Finn að þetta er á réttri leið Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. apríl 2019 16:00 Eygló sér fyrir endann á áralangri baráttu við bakmeiðsli sem hafa plagað hana. Fréttablaðið/ernir Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir nældi sér í tvenn gullverðlaun á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fór fram um helgina. Eygló kom fyrst í mark í 200 metra baksundi á föstudaginn á tímanum 2:17,44, um sex sekúndum á undan Stefaníu Sigþórsdóttur. Eygló Ósk fylgdi því eftir með sigri í hundrað metra baksundi á laugardaginn þegar hún kom í mark á 1:03,25, rúmum þremur sekúndum á undan Írisi Ósk Hilmarsdóttur. Fyrri Íslandsmeistaratitillinn reyndist hennar hundraðasti. Aðspurð um þann titil sagðist Eygló hafa vitað af því að þessi áfangi væri innan seilingar. „Mamma mín er talnaglögg og skrifar allt svona niður. Hún var búin að minnast á þetta við mig í fyrra þegar ég varð Íslandsmeistari í 99. sinn svo að ég var ákveðin í að ná þeim hundraðasta um helgina,“ sagði Eygló létt þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. „Þetta er merkilegur áfangi og verður flottur þegar maður lítur til baka að ferlinum loknum.“ Eygló Ósk var kosin íþróttamaður ársins árið 2015 og keppti til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Um vorið 2017 tóku sig upp erfið bakmeiðsli sem hún hefur verið að glíma við en nú er hún að ná sér á strik á ný. „Það eru komin tvö ár í maí síðan ég meiddist. Ég er ennþá að reyna að stýra þessu en ég finn að ég er orðin miklu betri og að þetta er á réttri leið. Ég er farin að geta æft mun meira og finn fyrir framförum,“ sagði Eygló og hélt áfram: „Ég byrjaði hjá nýjum sjúkraþjálfara síðasta sumar þegar ég flutti heim frá Svíþjóð og við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Ég finn það að ég er óðum að ná fyrri styrk,“ sagði hún. Eygló er í miðri prófatörn og segir að það hafi verið sérstakt að keppa á sama tíma. „Heilt yfir er ég ánægð með helgina. Ég veit að ég get betur en það er mikið stress í tengslum við skólann þessa dagana. Ég stefni á að gera enn betur á næsta móti og bæta tímana mína,“ sagði Eygló sem fer í lokapróf í háskólanum í dag. Í sumar er HM í 50 metra laug í Suður-Kóreu og segist Eygló að sjálfsögðu vera með augastað á því en sé einnig að horfa til lengri tíma. „Ég veit af mótinu og verð vonandi orðin góð þegar að því kemur en stærra markmiðið er að ná lágmarki á Ólympíuleikana og hefja undirbúninginn fyrir þá,“ sagði Eygló, aðspurð út í HM í sumar. „Fyrsta markmiðið er að komast á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Eygló Ósk að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir nældi sér í tvenn gullverðlaun á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fór fram um helgina. Eygló kom fyrst í mark í 200 metra baksundi á föstudaginn á tímanum 2:17,44, um sex sekúndum á undan Stefaníu Sigþórsdóttur. Eygló Ósk fylgdi því eftir með sigri í hundrað metra baksundi á laugardaginn þegar hún kom í mark á 1:03,25, rúmum þremur sekúndum á undan Írisi Ósk Hilmarsdóttur. Fyrri Íslandsmeistaratitillinn reyndist hennar hundraðasti. Aðspurð um þann titil sagðist Eygló hafa vitað af því að þessi áfangi væri innan seilingar. „Mamma mín er talnaglögg og skrifar allt svona niður. Hún var búin að minnast á þetta við mig í fyrra þegar ég varð Íslandsmeistari í 99. sinn svo að ég var ákveðin í að ná þeim hundraðasta um helgina,“ sagði Eygló létt þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. „Þetta er merkilegur áfangi og verður flottur þegar maður lítur til baka að ferlinum loknum.“ Eygló Ósk var kosin íþróttamaður ársins árið 2015 og keppti til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Um vorið 2017 tóku sig upp erfið bakmeiðsli sem hún hefur verið að glíma við en nú er hún að ná sér á strik á ný. „Það eru komin tvö ár í maí síðan ég meiddist. Ég er ennþá að reyna að stýra þessu en ég finn að ég er orðin miklu betri og að þetta er á réttri leið. Ég er farin að geta æft mun meira og finn fyrir framförum,“ sagði Eygló og hélt áfram: „Ég byrjaði hjá nýjum sjúkraþjálfara síðasta sumar þegar ég flutti heim frá Svíþjóð og við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Ég finn það að ég er óðum að ná fyrri styrk,“ sagði hún. Eygló er í miðri prófatörn og segir að það hafi verið sérstakt að keppa á sama tíma. „Heilt yfir er ég ánægð með helgina. Ég veit að ég get betur en það er mikið stress í tengslum við skólann þessa dagana. Ég stefni á að gera enn betur á næsta móti og bæta tímana mína,“ sagði Eygló sem fer í lokapróf í háskólanum í dag. Í sumar er HM í 50 metra laug í Suður-Kóreu og segist Eygló að sjálfsögðu vera með augastað á því en sé einnig að horfa til lengri tíma. „Ég veit af mótinu og verð vonandi orðin góð þegar að því kemur en stærra markmiðið er að ná lágmarki á Ólympíuleikana og hefja undirbúninginn fyrir þá,“ sagði Eygló, aðspurð út í HM í sumar. „Fyrsta markmiðið er að komast á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Eygló Ósk að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira