Kvennalandsliðið mætir Suður-Kóreu ytra í nótt Hjörvar Ólafsson skrifar 5. apríl 2019 17:15 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fimmta vináttulandsleik á þessu ári þegar liðið leikur við Suður-Kóreu í nótt. Leikurinn hefst klukkan 05.00 að íslenskum tíma en leikið er á Yongin Citizen Sports Park. Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur í þessu verkefni en liðin spila aftur á þriðjudagsmorgun. Íslenska liðið hefur leikið tvisvar við Skotland á árinu, haft betur í annað skiptið í frumraun Jóns Þórs Haukssonar og Ians Davids Jeffs og tapaði svo þegar liðin mættust á Algarve Cup. Þar gerði liðið einnig jafntefli við sterkt lið Kanada og vann svo Portúgal. Reynslumiklir leikmenn á borð við Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur og Sif Atladóttur fengu frí í þessu verkefni. Þá komust Anna Björk Kristjánsdóttir, Elín Metta Jensen og Agla María Albertsdóttir ekki í þetta verkefni af mismunandi ástæðum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland mætir Suður-Kóreu sem var í 14. sæti á síðasta styrkleikalista sem FIFA gaf út á meðan Ísland var átta sætum neðar í 22. sæti. Ef Fanndís Friðriksdóttir spilar báða leikina í ferðinni nær hún þeim áfanga að spila sinn 100. landsleik en hún yrði þá níundi leikmaðurinn til þess að spila 100 landsleiki eða fleiri. Hallbera Guðný Gísladóttir er leikjahæsti leikmaður íslenska liðsins með 102 leiki en hún spilaði 100. landsleikinn í Algarve fyrr á þessu ári. „Það er ýmislegt líkt með liði Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið þegar hann valdi leikmannahóp sinn fyrir verkefnið. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti,“ sagði hann enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fimmta vináttulandsleik á þessu ári þegar liðið leikur við Suður-Kóreu í nótt. Leikurinn hefst klukkan 05.00 að íslenskum tíma en leikið er á Yongin Citizen Sports Park. Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur í þessu verkefni en liðin spila aftur á þriðjudagsmorgun. Íslenska liðið hefur leikið tvisvar við Skotland á árinu, haft betur í annað skiptið í frumraun Jóns Þórs Haukssonar og Ians Davids Jeffs og tapaði svo þegar liðin mættust á Algarve Cup. Þar gerði liðið einnig jafntefli við sterkt lið Kanada og vann svo Portúgal. Reynslumiklir leikmenn á borð við Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur og Sif Atladóttur fengu frí í þessu verkefni. Þá komust Anna Björk Kristjánsdóttir, Elín Metta Jensen og Agla María Albertsdóttir ekki í þetta verkefni af mismunandi ástæðum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland mætir Suður-Kóreu sem var í 14. sæti á síðasta styrkleikalista sem FIFA gaf út á meðan Ísland var átta sætum neðar í 22. sæti. Ef Fanndís Friðriksdóttir spilar báða leikina í ferðinni nær hún þeim áfanga að spila sinn 100. landsleik en hún yrði þá níundi leikmaðurinn til þess að spila 100 landsleiki eða fleiri. Hallbera Guðný Gísladóttir er leikjahæsti leikmaður íslenska liðsins með 102 leiki en hún spilaði 100. landsleikinn í Algarve fyrr á þessu ári. „Það er ýmislegt líkt með liði Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið þegar hann valdi leikmannahóp sinn fyrir verkefnið. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti,“ sagði hann enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira