Réttlæti sem sanngirni Bjarni Karlsson skrifar 3. apríl 2019 07:00 Nú standa yfir kjarasamningar. Ég efast um að fólk vilji almennt hærri laun. Það sem misbýður almenningi er öllu heldur misskipting launa. Annars vegar er það „óútskýrður“ launamunur kynja sem öll vita hvaðan stafar. Hins vegar er það vitneskjan um bilið milli ríkra og fátækra. Við höfum það flest fjárhagslega gott en þjóðin er frústreruð vegna langþróaðrar ósanngirni sem blasir við öllum. Innst inni finnum við að það er galið að hafa það þægilegt á kostnað annarra. Hugsið ykkur ef hin efnahagslega yfirstétt í landinu sýndi þann sóma að takmarka laun sín við þrefaldar eða fjórfaldar meðaltekjur hins almenna manns, síðan væri hinum lægst launuðu lyft upp úr sinni efnahagslegu og félagslegu lægingu, jafnlaunavottun gerð að reglu og húsnæðisþörf almennings viðurkennd í verki. Þá yrði bjartara í landinu. Sýnt hefur verið fram á að tíðni glæpa, ólæsis, fangelsana, þorra sjúkdóma, ótímabærra þungana og andláta, ofbeldis o.fl. vandamála að ógleymdum sjálfum vistkerfisvandanum stendur í beinu sambandi við efnahagslegan ójöfnuð. Gott lesefni um þetta má t.d. finna í bókinni Hallamálið sem á frummáli heitir The Spirit Level frá 2010. Þar er einvörðungu stuðst við opinberar tölur í hverju landi og mældur launajöfnuður borinn saman við algengi alls konar vesens og áfalla. Tilfellið er að 1% heimsbúa hagnast á ójöfnuði á meðan hin öll, að vistkerfinu meðtöldu, tapa á ástandinu. Mannkyn hefur orðið að því sem það er vegna getu þess til samvinnu og sátta. Við fæðumst með þessi stóru höfuð vegna þess að sáttaferli eru flókin. Eina bótin á okkar þjóðar-gremju og versnandi ástandi veraldar er aukið réttlæti í formi sanngirni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir kjarasamningar. Ég efast um að fólk vilji almennt hærri laun. Það sem misbýður almenningi er öllu heldur misskipting launa. Annars vegar er það „óútskýrður“ launamunur kynja sem öll vita hvaðan stafar. Hins vegar er það vitneskjan um bilið milli ríkra og fátækra. Við höfum það flest fjárhagslega gott en þjóðin er frústreruð vegna langþróaðrar ósanngirni sem blasir við öllum. Innst inni finnum við að það er galið að hafa það þægilegt á kostnað annarra. Hugsið ykkur ef hin efnahagslega yfirstétt í landinu sýndi þann sóma að takmarka laun sín við þrefaldar eða fjórfaldar meðaltekjur hins almenna manns, síðan væri hinum lægst launuðu lyft upp úr sinni efnahagslegu og félagslegu lægingu, jafnlaunavottun gerð að reglu og húsnæðisþörf almennings viðurkennd í verki. Þá yrði bjartara í landinu. Sýnt hefur verið fram á að tíðni glæpa, ólæsis, fangelsana, þorra sjúkdóma, ótímabærra þungana og andláta, ofbeldis o.fl. vandamála að ógleymdum sjálfum vistkerfisvandanum stendur í beinu sambandi við efnahagslegan ójöfnuð. Gott lesefni um þetta má t.d. finna í bókinni Hallamálið sem á frummáli heitir The Spirit Level frá 2010. Þar er einvörðungu stuðst við opinberar tölur í hverju landi og mældur launajöfnuður borinn saman við algengi alls konar vesens og áfalla. Tilfellið er að 1% heimsbúa hagnast á ójöfnuði á meðan hin öll, að vistkerfinu meðtöldu, tapa á ástandinu. Mannkyn hefur orðið að því sem það er vegna getu þess til samvinnu og sátta. Við fæðumst með þessi stóru höfuð vegna þess að sáttaferli eru flókin. Eina bótin á okkar þjóðar-gremju og versnandi ástandi veraldar er aukið réttlæti í formi sanngirni.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar