Þegar menn fara yfir lækinn í leit að vatni; auðvitað felldi krónan WOW Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. apríl 2019 10:00 Margir hafa stígið fram síðustu daga og viljað greina ástæðu falls WOW. Fyrir mér hafa flestar þessar greiningar líkst því, að menn fari yfir lækinn í leit að vatni. Lítt skiljanleg fannst mér greiningartilraun Gylfa Zoega prófessors, en hann hefur þó reifað ýmislegt skynsamlega og rétt um krónuna og gjaldmiðlamálin síðustu vikur. Í viðtali við Morgunblaðið 31.03.19 virtist helzti punktur prófessors vera sá, að, ef höfuðstöðvar WOW hefðu verið erlendis, þá hefði mátt bjarga félaginu. Með því hefði íslenzk vinnulöggjöf og íslenzkir kjarasamningar ekki gilt. Auðvitað er þetta punktur, en þetta er ekki kjarni málsins. Ben Baldanza, sem var stjórnarmaður í WOW frá vori 2016 til hausts 2018, kemur líka með sína greiningu. Auðvitað er nokkurt vit í henni, enda maðurinn klár og reyndur í flugrekstri. Hann telur upp 5 rekstraratriði, sem betur hefðu mátt fara, en sér greinilega heldur ekki skóginn fyrir trjánum. Aðrir kenna háu eldsneytisverði og háum íslenzkum launakostnaði um. Þeir virðast gleyma því, að hækkun eldsneytiskostnaðar bitnar á öllum flugfélögum með svipuðum hætti, og hefur því ekki bein áhrif á samkeppnisstöðu, og, vegna góðrar starfsmannastýringar WOW, hefur launakostnaður félagsins verið hóflegur. Fór mest í 18-19% 2017 og 2018, en á sama tíma var hann t.a.m. 31-34% hjá Icelandair. Aftur er hér um rétta punkta að ræða, sem nokkurt vægi hafa, en þetta er heldur ekki kjarni málsins. Rekstur WOW, sem hóst 2011, byggðist að mestu á tekjum í dollurum, en stærsti hluti gjalda var í íslenzkum krónum. Er því ljóst, að gengi dollars gagnvart krónu hafði afgerandi þýðingu fyrir þróun, rekstur og afkomu félagsins. Á árunum 2012 til 2016 sveiflaðist gengi krónunnar gagnvart dollar milli 120 og 130 krónur í dollar. Meðalgengi þessi 5 ár var stöðugt; um 123 krónur í dollar. Var því eðlilegt, að fargjaldastýring félagsins, í dollurum, svo og rekstrar- og afkomuáætlanir, byggðust á þessu gengi. En svo gerist það 2017 og 2018, að svikatólið krónan hleypu enn einu sinni óvænt út undan sér; dollarinn hrekkur allt í einu að meðaltali niður í 105 krónur í dollar. Krónutekjur félagsins lækka um 15%, nánast eins og hendi sé veifað og án þess að félagið gæti með nokkrum hætti rönd við reist. Flest stærri félög – ekki sízt í alþjóðlegum rekstri og -samkeppni - stefna á 10% tekjuafgang, fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EBITDA). Meira leyfir hörð alþjóðleg samkeppni vart. Þetta leiðir oft til þess, að hreinar og endanlegar rekstrartekjur enda í 2-4% af brúttóveltu. 15% tekjutap á ársgrundvelli er því heiftarlegt högg. Auðvitað nær þetta tekjutap ekki til gjalda í dollurum, en það leggst af fullum þunga á launakostnað og allan innlendan kostnað, sem virðist t.a.m. 2016-2017 hafa verið um 70% af heildargjöldum. Árið 2017 hafði félagið tekjur upp á 486 milljónir dollara. Ef gengið hefði verið 123 krónur í dollara, eins og var að meðaltali árin fimm þar á undan, hefðu tekjur WOW í krónum verið 59,8 milljarðar 2017. En, þar sem raunkostnaðargengi WOW það ár var ekki nema 107 krónur í dollar, varð veltan í krónum ekki nema 52 milljarðar króna. Þannig varð tekjutap félagsins í krónum 7,8 milljarðar króna, bara af því að krónan sveik. Ef gengið milli dollars og krónu hefði haldizt svipað 2017 og árin fimm þar á undan, hefði WOW hagnast um 5,4 milljarða króna árið 2017, en vegna „svika“ krónunnar, varð tap upp á 2,4 milljarða króna. Þetta tap, sem fór að brenna á félaginu í vaxandi mæli í fyrra, og komst í hámæli síðasta sumar/haust, varð svo upphafið að endinum hjá þessu ágæta félagi, sem svikatólið krónan svo felldi endanlega á dögunum. Ef hér hefði verið Evra eða dollar, ekki króna, væri WOW enn í fullu fjöri, sennilega á hraðri frekari uppleið, ekki bara eigendum og starfsmönnum WOW til góðs, heldur líka öllum Íslendingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Ole Anton Bieltvedt WOW Air Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa stígið fram síðustu daga og viljað greina ástæðu falls WOW. Fyrir mér hafa flestar þessar greiningar líkst því, að menn fari yfir lækinn í leit að vatni. Lítt skiljanleg fannst mér greiningartilraun Gylfa Zoega prófessors, en hann hefur þó reifað ýmislegt skynsamlega og rétt um krónuna og gjaldmiðlamálin síðustu vikur. Í viðtali við Morgunblaðið 31.03.19 virtist helzti punktur prófessors vera sá, að, ef höfuðstöðvar WOW hefðu verið erlendis, þá hefði mátt bjarga félaginu. Með því hefði íslenzk vinnulöggjöf og íslenzkir kjarasamningar ekki gilt. Auðvitað er þetta punktur, en þetta er ekki kjarni málsins. Ben Baldanza, sem var stjórnarmaður í WOW frá vori 2016 til hausts 2018, kemur líka með sína greiningu. Auðvitað er nokkurt vit í henni, enda maðurinn klár og reyndur í flugrekstri. Hann telur upp 5 rekstraratriði, sem betur hefðu mátt fara, en sér greinilega heldur ekki skóginn fyrir trjánum. Aðrir kenna háu eldsneytisverði og háum íslenzkum launakostnaði um. Þeir virðast gleyma því, að hækkun eldsneytiskostnaðar bitnar á öllum flugfélögum með svipuðum hætti, og hefur því ekki bein áhrif á samkeppnisstöðu, og, vegna góðrar starfsmannastýringar WOW, hefur launakostnaður félagsins verið hóflegur. Fór mest í 18-19% 2017 og 2018, en á sama tíma var hann t.a.m. 31-34% hjá Icelandair. Aftur er hér um rétta punkta að ræða, sem nokkurt vægi hafa, en þetta er heldur ekki kjarni málsins. Rekstur WOW, sem hóst 2011, byggðist að mestu á tekjum í dollurum, en stærsti hluti gjalda var í íslenzkum krónum. Er því ljóst, að gengi dollars gagnvart krónu hafði afgerandi þýðingu fyrir þróun, rekstur og afkomu félagsins. Á árunum 2012 til 2016 sveiflaðist gengi krónunnar gagnvart dollar milli 120 og 130 krónur í dollar. Meðalgengi þessi 5 ár var stöðugt; um 123 krónur í dollar. Var því eðlilegt, að fargjaldastýring félagsins, í dollurum, svo og rekstrar- og afkomuáætlanir, byggðust á þessu gengi. En svo gerist það 2017 og 2018, að svikatólið krónan hleypu enn einu sinni óvænt út undan sér; dollarinn hrekkur allt í einu að meðaltali niður í 105 krónur í dollar. Krónutekjur félagsins lækka um 15%, nánast eins og hendi sé veifað og án þess að félagið gæti með nokkrum hætti rönd við reist. Flest stærri félög – ekki sízt í alþjóðlegum rekstri og -samkeppni - stefna á 10% tekjuafgang, fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EBITDA). Meira leyfir hörð alþjóðleg samkeppni vart. Þetta leiðir oft til þess, að hreinar og endanlegar rekstrartekjur enda í 2-4% af brúttóveltu. 15% tekjutap á ársgrundvelli er því heiftarlegt högg. Auðvitað nær þetta tekjutap ekki til gjalda í dollurum, en það leggst af fullum þunga á launakostnað og allan innlendan kostnað, sem virðist t.a.m. 2016-2017 hafa verið um 70% af heildargjöldum. Árið 2017 hafði félagið tekjur upp á 486 milljónir dollara. Ef gengið hefði verið 123 krónur í dollara, eins og var að meðaltali árin fimm þar á undan, hefðu tekjur WOW í krónum verið 59,8 milljarðar 2017. En, þar sem raunkostnaðargengi WOW það ár var ekki nema 107 krónur í dollar, varð veltan í krónum ekki nema 52 milljarðar króna. Þannig varð tekjutap félagsins í krónum 7,8 milljarðar króna, bara af því að krónan sveik. Ef gengið milli dollars og krónu hefði haldizt svipað 2017 og árin fimm þar á undan, hefði WOW hagnast um 5,4 milljarða króna árið 2017, en vegna „svika“ krónunnar, varð tap upp á 2,4 milljarða króna. Þetta tap, sem fór að brenna á félaginu í vaxandi mæli í fyrra, og komst í hámæli síðasta sumar/haust, varð svo upphafið að endinum hjá þessu ágæta félagi, sem svikatólið krónan svo felldi endanlega á dögunum. Ef hér hefði verið Evra eða dollar, ekki króna, væri WOW enn í fullu fjöri, sennilega á hraðri frekari uppleið, ekki bara eigendum og starfsmönnum WOW til góðs, heldur líka öllum Íslendingum.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun