Íþrótt? Haukur Örn Birgisson skrifar 2. apríl 2019 09:00 Ég get verið soddan klaufi. Alltaf tekst mér að móðga einhvern. Það er reyndar orðið mjög erfitt að komast hjá því, ef maður ætlar á annað borð að tjá sig um menn og málefni. Ég skrifaði pistil einhvern tímann á síðasta ári um það hversu móðgað fólk getur verið, svona almennt séð. Hneykslunargjarnt. Nokkrir móðguðust við skrifin. Í síðasta pistli mínum hér í blaðinu gerðist ég sekur um að draga í efa að ein íþróttagrein væri í raun og veru íþróttagrein. Margir urðu ósáttir. Meira að segja einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnunum. Það þótti mér leitt. Þótt ég hafi stundað íþróttir allt mitt líf, mun ég seint teljast íþróttamaður. Fyrir það er ég orðinn of gamall og þungur. Í dag er golfið mín eftirlætis íþrótt (sem tengist þó hvorki aldri mínum né þyngd). Sumum finnst golf ekki vera íþrótt og ég heyri nánast vikulega að golf sé bara fyrir „gamalt fólk og aumingja“. Eflaust gæti einhver móðgast yfir slíkri yfirlýsingu. Fólk hefur nú móðgast fyrir hönd annarra af minna tilefni. En þetta er auðvitað algjör vitleysa! Golf er móðir allra íþrótta. Þetta vita allir og þetta ætti í raun að standa í nýju stjórnarskránni. Hreyfingin, útiveran, félagsskapurinn og einbeitingin sem þarf á 18 holu golfhring er bæði krefjandi og skemmtileg. Það þekkja allir sem hafa prófað. Svo er golfið líka grjóthart. Ég fullyrði að hvergi finnst sú íþrótt önnur, sem leikin er á keppnisvelli þar sem búa morðóðar kríur, krókódílar og höggormar, þar sem leikið er innan um þrumur og eldingar – í stöðugri lífshættu. Maður þarf eiginlega að vera ofurhugi til að hætta sér á völlinn – sannkallaður áhættufíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég get verið soddan klaufi. Alltaf tekst mér að móðga einhvern. Það er reyndar orðið mjög erfitt að komast hjá því, ef maður ætlar á annað borð að tjá sig um menn og málefni. Ég skrifaði pistil einhvern tímann á síðasta ári um það hversu móðgað fólk getur verið, svona almennt séð. Hneykslunargjarnt. Nokkrir móðguðust við skrifin. Í síðasta pistli mínum hér í blaðinu gerðist ég sekur um að draga í efa að ein íþróttagrein væri í raun og veru íþróttagrein. Margir urðu ósáttir. Meira að segja einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnunum. Það þótti mér leitt. Þótt ég hafi stundað íþróttir allt mitt líf, mun ég seint teljast íþróttamaður. Fyrir það er ég orðinn of gamall og þungur. Í dag er golfið mín eftirlætis íþrótt (sem tengist þó hvorki aldri mínum né þyngd). Sumum finnst golf ekki vera íþrótt og ég heyri nánast vikulega að golf sé bara fyrir „gamalt fólk og aumingja“. Eflaust gæti einhver móðgast yfir slíkri yfirlýsingu. Fólk hefur nú móðgast fyrir hönd annarra af minna tilefni. En þetta er auðvitað algjör vitleysa! Golf er móðir allra íþrótta. Þetta vita allir og þetta ætti í raun að standa í nýju stjórnarskránni. Hreyfingin, útiveran, félagsskapurinn og einbeitingin sem þarf á 18 holu golfhring er bæði krefjandi og skemmtileg. Það þekkja allir sem hafa prófað. Svo er golfið líka grjóthart. Ég fullyrði að hvergi finnst sú íþrótt önnur, sem leikin er á keppnisvelli þar sem búa morðóðar kríur, krókódílar og höggormar, þar sem leikið er innan um þrumur og eldingar – í stöðugri lífshættu. Maður þarf eiginlega að vera ofurhugi til að hætta sér á völlinn – sannkallaður áhættufíkill.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar