Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2019 14:41 Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. Fyrsti valkostur starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins er breytt forgangsröðun í ríkisútgjöldum. Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. Flýtiframkvæmdirnar níu eru allar utan höfuðborgarsvæðisins og hefur hópurinn reiknað út að henti vel að fjármagna með gjaldtöku af umferð. Starfshópurinn skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag og hófst klukkan 13:00. Áætlað er að flýtiframkvæmdirnar muni kosta samtals um 40 milljarða króna á næstu sjö árum. Leiðarljós hópsins var að leita leiða til að flýta uppbyggingu brýnna samgöngumannvirkja í þágu umferðaröryggis. Forgangsverkefnin níu eru eftirfarandi: Grindavíkurvegur – Bláalónsvegur – Grindavík Reykjanesbraut – Fitjar-Flugstöð Reykjanesbraut – Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun Suðurlandsvegur – Biskupstungnabraut- Kambar Suðurlandsvegur – Fossvellir – Norðlingavað Suðurlandsvegur – Skeiðavegamót – Selfoss Suðurlandsvegur – Ölfusárbrú Vesturlandsvegur – Hvalfjarðargöng – Borgarnes Vesturlandsvegur – Þingvallavegur – Leirvogstunga og um Kjalarnes Opinbert hlutafélag og samvinnuverkefni Næsti valkostur við flýtiframkvæmdirnar er að stofna opinbert hlutafélag um framkvæmdir, lántökur og innheimtu veggjalda að mati starfshópsins. Hann telur þó engar fjármögnunarleiðir fyrir hendi sem ekki eru háðar svigrúmi ríkisins nema framkvæmdir sem gætu hentað sem samvinnuverkefni. Hópurinn telur að samvinnuverkefni gætu vel hentað fyrir stórar nýframkvæmdir á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Starfshópurinn leggur til að hugmyndir um veggjöld vegna einstakra framkvæmda verði þróaðar áfram. Fjármögnun vegaframkvæmda með ríkisfé útilokar ekki gjaldtöku að framkvæmdum loknum að mati starfshópsins. Lagt er til að gjaldtaka af umferð miðist við hverja framkvæmd fyrir sig og verði í samræmi við kostnað tiltekinnar framkvæmdar. Það sé mikilvægt að gjaldið sem innheimt verði á einum stað verði ekki notað til að standa undir framkvæmdum á öðrum stað. Hópurinn vill að miðað verði við að hlutfall kostnaðar vegna gjaldtöku af innheimtum tekjum verði ekki hærra en 10%. Í starfshópnum sátu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður hópsins, Benedikt Árnason skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri, Hreinn Haraldsson fyrrverandi vegamálastjóri, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Páll Ásgeir Guðmundsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Með hópnum starfaði starfsfólk í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Vegagerðinni. Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Umferðaröryggi Tengdar fréttir Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fyrsti valkostur starfshóps um fjármögnun samgöngukerfisins er breytt forgangsröðun í ríkisútgjöldum. Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. Flýtiframkvæmdirnar níu eru allar utan höfuðborgarsvæðisins og hefur hópurinn reiknað út að henti vel að fjármagna með gjaldtöku af umferð. Starfshópurinn skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag og hófst klukkan 13:00. Áætlað er að flýtiframkvæmdirnar muni kosta samtals um 40 milljarða króna á næstu sjö árum. Leiðarljós hópsins var að leita leiða til að flýta uppbyggingu brýnna samgöngumannvirkja í þágu umferðaröryggis. Forgangsverkefnin níu eru eftirfarandi: Grindavíkurvegur – Bláalónsvegur – Grindavík Reykjanesbraut – Fitjar-Flugstöð Reykjanesbraut – Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun Suðurlandsvegur – Biskupstungnabraut- Kambar Suðurlandsvegur – Fossvellir – Norðlingavað Suðurlandsvegur – Skeiðavegamót – Selfoss Suðurlandsvegur – Ölfusárbrú Vesturlandsvegur – Hvalfjarðargöng – Borgarnes Vesturlandsvegur – Þingvallavegur – Leirvogstunga og um Kjalarnes Opinbert hlutafélag og samvinnuverkefni Næsti valkostur við flýtiframkvæmdirnar er að stofna opinbert hlutafélag um framkvæmdir, lántökur og innheimtu veggjalda að mati starfshópsins. Hann telur þó engar fjármögnunarleiðir fyrir hendi sem ekki eru háðar svigrúmi ríkisins nema framkvæmdir sem gætu hentað sem samvinnuverkefni. Hópurinn telur að samvinnuverkefni gætu vel hentað fyrir stórar nýframkvæmdir á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Starfshópurinn leggur til að hugmyndir um veggjöld vegna einstakra framkvæmda verði þróaðar áfram. Fjármögnun vegaframkvæmda með ríkisfé útilokar ekki gjaldtöku að framkvæmdum loknum að mati starfshópsins. Lagt er til að gjaldtaka af umferð miðist við hverja framkvæmd fyrir sig og verði í samræmi við kostnað tiltekinnar framkvæmdar. Það sé mikilvægt að gjaldið sem innheimt verði á einum stað verði ekki notað til að standa undir framkvæmdum á öðrum stað. Hópurinn vill að miðað verði við að hlutfall kostnaðar vegna gjaldtöku af innheimtum tekjum verði ekki hærra en 10%. Í starfshópnum sátu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður hópsins, Benedikt Árnason skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri, Hreinn Haraldsson fyrrverandi vegamálastjóri, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Páll Ásgeir Guðmundsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Með hópnum starfaði starfsfólk í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Vegagerðinni.
Samgöngur Vegtollar Ný Ölfusárbrú Umferðaröryggi Tengdar fréttir Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04 Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00 Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar segist óttast að með veggjöldum verði fólk rukkað út og suður. 17. febrúar 2019 12:04
Undrast sinnaskipti samgönguráðherra varðandi veggjöld Ráðherrann vil nú skoða að setja arðgreiðslur frá Landsvirkjun í uppbyggingu vegakerfisins sem ríkisstjórnin hefur stenft að setja í þjóðarsjóð til að mæta áföllum í framtíðinni. 12. febrúar 2019 13:00
Formaður samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara að gera upp hug sinn Formaður umhverfis- og samgöngunefndar segir samgönguráðherra verða að fara gera upp við sig hvaða leiðir eigi að fara í nauðsynlegum stórframkvæmdum í vegakerfinu. 12. febrúar 2019 19:30