Sungið fyrir ferðafrelsi Einars Óla Þórarinn Þórarinsson skrifar 6. apríl 2019 09:30 "Við hvetjum fólk til að koma og njóta kvöldsins með okkur og styrkja virkilega gott málefni í leiðinni,“ segir Þórunn Eva, frænka Einars Óla. Þetta er ofboðslegt áfall. Á sekúndubroti breytist allt hjá ungum manni í blóma lífsins,“ segir Þórunn Eva sem stendur fyrir styrktartónleikunum. Þau Einar Óli eru systrabörn og hafa alltaf verið mjög náin. „Fjölskyldan er búin að reyna ýmislegt og við erum öll mjög náin og getum alltaf leitað hvert til annars. Hann er bundinn við hjólastól og getur hvorki hreyft sig né tjáð sig og býr enn á Grensás þar sem engin íbúðarúrræði ertu fyrir hann eins og staðan er í dag,“ segir Þórunn Eva og bætir við að það sé átakanlegt að horfa upp á yndislegan frænda og vin geta sér litla sem enga björg veitt. „Ég veit ekki alveg hversu miklu hann áttar sig á og hversu mikið hann skilur en maður verður að treysta því og trúa að hann skilji meira heldur en minna.“ Þórunn Eva segir erfitt fyrir fullfrískt fólk að setja sig í spor frænda síns. „Hann var alltaf á ferðinni, eins og okkur finnst svo sjálfsagt. Í ræktinni og alltaf á leiðinni að gera eitthvað en síðan er hann bara allt í einu fastur inni á herbergi einhvers staðar og fær aldrei að gera neitt af því sem hann er vanur.“ Fjölskylda Þórunnar Evu, Jón Sverrir, hún sjálf, Kjartan Vals og Erik Valur ásamt Einari Óla og pabba hans, Sigga Guðfinns, á jóladag.Safnað fyrir ferðafrelsi Þórunn Eva ákvað að halda styrktartónleikana í von um að geta fjármagnað kaup á sérútbúnum bíl sem muni gera Einar Óla frjálsari ferða sinna. „Því fylgir svo mikið frelsi að geta komist eitthvert á daginn án þess að þurfa alltaf að plana allt fyrir fram og treysta alfarið á ferðaþjónustuna. Manni finnst þetta bara einhvern veginn svo sjálfsagt, að geta farið út í bíl og gert það sem mann langar, að maður pælir ekki einu sinni í þessu þegar maður er heilbrigður.“ Fjölskylda Einars Óla hefur fundið notaða Benz-bifreið sem hentar honum og með hjálp tónlistarfólksins, sem gefur alla vinnu sína á tónleikunum, vonast þau til þess að geta keypt bílinn. „Mér finnst svo mikilvægt að hann fái þennan bíl vegna þess að þegar hann er fastur inni á Grensás og líka ef hann yrði settur inn á öldrunarheimili þá ætti hann ekki rétt á bílastyrk fatlaðra. Það skiptir öllu máli að vera frjáls ferða sinna.“ Erfitt að biðja um hjálp Eftir að Þórunn Eva og faðir hennar höfðu fundið bílinn sem hentar fóru þau að velta fyrir sér fjármögnunarleiðum og ákváðu að kanna möguleikana á styrktartónleikum. „Ég hringdi í frænku mína, mömmu Einars, og spurði hana hvort hún hefði einhvern áhuga á því að við myndum reyna að halda styrktartónleika. Hún sagði að undir venjulegum kringumstæðum hefði hún síður kosið að þurfa að efna til fjársöfnunar en við værum bara komin á þann stað að við þyrftum aðstoð.“ Þórunn Eva segir móður Einars Óla finnast erfitt að þurfa að biðja um hjálp en þar sem hún hafi sjálf verið byrjuð að svipast um eftir bíl fyrir hann hafi orðið úr að blása til tónleika. Hún segir alla sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína og fjölskyldan sé full þakklætis. „Það eru allir rosalega jákvæðir og nú síðast bættust tónlistarhjónin Heiða Ólafs og Snorri Snorrason í hópinn. Þau höfðu samband við pabba hans Einars Óla og buðu fram krafta sína. Siggi Guðfinns, pabbi hans, er líka tónlistarmaður, og hann mun flytja lagið sem hann samdi um Einar Óla tónleikunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þetta er ofboðslegt áfall. Á sekúndubroti breytist allt hjá ungum manni í blóma lífsins,“ segir Þórunn Eva sem stendur fyrir styrktartónleikunum. Þau Einar Óli eru systrabörn og hafa alltaf verið mjög náin. „Fjölskyldan er búin að reyna ýmislegt og við erum öll mjög náin og getum alltaf leitað hvert til annars. Hann er bundinn við hjólastól og getur hvorki hreyft sig né tjáð sig og býr enn á Grensás þar sem engin íbúðarúrræði ertu fyrir hann eins og staðan er í dag,“ segir Þórunn Eva og bætir við að það sé átakanlegt að horfa upp á yndislegan frænda og vin geta sér litla sem enga björg veitt. „Ég veit ekki alveg hversu miklu hann áttar sig á og hversu mikið hann skilur en maður verður að treysta því og trúa að hann skilji meira heldur en minna.“ Þórunn Eva segir erfitt fyrir fullfrískt fólk að setja sig í spor frænda síns. „Hann var alltaf á ferðinni, eins og okkur finnst svo sjálfsagt. Í ræktinni og alltaf á leiðinni að gera eitthvað en síðan er hann bara allt í einu fastur inni á herbergi einhvers staðar og fær aldrei að gera neitt af því sem hann er vanur.“ Fjölskylda Þórunnar Evu, Jón Sverrir, hún sjálf, Kjartan Vals og Erik Valur ásamt Einari Óla og pabba hans, Sigga Guðfinns, á jóladag.Safnað fyrir ferðafrelsi Þórunn Eva ákvað að halda styrktartónleikana í von um að geta fjármagnað kaup á sérútbúnum bíl sem muni gera Einar Óla frjálsari ferða sinna. „Því fylgir svo mikið frelsi að geta komist eitthvert á daginn án þess að þurfa alltaf að plana allt fyrir fram og treysta alfarið á ferðaþjónustuna. Manni finnst þetta bara einhvern veginn svo sjálfsagt, að geta farið út í bíl og gert það sem mann langar, að maður pælir ekki einu sinni í þessu þegar maður er heilbrigður.“ Fjölskylda Einars Óla hefur fundið notaða Benz-bifreið sem hentar honum og með hjálp tónlistarfólksins, sem gefur alla vinnu sína á tónleikunum, vonast þau til þess að geta keypt bílinn. „Mér finnst svo mikilvægt að hann fái þennan bíl vegna þess að þegar hann er fastur inni á Grensás og líka ef hann yrði settur inn á öldrunarheimili þá ætti hann ekki rétt á bílastyrk fatlaðra. Það skiptir öllu máli að vera frjáls ferða sinna.“ Erfitt að biðja um hjálp Eftir að Þórunn Eva og faðir hennar höfðu fundið bílinn sem hentar fóru þau að velta fyrir sér fjármögnunarleiðum og ákváðu að kanna möguleikana á styrktartónleikum. „Ég hringdi í frænku mína, mömmu Einars, og spurði hana hvort hún hefði einhvern áhuga á því að við myndum reyna að halda styrktartónleika. Hún sagði að undir venjulegum kringumstæðum hefði hún síður kosið að þurfa að efna til fjársöfnunar en við værum bara komin á þann stað að við þyrftum aðstoð.“ Þórunn Eva segir móður Einars Óla finnast erfitt að þurfa að biðja um hjálp en þar sem hún hafi sjálf verið byrjuð að svipast um eftir bíl fyrir hann hafi orðið úr að blása til tónleika. Hún segir alla sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína og fjölskyldan sé full þakklætis. „Það eru allir rosalega jákvæðir og nú síðast bættust tónlistarhjónin Heiða Ólafs og Snorri Snorrason í hópinn. Þau höfðu samband við pabba hans Einars Óla og buðu fram krafta sína. Siggi Guðfinns, pabbi hans, er líka tónlistarmaður, og hann mun flytja lagið sem hann samdi um Einar Óla tónleikunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent