Ryanair í hóp stærstu mengunarvalda í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 10:35 Losun frá flugi hefur aukist verulega síðasta áratuginn. Spáð er enn frekari aukningu á næstu áratugum. Vísir/EPA Írska flugfélagið Ryanair er fyrsta fyrirtækið utan kolaiðnaðarins sem kemst inn á lista Evrópusambandsins yfir stærstu mengunarvalda álfunnar. Losun Ryanair á koltvísýringi jókst um tæp sjö prósent í fyrra þrátt fyrir loforð stjórnenda þess að það væri umhverfisvænasta flugfélag Evrópu. Ryanair er í tíunda sæti listans yfir stórtækustu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á undan flugfélaginu á listunum raða sér sjö kolaorkuver í Þýskalandi, eitt í Póllandi og annað í Búlgaríu. Öll brenna þau brúnkolum. Koltvísýringsmengun frá flugvélum hefur aukist um tvo þriðju frá 2005 og gera spár ráð fyrir að flugiðnaðurinn gæti orðið stærsti mengunarvaldurinn eftir því sem flugfargjöld lækka innan þriggja áratuga. Í yfirlýsingu frá Ryanair fullyrðir félagið að losun gróðurhúsalofttegunda á hvern floginn kílómetra sé sú minnsta hjá nokkru flugfélagi. Forráðamenn þess lofuðu að bjóða farþegum upp á þann kost að jafna út kolefnislosun við ferðir þeirra. Fréttir af flugi Írland Loftslagsmál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Írska flugfélagið Ryanair er fyrsta fyrirtækið utan kolaiðnaðarins sem kemst inn á lista Evrópusambandsins yfir stærstu mengunarvalda álfunnar. Losun Ryanair á koltvísýringi jókst um tæp sjö prósent í fyrra þrátt fyrir loforð stjórnenda þess að það væri umhverfisvænasta flugfélag Evrópu. Ryanair er í tíunda sæti listans yfir stórtækustu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á undan flugfélaginu á listunum raða sér sjö kolaorkuver í Þýskalandi, eitt í Póllandi og annað í Búlgaríu. Öll brenna þau brúnkolum. Koltvísýringsmengun frá flugvélum hefur aukist um tvo þriðju frá 2005 og gera spár ráð fyrir að flugiðnaðurinn gæti orðið stærsti mengunarvaldurinn eftir því sem flugfargjöld lækka innan þriggja áratuga. Í yfirlýsingu frá Ryanair fullyrðir félagið að losun gróðurhúsalofttegunda á hvern floginn kílómetra sé sú minnsta hjá nokkru flugfélagi. Forráðamenn þess lofuðu að bjóða farþegum upp á þann kost að jafna út kolefnislosun við ferðir þeirra.
Fréttir af flugi Írland Loftslagsmál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira