar er HM í 50 metra laug í Suður-Kóreu og segist Eygló að sjálfsögðu vera með augastað á því en sé einnig að horfa til lengri tíma. „Ég veit af mótinu og verð vonandi orðin góð þegar að því kemur en stærra markmiðið er að ná lágmarki á Ólympíuleikana og hefja undirbúninginn fyrir þá,“ sagði Eygló, aðspurð út í HM í sumar. „Fyrsta markmiðið er að komast á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Eygló Ósk að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn